Fór á breytingaskeiðið 29 ára

Sigþór Örn Sigþórsson og Ester Ýr Jónsdóttir með son sinn ...
Sigþór Örn Sigþórsson og Ester Ýr Jónsdóttir með son sinn daginn sem fjölskyldan sameinaðist.

Ester Ýr Jónsdóttir lífefnafræðingur, vissi ekki hvernig lífið gæti verið án verkja. Frá unglingsaldri hafði hún verið uppþembd og með túrverki sem ágerðust þannig að hún átti orðið erfitt með að framkvæma það sem venjulegu fólki finnst eðlilegt að gera eins og fara í líkamsrækt og stunda vinnu.

Árið 2009 var hún greind með endómetríósu sem er ólæknandi sjúkdómur. Þeir sem eru með endómetríósu finna gjarnan fyrir sárum tíðarverkjum, verkjum á milli blæðinga og við egglos, meltingartruflunum, sársauka við þvaglát, sársauka við kynlíf og síþreytu. 40% kvenna með endómetríósu glíma við ófrjósemi. Ester Ýr er með endómetríósu á fjórða stigi sem er mjög alvarleg útgáfa af sjúkdómnum og var hún farin að finna verulega fyrir einkennum hans. Ekki er þó alltaf beint samhengi á milli þess hversu mikið sjúkdómurinn grasserar í kviðarholinu og þar með á hvaða stigi hann er og því hversu mikið kona finnur fyrir einkennum hans.

„Ég var bara stödd í vinnunni og fékk skelfilegt verkjakast. Maðurinn minn keyrði mig upp á bráðamóttöku og þar voru mér gefin verkjalyf því ekki var hægt að skoða mig almennilega þar. Mér var ráðlagt að hringja í kvensjúkdómalækni á einkastofu því þar kæmist ég fyrr að og fengi betri skoðun. Eftir að ég komst í hendurnar á kvensjúkdómalækni var ég send í aðgerð hjá okkar helsta sérfræðingi í endómetríósu og greind með sjúkdóminn. Í aðgerðinni voru öll sýnileg ummerki endómetríósu fjarlægð og samgróningar losaðir. Í framhaldinu var ég svo sett á zoladex, lyf sem bælir mín hormón. Þessi lyf gerðu það að verkum að ég fór á breytingaskeiðið sem stóð yfir í átta mánuði, þá 29 ára gömul,“ segir Ester Ýr. 

„Þá fékk ég heilmikil tíðahvarfaeinkenni, var ekki á blæðingum, fékk mikil svitakóf og svaf lítið sem ekkert í sex mánuði,“ segir hún. Þegar ég spyr hana hvernig hún hafi farið að því að sofa ekkert í hálft ár segist hún einhvern veginn hafa náð að þrauka. „Þetta fór ekki svo mikið í skapið á mér. Það sem ég lærði er að ég fer aldrei aftur á þetta lyf því það er svo erfitt að missa svefn í svona langan tíma.“

Á þessum tímapunkti í lífi sínu var Ester Ýr í barnlausu hjónabandi. Planið hjá þeim hjónum var að eignast börn og því setti endómetríósan strik í reikninginn. Tveimur árum áður hafði hún verið lögð inn á sjúkrahús vegna verkja, sem að öllum líkindum hafa verið blöðrur á eggjastokkunum að springa en þá kviknaði ekki grunur um sjúkdóminn.

Eftir aðgerðina árið 2009 var þeim hjónunum sagt að þau þyrftu líklega aðstoð tækninnar við að eignast börn. Hálfu ári síðar höfðu þau samband við Art Medica sem leiddi til þess að þau fóru í sína fyrstu glasafrjóvgun 2011. Sú aðgerð heppnaðist ekki og í framhaldinu þurfti Ester Ýr að fara í kviðarholsspeglun til að láta fjarlægja súkkulaðiblöðrur af eggjastokkunum. 

„Þá voru aftur losaðir samgróningar og í þessari aðgerð missti ég annan eggjastokkinn því hann var samgróinn við ristilinn. Það var því ákveðið að fjarlægja hann. Þarna var ég orðin svo slæm að ég var farin að æla þegar ég losaði hægðir á blæðingum því sársaukinn var svo mikill,“ segir hún.

Það var mikið áfall fyrir Ester Ýr og manninn hennar að það þyrfti að fjarlægja annan eggjastokkinn. Það gerði það að verkum að líkur á því að þau gætu getið afkvæmi minnkuðu töluvert. Hún hélt áfram að vera verkjuð eftir aðgerðina, sem framkvæmd var í mars. Um vorið ákvað hún að prófa, eftir að hafa gúgglað yfir sig, að breyta um mataræði. Hún hafði lesið viðtöl við konur sem höfðu fengið nýtt líf með því að breyta mataræði sínu og hún ákvað að láta slag standa. 

„Ég tók út allt glúten, rautt kjöt, kaffi, soja, sykur, egg, lifði á kjúklingi og fiski og grænmeti. Með þessum breytingum upplifði ég í fyrsta skipti verkjalaust líf. Ég var farin að gleyma því að ég væri á blæðingum - sem hafði aldrei áður gerst. Ég vissi ekki að manni gæti liðið svona vel. Smátt og smátt fór ég að bæta matvörum inn í mataræði mitt en í dag er ég glúten-, hveiti- og að mestu mjólkurlaus. Ég borða svolítið af rauðu kjöti en það fer ekki eins illa í mig núna,“ segir hún og bætir við: 

„Ég trúði því að ég hefði engu að tapa og vildi prófa þetta í 6 mánuði. Svo ætlaði ég bara að fara aftur í sama sukkið þegar ég væri búin að prófa þetta,“ segir hún og hlær.

Þegar ég spyr hana út í „sukkið“ segist hún hafa verið á þeim stað að hún hafi borðað mikið af sælgæti, gosi, pasta og brauði. „Það var ekkert að hjálpa mér,“ segir hún. 

„2011 fórum við í fjórar glasameðferðir og engin þeirra heppnaðist. Við tókum ákvörðun um að hætta í því ferli. Síðan leið og beið, við vorum bara að vega og meta hvað væri næst í stöðunni, en það sem við vissum var að okkar langaði að verða foreldrar. Það er auðvitað valkostur að vera barnlaus en það var kostur sem við völdum ekki. Svo var það í janúar 2014 sem við sáum viðtal við fólk sem var nýbúið að ættleiða dreng frá Tékklandi og það varð til þess að við hófum ættleiðingarferlið. Við sendum inn umsókn í febrúar 2014 - fengum forsamþykki í júní 2014. Í ágúst var umsóknin okkar samþykkt úti í Tékklandi og þá hófst biðin langa. Við biðum í 14 mánuði eftir símtalinu örlagaríka. Þegar síminn hringdi á sunnudegi dag nokkurn í október 2015 þá breyttist allt,“ segir Ester Ýr.

Það kom í ljós að Íslensk ættleiðing vildi endilega hafa samband þennan tiltekna dag - á sunnudegi - því þá átti drengurinn afmæli. Eftir símtalið örlagaríka liðu tvær vikur áður en þau fóru út til Tékklands. Tíminn var knappur og þau ásamt ættleiðingaryfirvöldum í Tékklandi vildu að þau kæmust heim með drenginn fyrir jól.

„Fjölskyldan sameinaðist 12. nóvember 2015 og daginn eftir fengum við hann alfarið til okkar. Þetta var rosalega löng meðganga, en um leið og símtalið kom þá var maður eins og hauslaus hæna. Það snérist allt um að koma okkur sem fyrst út til Tékklands. Við þurftum að vera í Tékklandi í 6 vikur þar sem dómstólar gefa sér þann tíma til að ljúka málinu og veita okkur brottfararleyfi til Íslands. Við vorum fyrstu tvær vikurnar í bænum þar sem barnaheimilið var og fluttum síðan síðan til Prag. Við vorum í Prag alla aðventuna og komum svo heim í húsið okkar að kvöldi 22. desember, rétt fyrir jól. Dýrmætari gjöf er ekki hægt að hugsa sér og við erum ákaflega þakklát fyrir litla drenginn okkar. Okkur hefur gengið rosalega vel alveg frá upphafi, tengslin styrkjast dag hvern og við erum að læra að vera fjölskylda,“ segir hún. 

Á laugardaginn eiga samtök um ENDÓMETRÍÓSU 10 ára afmæli. Af því tilefni ef glæsileg afmælisdagskrá í Norræna húsinu en hægt er að skoða dagskránna HÉR. 

Fjölskyldan saman í Prag.
Fjölskyldan saman í Prag.
mbl.is

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

Í gær, 22:30 Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

Í gær, 19:30 Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

Í gær, 16:32 Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

Í gær, 14:30 Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

Í gær, 14:18 Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

Í gær, 10:38 Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

Í gær, 07:38 Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

í fyrradag „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

í fyrradag Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

í fyrradag Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

í fyrradag Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

í fyrradag Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

í fyrradag Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Neysluhyggjupælingar

16.2. „Ég hef verið að hugsa mikið um neyslu. Ég hef aldrei búið við skort af neinu tagi og aldrei þurft að hafa sérstakar áhyggjur af peningum blessunarlega. Ég var í menntaskóla þegar kreppan skall á og hef aðeins heyrt út undan mér af breytingunum sem áttu sér stað í kjölfar hennar árið 2008, bæði hér á landi sem og erlendis.“ Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

Gafst upp á því að æfa í klukkutíma á dag

16.2. Það getur verið óþarf að djöflast í klukkutíma á dag í líkamsræktarstöð. Stundum er hreinlega betra að taka styttri æfingar heima ef það hentar betur. Meira »

Bræðurnir óþekkir í fatavali

16.2. Katrín og Meghan eru með fallegan fatastíl en bræðurnir Vilhjálmur og Harry vekja sjaldan athygli fyrir fataval sitt sem er þó töluvert frábrugðið því sem Karl faðir þeirra kýs. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Lilja Björk bankastjóri býr í glæsivillu

16.2. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans var í fréttum vikunnar eftir að hún fékk hraustlega launahækkun. Lilja Björk býr vel í 108 Reykjavík ásamt eiginmanni og börnum. Meira »

Einkaþjálfari Graham leysir frá skjóðunni

15.2. Ofurfyrirsætunni í yfirstærðinni, Ashley Graham, leiðist á hlaupabrettinu en æfir þó eins og alvöruíþróttamaður.   Meira »

Þetta eru best klæddu konur Íslands!

15.2. Reglulega birtum við lista yfir best klæddu konur landsins. Í ár var leitað til lesenda Smartlands og tilnefndu þeir þær sem komust á lista. Eins og sjá má er listinn fjölbreyttur og skemmtilegur. Meira »