Verðbréfamiðlari snéri við blaðinu

Sólveig Þórarinsdóttir.
Sólveig Þórarinsdóttir.

Sólveig Þórarinsdóttir starfaði um árabil við verðbréfamiðlun en sneri við blaðinu, aflaði sér kennsluréttinda í jóga í Asíu og opnar brátt jóga- og heilsusetrið Sólir þar sem höfuðáhersla verður lögð á jógakennslu í heitum sal, ásamt hugrækt og hollri næringu.

Sólveig Þórarinsdóttir, viðskiptafræðingur og jógakennari, hefur frá áramótum unnið að því hörðum höndum að umbreyta gömlu fiskvinnsluhúsnæði vestur á Granda í jóga- og heilsusetrið Sólir, sem opnað verður með pompi og prakt í næsta mánuði. Sólveig starfaði á verðbréfamarkaði og síðar fyrir skilanefnd Landsbanka Íslands í ríflega 10 ár, en ákvað fyrir tveimur árum um að venda kvæði sínu í kross.

„Ég tók meðvitaða ákvörðun um að stimpla mig út tímabundið, eftir miklar annir í starfi og námi og hafa á sama tíma eignast þrjú börn á fimm árum,“ segir Sólveig. „Ég féll svo óvænt fyrir heitu jóga, aflaði mér kennararéttinda í Asíu og byrjaði að kenna hér heima. Þannig leiddist ég út á þessa braut. Ég gaf út bókina Jóga fyrir alla síðasta haust og hún fékk frábærar viðtökur. Síðastliðið ár hef ég svo unnið markvisst að því að opna þessa jógastöð, Sólir, sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ég er ákaflega stolt af.“

Dýrmæt reynsla

Sólveig ber það með sér að hún hugsar vel um heilsuna, stundar líkamsrækt og borðar hollan og næringarríkan mat, en aðspurð segir hún að þannig hafi það því miður ekki alltaf verið.

„Þrátt fyrir að hafa alltaf stundað íþróttir af kappi var mér meira umhugað um útlitið þegar ég var yngri. Í kringum tvítugsaldurinn lifði ég bæði hátt og hratt; ég borðaði reglulega skyndibita, svaf þegar ég mátti vera að og stundaði skemmtanalífið við öll tækifæri. Ég vissi vel innst inni að ég væri að taka út af reikningi sem væri ekki takmarkalaus innistæða á. Ég hundsaði ýmis merki um að ég væri ekki á góðri leið og taldi sjálfri mér trú um að ég væri á grænni grein þar sem ég var í kjörþyngd.“

Hún er þakklát fyrir að skynsemin tók yfirhöndina, hún hafi með árunum tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl og loks valið að segja skilið við fjármálaheiminn og snúa sér alfarið að jóga. „Ég get fullyrt að þetta var rétt ákvörðun, enda lít ég svo á að maður geri ekki mistök; núna er ég summan af öllu því sem ég hef reynt og farið í gegnum um ævina.

„Ég sakna einskis og finn sterkt í hverri frumu að ég er á réttri leið með mitt líf og verkefnin sem ég hef valið mér. Auk þess sem ég bý að reynslunni og þekkingunni úr fjármálageiranum, sem er afar dýrmæt og nýtist mér vel þegar kemur að rekstrarhliðinni á Sólum. Nú hef ég fengið tækifæri til þess að sameina ástríðu mína fyrir jóga og menntun mína og bakgrunn úr viðskiptum og er mjög þakklát fyrir það.“

 

Heilandi jóga

Sólveig er með kennsluréttindi frá Absolute Yoga Academy, með áherslu á bæði Hatha- og Ashtanga-jóga. „Absolute Yoga nýtur mikilla og vaxandi vinsælda á heimsvísu, en það er ein þekktasta tegundin af heitu jóga sem kennt er í sal þar sem hitinn er 38 gráður og 40% raki. Í seríunni eru 50 stöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu, þær henta sérstaklega vel fyrir byrjendur en jafnframt er auðvelt að útfæra stöðurnar á krefjandi máta. Serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun. Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun, með virkri öndun allan tímann. Ávinningurinn eykst svo í hitanum, en hann gerir iðkendum kleift að komast dýpra inn í stöðurnar, hreinsa líkamann og róa hugann.“

Hún er spurð nánar út í síauknar vinsældir hot yoga, bæði hérlendis og erlendis, allra síðustu ár. „Einfalda skýringin eða stutta svarið er: Heitt jóga er ávanabindandi. Það er rétt að það hefur aldrei verið meiri ásókn í heitt jóga en nú, það er orðið vinsælasta jógategund sem kennd er á Vesturlöndum. Í heilsurækt, eins og mörgu öðru, eru alltaf tískusveiflur en mér finnst erfitt að setja tískubólustimpil á eitt elsta mannræktarkerfi veraldar; fyrstu merki um jógaástundun má finna í heimildum frá Austurlöndum frá því 2800 árum fyrir Krist. Hitinn í jógasalnum er í sjálfu sér ekki mikil nýjung, nema fyrir okkur Vesturlandabúa. Mögulega sökum þess að við erum seinþroska sálir, við fengum ekki almennilega veður af þessari iðkun fyrr en upp úr miðri síðustu öld.“

Heilsuhofið Sólir

Jógasetrið Sólir var opnað í 400fm húsnæði að Fiskislóð á Granda í síðustu viku og skipar sér sérstöðu með heitu jóga, þar sem stór hluti tímanna verður kenndur í heitum sölum. „Mér reiknast til að á höfuðborgarsvæðinu séu að minnsta kosti þrjú til fjögur þúsund manns sem stunda jóga vikulega og þessi hópur fer ört stækkandi. Ég skynja gríðarlega eftirspurn eftir vettvangi, eða „home away from home“, sem er ekki hefðbundin líkamsræktarstöð heldur nokkurs konar heilsuhof, og þannig verða Sólir. Þar verður hægt að sækja allt á einum stað í tengslum við bætta heilsu; jóga, hugleiðslu, námskeið, söluvarning, félagsskap og heilnæmar veitingar en meðal samstarfsaðila okkar eru systurnar í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi, sem bjóða upp á dásamlega, holla næringu og eru uppfullar af fróðleik um mat og heilsu.

Í Sólum verða tveir sérútbúnir heitir salir og boðið upp á fjölbreytta tímatöflu með rúmlega 30 jógatímum á viku, þar sem leitast verður við að mæta þörfum allra. Ég hef lengi haldið því fram að jóga sé fyrir alla, galdurinn felist í því að finna hvað hentar hverjum og einum. Flestir sem byrja að stunda jóga átta sig fljótt á því að heilsudansinn er langhlaup og finna að þar hafa þeir verkfæri sem skilar þeim raunverulegum ávinningi til langs tíma. Að öðrum greinum ólöstuðum er mikið um skyndilausnir í heilsurækt, úreldar og í besta falli slítandi og þreytandi. Í jóga er ofuráhersla lögð á andlega og líkamlega uppbyggingu, óháð ástandi hvers og eins, og auðmýkt fyrir ferlinu.“

Talið berst að hugleiðslu og gildi hennar.

„Þegar fólk verður fyrir einhvers konar áfalli leiðir það oft af sér að það leitar meira inn á við. Ef við tökum Ísland sem dæmi og afleiðingar efnahagshrunsins þá varð það til þess að fjölmargir endurskoðuðu sinn lífsstíl og tilveru almennt. Við tökum út mestan þroska þegar við förum í gegnum krefjandi tímabil og áttum okkur betur á að lífið er raunverulega hverfult, það er ekki bara frasi. Hraðinn í samfélaginu er meiri en nokkru sinni áður og það hefur lítið upp á sig að streitast á móti, við verðum að nýta þau tól sem við höfum til þess að þrífast í öllu áreitinu. Annars gefur sig eitthvað á endanum, mögulega heilsan sem er svo dýrmæt. Hugleiðsla hvers konar, þó ekki sé nema í 10 mínútur á dag, getur gert gæfumuninn. Fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref má benda á að Tolli Morthens er mörgum kunnur fyrir þekkingu sína á núvitund og hugleiðslu og mun miðla áfram til okkar sem viljum stilla okkur betur inn á stað og stund, ýmist í gegnum leidda hugleiðslutíma eða námskeið hjá Sólum.“

Neikvæð skilaboð

Spurð út í samspilið milli líkamsræktar og hollrar og góðar næringar segist Sólveig sjálf fyrst og fremst borða ferska, hreina og heilnæma fæðu, sem sé laus við öll eiturefni og hafi ekki verið unnin, s.s. heilkorn, ferska ávexti og grænmeti, pressaða safa, olíur, hnetur og fræ. „Ég nota mjög mikið af kókosmjólk og möndlumjólk en ég nota líka ákveðnar mjólkurafurðir eins og smjör og rjóma. Ég finn hvað gerir mér gott og hlusta á líkamann, hann er mjög fljótur að senda mér neikvæð skilaboð þegar ég skauta af beinu brautinni og ég geri lítið af því að „tríta“ mig með fæðu sem lætur mér líða illa.

Áður var ég mikið í boðum og bönnum, en eftir að ég fór að stunda jóga að staðaldri leitar bæði hugur og líkami í léttara og hreinna fæði, auk þess sem ég drekk nú mun meira vatn en áður. Það er ágætis viðmiðun að borða ekki síðustu tvær klukkustundirnar fyrir jógaæfingu, svo hægt sé að nýta orkuna í æfinguna en ekki í meltingu. Ég borða því reglulega til að styðja við hringrásarferli líkamans en einnig finnst mér gott að fasta inn á milli og gefa þannig meltingarfærunum hvíld og tækifæri til þess að gera við og hreinsa sig.“

mbl.is

Marmari og stuð í Hafnarfirði

Í gær, 18:50 Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

Í gær, 15:50 Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

Í gær, 12:55 Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

í gær „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

í gær Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

í fyrradag Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

í fyrradag Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

í fyrradag Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

í fyrradag Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2. „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

17.2. Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »