Heiða Hannesar á leið í aðra stofnfrumumeðferð

Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í desember 2012 og hefur …
Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í desember 2012 og hefur ekki náð sér síðan.

Bjarnheiður Hannesdóttir, eða Heiða eins og hún er kölluð, er á leið í aðra stofnfrumumeðferð til Indlands. Hún og maður hennar, Snorri Hreiðarssona, munu leggja af stað til Nýju Delhi 30. október.

„Að þessu sinni munum við dvelja á Nu Tech Mediworld hjá Dr. Geetu Shroff í um 4 vikur. Nú þekkjum við aðstæður vel og vitum hvað við erum að fara út í. Þessi meðferð kostar okkur 20.000 dollara plús flugfar og ýmis kostnaður úti, myndatökur, lyf og fleira og vinnutap hjá mér. Okkur hefur gengið ágætlega að safna fyrir þessu og aðal söfnunin var Maraþonhlaup Íslandsbanka og þar söfnuðust um 700.000 kr. þar sem ég og Heiða hlupum 10km og svo hélt Hermann Ragnarsson (föðurbróðir Heiðu) upp á afmælið sitt á og það var einnig styrktarkvöld fyrir Heiðu þar sem Hemmi afþakkaði allra gjafir og benti fólki á Styrktarsjóð Heiðu Hannesar og þar söfnuðust um 530.000kr. Takk Hemmi,“ segir Snorri í bloggfærslu á heimasíðu Heiðu.

Hann segir að enn vanti töluvert upp á hjá þeim en þau eigi 2.400.000 kr á reikningnum.

„Vonandi reddast þetta og viljum við enn og aftur þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðnig og þökkum alla þá hlýju sem við höfum fundið,“ segir hann.

Hann segir að Heiða sé búin að standa sig mjög vel og sé dugleg að stunda æfingar. Hann segir að þau sjái miklar framfarir hjá henni og að sjónin hafi batnað mikið.

„Hún er auðvitað hörkutól og framundan er að bæta við æfingum. Það má með sanni segja að hún Heiða mín standi sína plikt og engan bilbug er að finna hjá henni. Við erum spennt að fara aftur út og halda áfram verkefninu okkar í leit að bættri heilsu fyrir hana Heiðu mína og vonandi að ryðja braut fyrir aðra.

Þessi ferð okkar verður helmingi styttri núna og allt svona auðveldara, við vitum svona nokkurnvegin hvað bíður okkar. Stefnan er svo að reyna að fara út einu sinni á ári í kannski 5 ár einn mánuð í senn,“ segir hann.

Heiða Hannesdóttir og Snorri Hreiðarson.
Heiða Hannesdóttir og Snorri Hreiðarson. Ljósmynd/heidahannesar.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál