Magnaðir orkubitar

Solla Eiríksdóttir útbýr dúndurgóða orkubita.
Solla Eiríksdóttir útbýr dúndurgóða orkubita.

Solla Eiríksdóttir kennir lesendum að útbúa girnilega orkubita sem eru tilvaldir sem millimál og svo má ekki gleyma því að þeir eru dúndurgóðir í ferðalagið.

½ dl hlynsýróp eða hunang
½ dl hnetusmjör
¼ dl kókosolía
1 dl graskerjafræ
½ dl kakóduft
½ dl hampfræ
½ dl kókosmjöl
¼ dl kakónibbur (má sleppa)
smá salt

Aðferð:

Hrærið saman hlynsýrópi, hnetusmjör og kókosolíu. Bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel saman. Setjið í ferkantað form, skerið rákir í og setjið inn í frysti. Geymist í allt að tvo mánuði í frysti.

mbl.is