Sár í munnvikunum - hvað er til ráða?

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í sár í munnvikunum. 

Sæl Inga.

Síðastliðið hálft ár hef ég verið með sár í báðum munnvikum, misslæm reyndar en þau rifna alltaf upp aftur og aftur.  Ég er búin að fara í blóðprufu og allt kom vel út þar. Ég er 55 ára, lítillega yfir kjörþyngd, hárið þykkt, neglur harðar og húð í mjög góðu ástandi. Hvað er til ráða?

 

Sæl vertu og takk fyrir spurninguna.

Það er ýmislegt sem getur valdið þessu, stundum er um að ræða skort á ákveðnum B-vítamínum og jafnvel járni. Blóðprufa hefði átt að skera úr um það, en þó getur verið ástæða til að taka kúr af góðu B-vítamíni. Það er vatnsleysanlegt og ekki hætta á ofskömmtun. Það getur líka verið að þig vanti góða fitu í kroppinn og þá jafnvel omega 3. Tekur þú slíka inn? Flestir geta bætt þar úr og um að gera að ná sér í góða olíu sem er rík af þeirri lífsnauðsynlegu fitusýru.  Mér dettur í hug hörfræ, hemp eða laxaolía. Zink er einnig efni sem getur hjálpað, það hefur góð áhrif á húð og slímhúð og getur hjálpað til við allan gróanda.

Svo er spurning hvort geti verið að þú sért að nota eitthvað á varirnar sem ýtir undir þetta? Kannski einhvern varasalva, gloss eða slíkt?

Þá er um að gera að skipta öllu slíku út og kaupa sér eitthvað lífrænt og án aukaefna, sem geta jafnvel valdið svona einkennum. Það er margt í boði og um að gera að kíkja í heilsubúð og kanna úrvalið.

Bestu kveðjur og gangi þér vel!

Inga næringarþerapisti

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Ingu spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál