9 trylltar ástæður til að hætta að borða kjöt

Grænmetisætur eru ólíklegri til að greinast með sykursýki.
Grænmetisætur eru ólíklegri til að greinast með sykursýki. mbl.is/AFP

Að gerast grænmetisæta er ekki einungis jákvætt fyrir umhverfið, heldur ertu að gera góða hluti fyrir líkama þinn, með því að boða minna af kjöti.

Á vefsíðunni Health má finna 9 leiðir sem þú getur farið eftir, langi þig að gerast grænmetisæta.

1. Starfsemi hjartans gæti batnað. Ef þú ert að innbirgða mettaða fitu – sem er aðallega í kjöti og mjólk ertu að auka kólesterólmagnið í blóðinu, og hátt kólesteról getur aukið líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma.

2. Þú gætir lækkað blóðþrýstinginn. Grænmetisætur og jurtaætur eru ekki með jafn mikinn háþrýsting og þeir sem borða kjöt.

3. Þú minnkar hættuna á því að fá sykursýki. Einstaklingar sem eru grænmetisætur eru ólíklegri til að greinast með sykursýki en aðrir.

4. Þú gætir minnkað líkurnar á því að greinast með krabbamein. Rannsakendur í Linda háskólanum hófu rannsókn árið 2002 sem gekk í tíu ár. Næstum 70 þúsund Sjöundadags Aðventistar tóku þátt í rannsókninni, en þeir sem aðhyllast þeirri trú borða ekki kjöt. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddi í ljós að grænmetisæturnar voru ólíklegri til að fá allar tegundir krabbameins.

5. Þér líður betur í þröngum buxum. Þarmarnir virka betur og það er ólíklegra að þú fáir harðlífi. Þér líður eins og þú sért léttari, ert með meiri orku og finnst þú jafnvel kynþokkafyllri ef þú borðar bara grænmeti.

6. Húðin á þér mun glóa. Það er mjög gott fyrir húðina að borða mikið grænmeti. Með því að borða ferska ávexti og grænmeti ertu einnig að draga úr hrukkumyndun.

7. Líkamslyktin þín gæti orðið betri. Með því að borða aðeins grænmeti og ávexti gæti lyktin af þér orðið betri.  Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar fannst konum lyktin af karlmönnum sem voru grænmetisætur betri og meira aðlaðandi.

8. Þú gætir verið hamingjusamari. Með því að borða meira af grænmeti og ávöxtum verður þú ánægðari. Í rannsókn þar sem matarvenjur 80 þúsund Breta voru rannsakaðar kom í ljós að með því að bæta grænmeti og ávöxtum við það sem einstaklingarnir venjulega borðuðu urðu þeir glaðari.

9. Þú gætir fundið fyrir aukinni orku. Með því að borða spínat, kál, baunir og aðrar næringarríkar afurðir ertu líklegri til að finna fyrir meiri orku.

Langar þig að gerast grænmetisæta?
Langar þig að gerast grænmetisæta? mbl.is/AFP
Framandi ávextir.
Framandi ávextir. mbl.is/Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda