Þrjár fullnægingar á viku lengja líf þitt

Þrjár fullnægingar á viku lengja líf þitt.
Þrjár fullnægingar á viku lengja líf þitt. Shutterstock / Yuri Arcurs

„Ég varð alveg jafn undrandi á svipinn og konurnar í salnum hjá henni Oprah, þegar Andrea Pennington læknir sagði henni að hún mælti með þremur fullnægingum á viku við alla sjúklingana sína. Þetta var í innskoti úr gömlum þætti og því fékk ég ekki að vita hvers vegna Andrea gefur svona ráð, svo ég gúglaði að sjálfsögðu málið og niðurstaðan er einföld,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. 

„Michael Roizen, sem er yfirmaður Wellness Institute við Cleveland-læknamiðstöðina, hefur stundað rannsóknir á þessu og segir að karlmenn (kemur ekki fram hvort þetta á við um konur líka) lifi allt að fjórum árum lengur, ef þeir fá fullnægingu 350 sinnum á ári, en þeir karlmenn sem fá einungis einn fjórða af þessum fullnægingum (landsmeðaltal í Bandaríkjunum). Auk þess að bæta við sig þessum fjórum árum í lengri lífaldri, líður þessum mönnum eins og þeir séu allt að átta árum yngri en aldurinn segir til um.“

Er þá hægt að nefna einhvern ákjósanlegan fjölda fullnæginga fyrir karlmenn?

„Roizen heldur því grínlaust fram að 700 fullnægingar á ári gætu lengt líf karlmanna um allt að átta ár. Segja má að það sé frekar metnaðarfull ráðlegging, í ljósi þess fullorðnir karlmenn í Bandaríkjunum stunda að meðaltali kynlíf einungis 81 sinni á ári. Kynlífsfíklar gætu þó orðið ánægðir með þessar tölur Roizens.

Andrea Pennington læknir er einn af fyrirlesurunum á Small Business Branding Day, sem haldinn verður í Bláa lóninu 6. september. Sjá nánar HÉR.“

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál