Gerard Butler fékk sér hveitigras á Lifandi markaði

Gerard Butler er hér ásamt Tönju Rós sem starfar í …
Gerard Butler er hér ásamt Tönju Rós sem starfar í Lifandi markaði.

Skoski leikarinn Gerard Butler kom rétt í þessu á Lifandi markað þar sem hann fékk sér hveitigrasskot. Hveitigras er eitt af því hollara sem hægt er að fá sér en það inniheldur mikið af blaðgrænu. Blaðgræna eykur súrefnið í blóðinu sem gerir það að verkum að við verðum minna veik og krabbameinsfrumur ráðast síður á líkamann. Í hveitigrasi er líka mikið af lifandi ensímum, amínósýrur, A- og C-vítamín, kalk, járn, magnesíum, kalíum, fosfór, natríum, sulfur, sink og prótein. Eina leiðin til að ná næringunni úr hveitigrasinu er að pressa það.

Butler er greinilega með þetta allt á hreinu en hann er að njóta lífsins á Íslandi og var nýkominn úr flugferð yfir gosstöðvarnar þegar hann mætti í Lifandi markað. Fréttir bárust af því að kappinn hefði skemmt sér konunglega á Kaffibarnum um helgina. Hann er þó ekki að reyna að ná úr sér þynnkunni með hveitigrasinu því hann hætti að drekka áfengi árið 2012 og hefur talað opinskátt um það.

„Það er eitt­hvað við Ísland - harðneskja. Það er eitt­hvað afar frum­stætt í um­hverf­inu, eitt­hvað óút­skýr­an­legt sem hef­ur áhrif á mig þegar ég stend þar. Maður fer yfir jökla eða stend­ur á svartri sand­ströndu. Maður stend­ur á tindi eld­fjalls og það legg­ur gufu upp úr jörðinni í kring­um mann. Þarna eru hver­ir; maður sér þetta hvergi ann­ars staðar. Og fólkið er mjög and­lega sinnað,“ sagði Butler árið 2010.

Kappinn vakti kátínu í Manni lifandi. Hér er hann með …
Kappinn vakti kátínu í Manni lifandi. Hér er hann með L. Morinu sem starfar á veitingastaðnum.
mbl.is