Íslandsmet í tannburstun

Á morgun, þriðjudaginn 27. mars, klukkan 9.30 verður sett íslandsmet í tannburstun þegar Íþróttaálfurinn, nemendur í Snælandsskóla og starfsfólk skólans taka sig til og bursta tennurnar í matsal skólans. Metið er hluti af átaki Barnaheillar – Save the Children á Íslandi um bætt tannheilbrigði hjá íslenskum börnum, en tannheilsa barna á Íslandi er í sjötta neðsta sæti í samanburði við OECD-löndin.

Nemendur í Snælandsskóla hafa í samvinnu við samtökin gert könnun og unnið myndbönd um efnið sem sýnd verða á málþingi sem samtökin standa fyrir miðvikudaginn 28. mars á Grand hótel Reykjavík. Þá er hafin undirskriftasöfnun til að þrýsta á yfirvöld og aðra hlutaðeigendur að grípa til aðgerða hið snarasta. Undirskriftirnar verða afhentar velferðarráðherra á alþjóðlega tannverndardeginum, 12. september næstkomandi.

Þeir sem hlut eiga að máli þurfa að sameinast um að finna leið út úr því öngstræti sem tannheilsa íslenskra barna virðist komin í. Það er ekki ásættanlegt að í upphafi 21. aldarinnar séu börn að fá panódíl fyrir svefninn svo þau geti sofnað fyrir tannverkjum.

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur staðfest, eiga börn rétt á að njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, svo sem með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Í 2. gr. sáttmálans er kveðið á um jafnræði og bann við mismunun, meðal annars á grundvelli félagslegrar stöðu. Þá er ábyrgð aðildarríkja þannig skilgreind að þeim beri að tryggja börnum þau réttindi sem barnasáttmálinn kveður á um eftir því sem þau framast geta auk þess sem ábyrgð foreldra er skýr.

Málþing Barnaheillar – Save the Children á Íslandi fer fram miðvikudaginn 28. mars næstkomandi þar sem fjallað verður um tannheilsu íslenskra barna – sjá nánar á vef samtakanna, barnaheill.is.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál