Sykurlaus súkkulaðikaka

Ég notaði döðlur til að sæta kökuna.
Ég notaði döðlur til að sæta kökuna. mbl.is/Marta María

Að minnka neyslu á hvítum sykri gerir okkur ekkert nema gott. Það koma þó alltaf augnablik þar sem okkur langar í eitthvað dásamlegt og þá þarf að hugsa út fyrir rammann, það er að segja ef fólk er í sykurbindindi. 

Eftir sykurlausan mánuð langaði undirritaða í eitthvað ósköp gott og ákvað að prófa að nota döðlur í staðinn fyrir hvítan sykur. Uppskriftin að súkkulaðikökunni er gömul og góð fjölskylduuppskrift. 

Eins og allir sælkerar vita jafnast fátt á við góða súkkulaðiköku. Vissulega hefði mátt gera krem á þessa köku en smjörið var búið og ég vildi ekki nota hunang eða hlynsíróp til að sæta það þannig að ég bara sleppti því. Það kom alls ekki að sök því kakan rann ljúflega niður í fólkið mitt. Döðlur eru með frekar háum sykurstuðli og flokkast ekki sem „sykurlausar“ en fyrir þá sem eru í bindindi á hvítan sykur koma þær eins og kallaðar. 

250 g hveiti (má nota spelt eða annað mjöl)

125 g smjör

1/2 tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

1 tsk. vanilludropar

4 msk. hreint kakó

2 egg

40 döðlur 

1/2 dl vatn

Döðlurnar fóru í pott til að mýkja þær upp. Hellti 1/2 sirka af vatni yfir og lét þær mýkjast í vatninu - ekki ósvipað og þegar döðlumassi er búinn til. Bætti smjörinu út í og lét þetta allt bráðna saman. 

Þeytti eggin mjög vel og bætti þurrefnum út í nema hveiti. 

Þegar döðlumassasmjörið var orðið tilbúið hrærði ég það varlega út í eggjablönduna. Að lokum bætti ég hveitinu varlega út í. 

Smurði eldfast mót og bakaði kökuna við 180 gráður í 30 mínútur. 

Verði ykkur að góðu!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál