Kostir D-vítamíns engin mýta!

Teitur Guðmundsson læknir segir frá kostum D-vítamíns.
Teitur Guðmundsson læknir segir frá kostum D-vítamíns.

Mitt í janúarsleninu geta öll ráð sem bæta upp frískleikann hjá manni komið í góðar þarfir. Mikið hefur verið rætt og ritað um skort á D-vítamíni sem hrjáir stóran hluta íbúa hér á norðurhveli jarðar. 

Starfsmaður Smartlands lét loksins tilleiðast á dögunum og hóf að dæla í sig rúmlega ráðlögðum dagskammti að læknisráði eða 2.000 iu-einingum í töfluformi. Láta áhrifin ekki á sér standa en janúarslenið hefur horfið eins og dögg fyrir sólu. Sjáum við okkur tilneydd til að bera út fagnaðarerindið og leituðum til Teits Guðmundssonar, læknis hjá Heilsuvernd, til að vita meira um kosti þessa „týnda“ vítamíns í hjara-búum.

Hvernig kemur D-vítamín skortur helst  fram hjá fólki?
D-vítamín skortur getur aukið líkur á beinþynningu og/eða beinkröm. Ýmsar vangaveltur eru uppi um aðra þætti sem enn er verið að rannsaka sem tengjast helst virkni vítamínsins í ónæmiskerfinu, við þróun sykursýki og í tengslum við háan blóðþrýsting. Þá hafa verið uppi vangaveltur um þátt D-vítamíns í krabbameinum en þetta eru enn talsvert óljósar tengingar þrátt fyrir að mikið sé verið að skoða þær. Þeir sem þjást af skorti finna það ekki endilega, það er helst að það uppgötvist við mælingu í blóðprufu eða ef beinþéttni er einhverra hluta óeðlileg

Hvað er til ráða til að sporna gegn honum?
Almennt er ráðlagt að taka D-vítamín daglega sem bætiefni þar sem fáar tegundir fæðu innihalda nægjanlegt magn til að viðhalda þörf líkamans.

Hvað er æskilegt að maður taki mikið magn á dag yfir dimmustu mánuðina?
Inntakan er háð aldri en almennt er ráðlagt í dag að nota 400-800 IU daglega, sumir mæla þó með enn hærri skömmtum og hefur verið sýnt fram á að svokallað „tolerable upper“ intake eða hámarks skammtar geta verið allt að 4000 IU. Þessi mál eru í reglubundinni skoðun og í sumum tilvikum er verið að gefa stærri skammta en það er þá frekar í tilraunaskyni en byggt á staðreyndri þekkingu sem stendur, slíkt gæti þó breyst.

Úr hvaða matvælum getum við fengið D-vítamín (öðrum en laxi - við þekkjum hann)?
Þær matartegundir sem einna helst innihalda D-vítamín eru þær sem eru með því sem viðbót sbr. mjólk og mjólkurvörur, morgunkorn, eggjarauður, lifur og lýsi en eins og sagði áður þá er D-vítamín af skornum skammti í almennri fæðu.

Eru einhverjar óæskilegar aukaverkanir af töku D-vítamíns?
A-, D-, E- og K-vítamín eru svokölluð fituleysanleg vítamín sem geta safnast upp og haft neikvæð áhrif á líkamann. Neikvæð áhrif D-vítamíns eru fyrst og fremst aukið kalsíum í líkamanum sem hefur áhrif á matarlyst, ýtir undir uppköst, slappleika, aukin þvaglát og nýrnavandamál, en slíkt er frekar óalgengt og þarf að taka umtalsvert magn af D-vítamíni til að fá aukaverkanir. Þess vegna er enn verið að ræða það hverjir ráðlagðir dagskammtar ættu að vera til að ná hámarksáhrifum vítamínsins án þess að fá aukaverkanir af inntöku

Svo það er „allra meina bót“?
Mjög margir hafa komið fram með þær kenningar að það eigi að auka neysluna enn frekar en gert er, sérstaklega á norðuslóðum þar sem er minna sólarálag sem er einn meginþátturinn í framleiðslu vítamínsins fyrir líkamann. Svo virðist sem D-vítamín hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið sem aftur getur haft veruleg áhrif á mörg vandamál sem tengjast bólgum, sýkingum og ónæmissjúkdómum, en það liggja ekki fyrir enn nákvæmar leiðbeiningar. Þangað til er rétt að taka ekki of mikið inn af D-vítamíni, en líklega eru ráðlagðar skammtastærðir í dag of litlar.

Lax er auðugur af D-vítamíni. Einnig má fá það í …
Lax er auðugur af D-vítamíni. Einnig má fá það í töfluformi. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál