Fimm leiðir til að fá flatari maga á sjö dögum

Fimm leiðir til að fá flatan maga.
Fimm leiðir til að fá flatan maga. Ljósmynd/fitness-diet.becomegorgeous.com

Ef maginn er ekki útþaninn líður okkur yfirleitt betur. Hér eru fimm leiðir sem hjálpa þér að fá sléttari maga.

1. Stundaðu líkamsrækt daglega og gerðu þol- og styrktaræfingar til skiptis í allavega 30 mínútur í hvert skipti. Gerðu armbeygjur og farðu í planka og haltu plankanum í allavega 30 sekúndur í hvert skipti og endurtaktu æfinguna þrisvar sinnum. Með því að æfa ákaft í allavega 30 mínútur ættir þú að brenna frá 500-600 hitaeiningum segir á Bodybuilding.com.

2. Þjálfaðu kviðvöðvana þrisvar í viku. Gerðu sit-ups með 20 endurtekningum í þremur settum. Alls ekki gleyma að gera planka-æfingar eins og sagt var frá í lið 1.

3. Borðaðu hreint fæði eins og ávexti, grænmeti, lífrænan kjúkling, lífrænt nautakjöt og fisk. Borðaðu lítið af unnum mjólkurvörum og matvæli sem innihalda sykur.

4.
Ekki krydda matinn mikið og alls ekki nota salt. Notaðu frekar ferskar kryddjurtir við matseldina.

5. Gættu þess vel að slaka vel á því streita getur valdið offramleiðslu á kortisólis, sem hvetur til þyngdaraukningar á magasvæðinu. Með því að lifa í jafnvægi eru minni líkur á því að það verði offramleiðsla á efninu.

Borðaðu ávexi.
Borðaðu ávexi. Mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál