Upprunalega bókin um 5:2 mataræðið komin út

5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.
5:2 mataræðið hefur farið sigurför um heiminn.

Bók Dr. Michael Mosley, 5:2 mataræðið - einföld leið til að léttast og öðlast heilbrigðara líf, er komin út á íslensku. Bókina skrifaði hann ásamt Mimi Spencer. Hér fyrir neðan er fyrsti kaflinn úr bókinni:

Nokkra síðustu áratugi hafa komið upp tískudellur í mataræði en læknisfræðileg ráð um heilbrigðan lífsstíl hafa verið nokkurn veginn þau sömu: Borða fitusnauðan mat, taka betur á í ræktinni eða skokkinu … og aldrei nokkurn tíma sleppa máltíð. Á sama tíma hefur offituvandinn í heiminum rokið upp úr öllu valdi.

Er þá til einhver önnur nálgun sem sannanlega er árangursrík? Nálgun sem byggist á vísindum en ekki skoðunum. Ja, það höldum við: Lotubundin fasta. Þegar við lásum fyrst um meinta kosti lotubundinnar föstu vorum við efins eins og svo margir aðrir. Fasta virtist
harkaleg, erfið – og við vissum bæði að megrunarkúrar eru yfirleitt dæmdir til að mistakast.
En nú, þegar við höfum rannsakað málið ofan í kjölinn, erum við sannfærð um einstaka möguleika föstunnar. Eins og einn af sérfróðu læknunum sem við töluðum við þegar við skrifuðum þessa bók sagði: „Ekkert annað sem þú getur gert líkamanum er eins öflugt og fasta.“

Fasta er ekki ný af nálinni. Eins og við sjáum í næsta kafla er líkaminn gerður til þess að fasta. Við þróuðumst á tímum þegar fæða var af skornum skammti, við erum afkvæmi
árþúsunda saðningar eða sveltis. Ástæða þess að mannslíkaminn bregst svo vel við lotubundinni föstu kann vel að vera sú að hún endurspeglar mun betur en þrjár máltíðir á dag þær aðstæður sem mótuðu nútímamanninn.

Fasta er auðvitað trúarlegur siður hjá mörgum. Langafasta kristinna manna, friðþægingardagur gyðinga og föstumánuður múslíma eru aðeins fáein vel þekkt dæmi. Meðlimir í grísku rétttrúnaðarkirkjunni eru hvattir til að fasta í 180 daga á ári hverju (heilagur Nikulás frá Zicha segir:

„Ofát gerir manninn daufan og deigan en fasta gerir hann kátan og kjarkaðan“) og búddamunkar fasta á nýju tungli og fullu tungli hvers tunglmánaðar. Miklu fleiri virðast þó vera síborðandi. Við finnum sjaldnast til hungurs. En við erum óánægð. Með þyngdina, líkamann, heilsuna. Lotubundin fasta getur komið okkur aftur í snertingu við okkur sjálf. Hún er ekki aðeins leið til að léttast heldur einnig til góðrar heilsu og vellíðanar til lengdar. Vísindamenn eru rétt að byrja að uppgötva og gera sér grein fyrir hversu öflug aðferð hún getur verið. Þessi bók er afsprengi þessara nútímalegu rannsókna og áhrifa þeirra á það hvernig við hugsum um þyngdartap, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og langlífi. En hún er líka niðurstaða okkar eigin reynslu. Hvort tveggja skiptir máli hér – rannsóknirnar og lífsstíllinn – og þess vegna rannsökum við lotubundna föstu frá tveimur sjónarhornum sem bæta hvort annað upp. Í fyrsta lagi útskýrir Michael vísindalegan grundvöll lotubundinnar föstu, en sjálfur notaði hann líkama sinn og læknisfræðilega þekkingu til að prófa hana sumarið 2012 þegar hann vakti athygli heimsbyggðarinnar á 5:2-mataræðinu.

Í öðru lagi setur Mimi fram hagnýtan leiðarvísi um það hvernig á að fasta á öruggan, árangursríkan og hagkvæman hátt sem fellur auðveldlega að hefðbundnu, daglegu lífi. Hún fer í saumana á því hvernig líðan fylgir því að fasta, hverju má búast við frá degi til dags, hvað á að borða og hvenær, og gefur ráð og setur fram áætlanir um hvernig einföld grundvallaratriði mataræðisins geta komið að sem bestu gagni. Eins og sjá má hér á eftir hefur lotufastan breytt lífi okkar beggja. Við vonum að hún geri það sama fyrir þig.

Hvöt Michaels: Frá sjónarhorni karlmanns

Ég er 55 ára karlmaður og áður en ég hóf könnun á lotubundinni föstu var ég eilítið of þungur: 180 sentimetrar á hæð og 85 kíló, með líkamsþyngdarstuðul 26, féll ég í ofþyngdar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Umdeildustu kjólarnir á SAG

Í gær, 23:59 Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

Í gær, 21:00 Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

Í gær, 18:00 Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

Í gær, 15:00 Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

Í gær, 12:00 Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

Í gær, 09:00 Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

í fyrradag „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

Í gær, 06:00 Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

í fyrradag Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

í fyrradag Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Að finna bestu leiðina

í fyrradag Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

í fyrradag Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

í fyrradag Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

20.1. Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

20.1. Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

20.1. Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

í fyrradag Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

20.1. Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

20.1. Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Eyþór Arnalds með kosningapartí

20.1. Kátínan og gleðin var allsráðandi þegar Eyþór Arnalds opnaði kosningamiðstöð í huggulegum húsakynnum við Laugaveg 3. Eyþór sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í leiðtogaprófkjöri sem haldið verður 27. janúar. Meira »