9 leiðir til að koma í veg fyrir flensu

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir.
Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir.

Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir segir að það skipti miklu máli að hlúa vel að börnunum á þessum árstíma til að koma í veg fyrir að þau verði veik og til að stytta veikindatímann ef þau næla sér í flensu. 

„Flensan er farin að láta á sér bera með tilheyrandi einkennum og geta börn oft orðið mjög lasin vegna þessa en þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir háum hita. Ég tók saman nokkur náttúrleg ráð fyrir okkur foreldra sem geta hjálpað börnum að verjast flensupestum og eins þegar einkenni gera fyrst vart við sig. Við getum reynt að stytta tímann sem þau eru lasin með því að styðja ónæmiskerfið í að vinna á sýkingum. 

• Þvo reglulega litlu hendurnar! Það eru örverur allt í kringum okkur og þau eru oft ekki dugleg við þetta sjálf að muna eftir þessu.

• Vatn vatn vatn! Afar mikilvægt að þau fái nægilegan vökva og þá sérstaklega á meðan þau eru lasin.

• Passa upp á svefninn en góður svefn gerir ónæmiskerfinu kleift að eflast enn frekar.

• Klæðum börnin vel en miklar sveiflur í hitastigi geta truflað ónæmiskerfið og gert það móttækilegra fyrir sýkingum.

• D-vítamín er styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og er gott að taka sem viðbót við fæðuna. D-vítamín er eitt af mikilvægari bætiefnum sem við getum notað fyrir börnin okkar yfir flensutímabilið.

• Acidophilus meltingagerlar eru í góða liðinu! Góð þarmaflóra í meltingarvegi hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið og getur aukið mótstöðu barna gegn sýkingum. Fæst í duftformi eða hylkjum fyrir börn og varðandi skammtastærðir þá er gott að miða við að börn undir 1 árs aldri fái 5 billion gerla á dag, börn 1-5 ára 10 billion gerla á dag, og þau sem eru eldri en 5 ára 15-20 billion gerla á dag.

• Lýsi og barnafjölvítamín/steinefnablanda gefur okkur nauðsynlegar fitusýrur og næringarefni fyrir starfssemi ónæmiskerfisins.

• Jurtablöndur fyrir ónæmiskerfið og öndunarfærin koma að góðu gagni en grasalæknar útbúa slíkar blöndur bæði fyrir yngri og eldri börn sem efla ónæmiskerfið og geta dregið úr einkennum kvef-og flensusýkinga. Ýmis nátturefni eins og t.d. manuka hunang, ólífulauf, hvönn, blóðberg, eucalyptus olía, hvítlaukur, piparmynta, kanill, engifer, o.fl kvefjurtir geta dregið verulega úr einkennum. Þarna getur verið gott að ráðfæra sig við grasalækni:)

• Ef hitinn fer yfir 38,5 °C í 3 daga ber að hafa samband við lækni og einnig ef óeðlileg einkenni gera vart við sig.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál