8 ástæður til að forðast sykur

Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion.
Unnur Pálmarsdóttir framkvæmdastjóri Fusion. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Sykur er eitt versta efnið í nútíma mataræði. Sykur getur haft skaðleg áhrif á efnaskipti og stuðlað að alls kyns sjúkdómum. Hér eru 8 ástæður til að þú ættir að forðast sykur og stunda heilsurækt,“ segir Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Fusion og þjálfari í World Class: 

1. Sykur inniheldur engin nauðsynleg næringarefni.

Viðbættur sykur (eins súkrósi og hár frúktósi) inniheldur mikið af hitaeiningum án nauðsynlegra næringarefna. Viðbættur sykur er einnig kallaður "tómar" hitaeiningar. Það eru engin prótein, ómissandi fita, vítamín eða steinefni í sykri einungis hrein orka. Sykur er einnig mjög slæmur fyrir tannheilsuna. Sykur auðveldar slæman bakteríugróður í munni.

2. Of mikil sykurneysla getur orsakað sykursýki II

Þegar frumur verða ónæmar fyrir áhrifum insúlíns, þá búa frumur til meira af beta-frumum í brisinu. Langvarandi hækkun á blóðsykri getur því valdið alvarlegum skaða.

Insúlín veitir mótspyrnu sem verður smá saman minni, brisið getur ekki haldið í við eftirspurn af því að framleiða nóg af insúlíni til að halda blóðsykrinum niðri. Í ljósi þess að sykur getur valdið insúlínviðnámi, kemur það ekki á óvart að fólk sem drekkur svokallaða sykurlausa drykki með sætuefnum eru í 83% meiri hættu á að fá áunna sykursýki II.

3. Sykurneysla getur leitt til krabbameins

Rannsóknir sýna að með því að innbyrða mikið af sykri þá eykur það í miklu mæli meiri hættu á að fá krabbamein. Það eru töluverður vísbendingar sem sýna að sykur geti stuðlað að krabbameini vegna skaðlegra áhrifa þess á efnaskipti í líkamanum.

4. Sykur er mjög ávanabindandi.

Sykur getur verið ávanabindandi. Vandamálið við sykur og skyndibitafæði er það getur valdið losun á dópamíni í heila. Af þessum sökum getur fólk orðið sykurfíklar. Allt er best í hófi.

5. Sykur er orsök offitu hjá börnum og fullorðnum.

Margar rannsóknir sýna að tengsl er á milli sykurneyslu og offitu. Vegna áhrifa frá sykri á hormón og heila þá eykur sykur verulega áhættu á offitu.

6.Skrifaðu niður hvað þú borðar og hvenær.

Skrifaðu matardagbók það hjálpar þér að átta þig á því hvort þú ert t.d. að borða og drekka of mikið á kvöldin, sleppir morgunmat eða borðar meira þegar þú ert stressuð/aður. Mikilvægt er að huga vel að fæðinu, drekka nóg af vatni yfir daginn og árangurinn verður meiri. Ég mæli með að borða fimm til sex máltíðir á hverjum degi.

7. Fáðu nægan svefn

Þegar við stundum meiri hreyfingu þá þurfum við meiri svefn. Svefnleysi getur m.a stuðlað að því að þú borðar meira og þú finnur frekar til svengdar. Því er nauðsynlegt að ná góðum svefni til að ná meiri árangri í heilsurækt.

8. Stundaðu líkamsrækt daglega

Vantar þig að fá útrás? Eða þarftu að losa um streituna eftir erfiðan dag? Iðkun líkamsræktar eða ganga 30 mínútur rösklega getur hjálpað. Líkamsrækt örvar ýmis efni heilans sem gera þig tilfinningalega hamingjusamari og hefur áhrif á vellíðan. Þú verður meðvitaðri um eigið útlit og sjálfvitund þín eykst við reglulega líkamsrækt. Sjálfstraust og vellíðan á líkama og sál eykst.

www.fusion.is

Unnur Pálmarsdóttir leikfimisdrottning
Unnur Pálmarsdóttir leikfimisdrottning mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál