Fáránlega góð ráð við sólbruna

Sólin getur verið varasöm
Sólin getur verið varasöm mbl.is/AFP

Það eru líklegast ekki margir íbúar höfuðborgarsvæðisins sólbrunnir en samt sem áður getur verið gott að leggja þessi ráð við sólbruna á minnið.

Þessi ráð eru ódýr og einföld í framkvæmd en öll hráefnin eiga heima í eldhúsinu.

Jógúrt: Berðu kalda jógúrt á sólbruna og láttu liggja á húðinni í nokkrar mínútur. Þetta kælir og græðir. Skolaður svo jógúrtina af í kaldri sturtu og þerraðu húðina með mjúku handklæði.

Tepokar: Ef þú brennur á augnsvæðinu er gott að setja tepoka í kalt vatn og leggja þá svo á augun. Þetta kælir og dregur úr bólgu. Te inniheldur tannínsýru sem dregur úr sársauka vegna sólbruna.

Hafragrautur: Vefðu haframjöl í grisju og leggðu ofan í skál af vatni og láttu liggja. Eftir nokkrar mínútur máttu henda haframjölinu en notaðu haframjöls-vatnið á húðina.

Fitusnauð mjólk: Blandaðu hálfum bolla af mjólk saman við fjóra bolla af vatni og bættu klökum út í. Bleyttu þvottapoka upp úr blöndunni og leggðu á húðina. Mjólkin gefur raka og græðir.

Maíssterkja: Blandaðu vatni og maíssterkju saman svo úr verði klístrað „krem“, berðu á sólbrunna húð.

Kál: Sjóddu kál í vatni og síaðu svo vatnið frá og láttu kólna í ísskáp. Dýfðu bómullarhnoðra eða þvottapoka í vatnið og strjúktu bómullarhnoðranum/þvottapokanum laust yfir húðina.

Sólbrunnin húð og sápa eiga ekki vel saman en sápan ertir viðkvæma húð. Ef þér finnst sápa ómissandi skaltu nota milda og ilmefnalausa sápu og skola hana vel af húðinni.

Mælt er með að skella sér í kalt bað þegar húðin er aum og rauð eftir sólina en þá getur verið sniðugt að blanda ediki, eða matarsóda út í vatnið.

Edik: Blandaðu einum bolla af hvítu ediki út í baðvatnið. Það græðir og sefar auma húð.

Matarsódi: Stráðu matarsóda í kalt baðvatn og liggðu í baðinu í nokkrar mínútur. Í staðinn fyrir að þurrka baðvatnið af líkamanum skaltu leyfa því að þorna á húðinni. Þetta slær á sársaukann.

Fitusnauð mjólk getur sefað sólbrennda húð
Fitusnauð mjólk getur sefað sólbrennda húð mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál