Töflur sem láta prump ilma eins og jólin

Nýjar töflur á markaðnum láta prump ilma vel.
Nýjar töflur á markaðnum láta prump ilma vel. AFP

Það er ekki beint dömulegt að leysa vind, hvað þá illa lyktandi vind, á mannamótum. Það vitum við. En frakkinn Christian Poincheval gæti komið þeim sem þjást gjarnan af vindgangi til hjálpar. Hann hefur nefnilega hannað pillu sem lætur prump ilma vel.

Töflurnar fást í nokkrum mismundandi tegundum, ein tegundin lætur prump ilma eins og rósir, önnur eins og fjólur og nýjasta tegundin...ilmar sem jólin.

Poincheval segir upprunalegt hlutverk töflunnar ekki hafa verið að láta vindgang ilma vel heldur hafi tölfurnar bara átt að ýta undir góða meltingu. Ilmurinn var bónus sem hefur slegið í gegn.

Töflurnar eru 100% náttúrulegar, þær eru búnar til úr m.a. bláberjum, koli, fenniku og þara. Á heimasíðu Poincheval má finna nánari upplýsingar um töflurnar sem kosta um 1.500 krónur.

Jólin ilma dásamlega.
Jólin ilma dásamlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál