Bjargaði henni frá eiturlyfjafíkn

Mary J. Blige segir eiginmanninn, Martin Kendu Isaacs, vera sendingu af himnum ofan. Söngstjarnan hefur háð erfiða glímu við þunglyndi og barist gegn áfengis- og eiturlyfjafíkn og fullyrðir að guð hafi sent henni Isaacs til að bjarga lífi hennar.

Blige var gestur í breska sjónvarpsþættinum Daybreak og talaði þar opinskátt um tónlistarferilinn, þunglyndið og fíkniefnin.

Söngkonan var spurð hvað hefði komið í veg fyrir að hún endaði eins og söngstjörnurnar Amy Winehouse og Whitney Houston, sem báðar létust sem kunnugt er af völdum fíkniefnaneyslu. Þakkaði Blige trúnni og eiginmanninum, sem áður var í hlutverki umboðsmanns hennar.

„Mér leið svo illa að ég hélt að ég væri að deyja,“ sagði Blige í bresku sjónvarpi. „Ég vissi að ég yrði að snúa við blaðinu. Svo ég lagðist á bæn og bað guð um að senda mér einhvern sem gæti bjargað mér. Hann sendi mér eiginmanninn, minn besta vin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál