5 ástæður til að gera hnébeygjur á hverjum degi

Hnébeygjur eru allra meina bót.
Hnébeygjur eru allra meina bót.

Heimaleikfimi er sannarlega heilsubót og það besta við hana er að þú þarft ekkert annað en sjálfa/n þig og nokkrar góðar æfingar. 

Með því að gera til dæmis hnébeygjur, armbeygjur og kviðæfingar á hverjum degi er hægt að halda sér í fínasta formi og það án þess að leggja út krónu. 

Hnébeygjur eru mjög góð æfing fyrir líkamann en hreyfingin skilar sér með fjölbreyttum hætti til heilsunnar. Hlauparar ættu sérstaklega að íhuga að taka nokkrar hnébeygjur á hverjum morgni fram að næsta maraþoni því æfingin styrkir lær og rassvöðva sem skilar sér í hraðari spretti. 

1. Aukinn kraftur og styrkur

Eins og fyrr segir. Hnébeygjur auka á styrk og kraft í rassvöðvum, aftanverðum lærvöðvum og vöðvum framan á lærum. Hreyfingin teygir jafnframt á mjaðmavöðvunum sem kemur sér vel í marga staði. Ef þú heldur á einhverju þungu meðan þú gerir hnébeygjurnar þá eykurðu líka á brennslu. 

2. Tónaðu bæði læri og rass

Hnébeygjurnar styrkja vöðvana kringum hnén, aftanverða lærvöðva og rassvöðva. Þetta er mjög einföld leið til að auka á vöðvamassa og mýkja halda liðum í æfingu. 

3. Aukinn sveigjanleiki í mjöðmum og ökklum

Með því að gera hnébeygjur daglega ertu að auka á liðleika í mjöðmum og ökklum, sem stuðlar svo aftur að því að bakið og hnén haldast góð. Þetta er örugg leið til að auka á liðleikann án þess að það komi illa niður á liðamótum. Gættu þess bara að hafa mjóbakið inn meðan þú gerir hnébeygjurnar. 

4. Styrkur í miðjuna og kviðinn

Hnébeygjur með auka þyngd kalla á styrk frá kviðnum sem gerir það að verkum að hann styrkist og verður sléttari. Öll hreyfingin, frá upphafi til enda, gerir þá kröfu að kviðurinn sé spenntur. Með sterkan kvið er líka mikið minni hætta á að fólk fái bakverki og líkamsstaðan verður öll fallegri. 

5. Betri líkamsstaða

Hvort sem þú gerir hnébeygjurnar með eða án auka þyngdar þá ertu að styrkja bæði efra og neðra bak í leiðinni en eins og fyrr segir kallar æfingin eftir styrk frá fleiri vöðvum en lærum og rassi. Með tímanum bætir þetta líkamsstöðu þína og gerir að verkum að þú berð líkama þinn með fallegri hætti. Bein staða og beint bak þykir fallegra en að vera hokinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál