9 leiðir til að verða besta útgáfan af sjálfri þér

Langar þig að líta eins vel út og hugast getur? Katrine van Wyk  skrifar á vefinn MindBodyGreen um hvernig við getum verið gordjöss og notið þess að vera til.

1. Þurrburstaðu húðina. Notaðu grófan náttúrulegan bursta og byrjaðu daginn á því að þurrbursta húðina. Gerðu þetta áður en þú ferð í þitt daglega bað. Þurrburstun kemur blóðflæðinu af stað og fjarlægðir dauðar húðfrumur. Húðin verður miklu mýkri í kjölfarið.

2. Farðu í gufubað. Það að svitna getur gert kraftaverk fyrir líkamann. Þurrgufur hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni og sérstaklega ef þú ert dugleg að þurrbursta húðina, þá vinnur þetta tvennt vel saman.

3. Hreyfðu þig. Með því að stunda hreyfingu eykst endorfínframleiðsla í líkamanum. Enorfín dælir gleðiefni um líkamann og gerir okkur mun kátari. Mundu svo að brosa því það gerir allar konur miklu sætari.

4. Sofðu hjá. Eftir fullnægingu verður líkaminn fullur af gleðihormónum eins og endorfíni sem gera það að verkum að þú yngist. Þessi hormón hjálpa þér í baráttunni við stressið. Njóttu þess að anda djúpt á meðan þú sefur hjá því það eykur súrefnisneyslu og minnkar streituna ennþá meira.

5. Drekktu grænan djús. Hann er fullur af fjölvítamínum og hressir þig og kætir. Agúrkur eru vatnslosandi og hafa því sérstaklega góð áhrif á húðina og svo er allt þetta græna í djúsnum hreinsandi eins og sellerí, límónur og grænt duft. Prófaðu að drekka einn grænan djús á dag og sjáðu hvað gerist.

6. Borðaðu fitu. Við þurfum góðar fitusýrur til að viðhalda heilbrigði og það eru ekki allir sem vita að góðar olíur virka betur en bestu hrukkukrem. Taktu inn lífræna ólífuolíu og hörfræsolíu. Borðaðu lárperu, villtan lax, chia-fræ, sardínur og kókósolíu. Hættu að borða canolaolíu, sólblómaolíur, kornolíur og sojaolíur. 

7. Smyrðu líkamann með olíu. Ekki bera á þig bodylotion sem innihalda kemísk efni og paraben. Berðu 100% hreinar olíur á líkamann eins og kókósolíu, jojobaolíu, arganolíu og „Shea butter“.

8. Borðaðu regnbogann. Ávextir og grænmeti í skærum litum ættu að vera daglega á disknum þínum. Þau eru rík af andoxunarefnum sem hjálpa okkur að losna við sindurefni úr líkamanum. Sindurefni eru helsta uppspretta öldrunar á húð og líkama okkar.

9. Minnkaðu sykurneyslu. Þú hefur sennilega heyrt að sykur sé eitraður og geti valdið ýmsum langvinnum sjúkdómum. En sykur veldur einnig bólgum, sem eldir okkur hraðar og gerir okkur hrukkóttari. Auk þess getur þú fengið unglingabólur af sykuráti og svo verður okkur illt í maganum við allt átið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál