Sofðu nakin og bættu kynlífið

Snerting húðar við húð gerir það að verkum að við …
Snerting húðar við húð gerir það að verkum að við leysum oxýtósín hormón úr læðingi sem er talið efla kynferðislega örvun og tilfinningabönd. Það dregur einnig úr streitu, eykur traust, hægir hjartsláttinn og eykur almenna kynorku. Með því að nudda þér upp við annan einstakling, sem er einnig nakinn, myndast gott flæði af þessu nytsamlega hormóni.

Það bætir ástarlífið og heilsuna að sofa nakinn. En það gerir fleira því sjálfstraust fólks eykst við það að sofa án fata. 

Á vefmiðlinum Elite Daily segir að með því að sofa allsber geti fólk aukið sæluhormónin í heilanum, styrkt tilfinningaböndin og aukið langanir þíns og maka þíns auk þess sem þið getið verið innilegri. 

Snerting húðar við húð gerir það að verkum að við leysum oxýtósín hormón úr læðingi sem er talið efla kynferðislega örvun og tilfinningabönd. Það dregur einnig úr streitu, eykur traust, hægir hjartsláttinn og eykur almenna kynorku. Með því að nudda þér upp við annan einstakling, sem er einnig nakinn, myndast gott flæði af þessu nytsamlega hormóni.

Tilfinningaböndin verða sterkari á milli fólks sem sefur nakið. Ef þú styrkir tilfinningaböndin verður kynlífið betra af því að okkur líður betur ef við sofum hjá einhverjum sem við treystum og tengjumst.

Löngunin til þess að njóta ásta með maka þínum ágerist þar sem að þú ert nánari maka þínum.

Það er erótískara að sofa nakinn og maki þinn mun ekki geta slegið hendinni á móti ástarleikjum.

Ef þú nýtur ásta í 30 mínútur til klukkutíma á hverjum degi þá líður þér betur með lífið. Það er bara þannig.

Þú þarft samt ekki endilega að eiga maka til þess að geta liðið vel allsber er þú sefur. Rannsóknir hafa sýnt að með því að sofa allsber slakar þú betur á er þú sefur og þar af leiðandi ertu orkumeiri daginn eftir. Einnig eykur það sjálfstraustið að sofa allsber.

Allsber og í góðu stuði.
Allsber og í góðu stuði. mbl.is/AFP
Þessi sofa mjög líklega allsber og eru greinilega í góðu …
Þessi sofa mjög líklega allsber og eru greinilega í góðu stuði. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál