Hráfæði gæti bjargað á þér húðinni

Grænmeti, ávextir og annað ferskmeti er bæði hollt og gott.
Grænmeti, ávextir og annað ferskmeti er bæði hollt og gott. Ómar Óskarsson

Ertu búin/n að prófa öll krem á markaðnum og átt enn í vandræðum með húðina? Hugsanlega er mataræðinu um að kenna, segir náttúrulæknirinn Anna Mitsios. Að hennar mati getur aukin neysla á ferskmeti og hráfæði gert kraftaverk fyrir ásjónuna.

Hráfæði inniheldur meira ensím
Ensím eru meðal annars nauðsynleg fyrir meltingu, upptöku næringarefna og losun úrgangsefna. Ensími geta jafnvel hjálpað til við að lagfæra erfðaefni og aukið endurnýjun húðarinnar. Skortur á ensími í mataræði getur leitt til þess að eiturefni safnast upp í líkamanum, sem geta síðan stuðlað að hraðari öldrun.

Til þess að fá meira ensím úr fæðunni má auka neyslu á ferskum ávöxtum og grænmeti, sem og súrsuðum matvælum líkt og súrkáli og kimchi.

Léttir undir með lifrinni
Lifrin hefur mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að heilbrigði húðarinnar, en þegar hún hefur ekki undan losum við jafnan umfram eiturefni í gegnum húðina. Hráfæði er sérlega gott fyrir húðina, þar sem það inniheldur alla jafna ekki eiturefni, hormóna og sýklalyf sem stundum er að finna í kjöti og mjólkurvörum.

Þar að auki innihalda ferskir ávextir og grænmeti mikið af trefjum, vatni og andoxunarefnum sem létta undir með lifrinni.

Hráfræði inniheldur trefjar
Trefjar hjálpa líkamanum að losa sig við fitu og ósæskileg eiturefni sem hafa slæm áhrif á húðina. Prufaðu til dæmis að bæta chia- og hörfræjum í eftirlætisþeytinginn, eða morgungrautinn þinn.  

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Mindbodygreen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál