Skilaði 25 kílóum og vill ekki sjá þau aftur

Guðný Lára Gunnarsdóttir.
Guðný Lára Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Guðný Lára Gunnarsdóttir er búin að ganga í gegnum mikla rússíbanareið í leið til betra lífs. Hún er ein af þeim sem tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Þegar hún hóf lífsstílsbreytinguna var hún þó alls ekki stödd á byrjunarreit því í upphafi árs 2015 ákvað hún að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Hún áttaði sig á því þegar hún fór í gegnum lífsstílsbreytinguna að hana skorti alla sjálfsást. Fituprósentan hefur líka lækkað töluvert en við upphaf lífsstílsbreytingarinnar var hún 40% en er nú komin niður í 23%

„Til að byrja með er átak og lífsstílsbreyting alls ekki það sama í mínum huga. Ég hafði í mörg ár verið í algerum rússíbana, fór í þessi týpísku janúar átök sem skiluðu tímabundnum árangri, reyndi allskonar megrunarkúra og vitleysu, var alltaf leitandi að fljótvirkri töfralausn sem átti að gera þetta allt fyrir mig. Ég get sagt með hreinni samvisku að allir megrunarkúrar sem ég hef prufað í gegnum árin hafa gefið mér fleiri kíló að lokum til að burðast með. Það er víst margt til í að maður lærir svo lengi sem maður lifir,“ segir Guðný Lára. 

Það urðu þáttaskil í lífi hennar í janúar 2015. 

„Þá tók ég þetta svo loksins upp á annað plan og fór í einkaþjálfun og þá fór boltinn að rúlla fyrir alvöru. Um sumarið missti ég taktinn að vissu leyti og því var það kærkomið boð að fá að taka þátt í lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Ég fór hreinlega í heilsuferðalag með sjálfri mér þar sem ég var ekki einungis að taka mig á líkamlega, því á þessum tímapunkti var ég farin að átta mig á að hugur og líkami verða að vinna saman. Lilja Ingvadóttir, einkaþjálfari í Sporthúsinu, var alger snillingur í að vekja mig aftur til lífsins með góðri blöndu af heilbrigðri skynsemi, hreyfingu og ekki síður mataræði. Á þessum þremur mánuðum fékk ég aftur trú á sjálfri mér og öðlaðist einnig sjálfstraust til að þora að hreyfa mig í kringum aðra. Ég fór að sækja allskonar hóptíma í ræktinni sem ég hafði sjaldan eða aldrei prufað. Ég taldi sjálfri mér alltaf trú um að ég væri mikið lélegri en allir aðrir, feitari og í ljótari ræktarfötum. Í þessu heilsuferðalagi fór ég að skilja það að mig vantaði alla ást á sjálfa mig og til þess að ná árangri yrði ég að leita inn á við og gera þetta fyrst og fremst fyrir mig. Eftir ágætis spjall við sjálfa mig setti ég allan fókusinn algerlega á það að þykja vænt um sjálfa mig!
Fyrir utan þetta allt þá var ótrúlega gaman og mikil hjálp í því að fá að taka þátt í þessu ferðalagi með nokkrum frábærum konum sem ég lærði ótrúlega mikið af,“ segir Guðný Lára.

Á meðan á lífsstílsbreytingunni stóð henti Guðný Lára sykri og hveiti út úr mataræði sínu. 

„Á tímabili varð ég alveg manísk í búðarferðum og las utan á hverja einustu vöru. Þannig komst ég að því að það er eiginlega sykur í öllu sem við látum ofan í okkur, sem er alveg óskiljanlegt. Það var ekki margt sem mátti fara í innkaupakörfuna þá! Í dag er ég ekki alveg jafn hörð á þessu, en les enn utan á vörurnar og met það í hvert sinn hvort ég sé tilbúin að setja þetta ofan í mig og aðra á heimilinu. Ég reyni að sneiða fram hjá öllum sykri eins og hægt er og kaupi alls ekki hreinan hvítan sykur nema í undantekningartilvikum, þetta er eitur í mínum huga. Ég hætti einnig að borða brauð í lífsstílsbreytingunni. Það var pínu erfitt því ég elska nýtt brauð úr bakaríinu. En þetta varð fljótt að rútínu eins og annað og ástin kulnar og gleymist, það er bara þannig. Í dag borða ég ekki brauð og sakna þess lítið. Ég veit að brauð fer illa með mig svo það er best að sleppa því. Það er samt alltaf undantekning á öllum reglum og því læt ég einstaka sinnum eftir mér til dæmis góða pítsu,“ segir hún. 

Þegar ég spyr hana hvað hafi gerst eftir að lífsstílsbreytingunni lauk formlega í desember 2015 játar hún það fyrir mér að henni hafi í raun ekki lokið. 

„Ég get sagt einlægt að lífsstílsbreytingunni lauk í rauninni ekki, ég tileinkaði mér hana. Ég hef haldið minni rútínu í ræktinni, fer bæði að lyfta sjálf og stunda skemmtilega hóptíma með frábæru fólki. Nýlega hef ég gert smá breytingar á rútínunni og fer oft út í góða veðrið til að hlaupa. Það er skemmtileg tilbreyting og svo er um að gera að nýta sumarið og sólina undir berum himni! Þetta er líka frábær leið til þess að ná allri fjölskyldunni saman út að leika.“

Guðný Lára hætti ekki að hreyfa sig þegar lífsstílsbreytingunni lauk.
Guðný Lára hætti ekki að hreyfa sig þegar lífsstílsbreytingunni lauk. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað finnst þér hafa gefist best þegar kemur að því að léttast?

„Í rauninni held ég að rót allrar velgengi sé hugurinn. Ef hugarfarið er rétt þá ferðu lengra en þig gæti grunað. Þú verður að stjórna huganum og hann alls ekki þér. Það er kannski flókið að útskýra þetta, ég tileinkaði mér nokkra frasa sem hafa sönglað inni í mér. Það er klárlega góð leið til þess að taka stjórnina í sínar hendur. Þar get ég nefnt til dæmis  „þú ert það sem þú hugsar“ þessi setning lætur mig alltaf hugsa hvernig vil ég vera?! Eins hvíslaði Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari að mér þessum orðum: „Láttu ekki skammtíma gleði koma í veg fyrir langtíma vellíðan.“  Ef hugurinn er að vinna með manni þá er þessi setning algert gull! Í ræktinni hafa líka þessi orð hljómað margraddað í höfðinu á mér: „Ég ætla, vil og skal!“

Mig langar líka að segja að hreyfing og rétt mataræði skiptir miklu máli í þyngdarstjórnun, það er bara svo ótrúlega villandi að segja það. Auðvitað skiptir mjög miklu máli að borða rétt, en hvað er „að borða rétt?“ Mín skoðun er sú að í gegnum tíðina hefur þetta farið í marga hringi, á tímabili var ég alls ekki viss hvað væri í rauninni réttast eða hollast að borða. En ég fann að lokum minn rétta takt með hjálp Lilju einkaþjálfara og veit núna hvað hentar mér best. Þetta gengur í raun mikið út á hvað hverjum einstaklingi hentar best, því það er enginn eins.
Mataræðið mitt samanstendur til dæmis af hreinni próteinríkri fæðu og trefjum, ég vel hreina afurð og forðast mikið unninn mat. Eins forðast ég kolvetni seinnihluta dags, fæ mér millimál reglulega yfir daginn, s.s. eins og ávexti og hnetur, og drekk mikið af vatni. Allir dagar byrja á góðri vítamínblöndu, góðum olíum, vatni og auðvitað góðum heimagerðum próteinsjeik. Ég borða minna þegar ég er að gera minna og að sama skapi bæti ég í ef ég til dæmis tek erfiða æfingu í ræktinni. Ég hugsa þetta pínulítið eins og að setja bensín á bílinn, bíllinn eyðir eftir notkun.“

Hvaða trix virkar best af öllu?

„Besta leiðin að bættum árangri er að hafa trú á því sem maður er að gera, vera samkvæmur sjálfum sér, trúa því að maður geti þetta á endanum, vera með einbeittan fókus og síðast en alls ekki síst vera sjálfselskur! Það er mannlegt að misstíga sig annað slagið, missa úr takt eða hrasa. Galdurinn er að standa alltaf upp aftur, elska sjálfan sig og halda áfram.
Annar mikilvægur þáttur er að hugsa jákvætt og sjá hið jákvæða í öllu, líka því neikvæða, sjá fegurðina í ljótleikanum, en að sjálfsögðu með undantekningum eins og í öllu öðru. Þetta er ótrúlega auðvelt þegar maður byrjar og hreinlega bætir lífið og tilveruna meira en þig grunar.“

Ertu ennþá sykurlaus?

„Sykur hvað er það? Eitthvað ofan á brauð? Æi já, alveg rétt, ég borða ekki lengur brauð og forðast sykur eins og hægt er!“

Ertu búin að ná markmiði þínu?

„Ég er enn að vinna að langtímamarkmiðinu mínu! Til þess að gleðja sjálfa mig set ég mér alltaf skammtímamarkmið sem færa mig nær langtímamarkmiðinu. Það er viss hvatning að ná hverju skammtímamarkmiðinu á fætur öðru, en auðvitað tekur það misjafnlega langan tíma.  Undanfarið hefur fólk haft áhyggjur af því að ég sé smátt og smátt að hverfa, en það er langt í land með það en að sjálfsögðu þarf maður að passa sig að fara ekki út í brjálaðar öfgar. Að mínu mati eru öfgar af hinu vonda og hjálpa manni alls ekki að ná settu marki. Skynsemin er frekar minn besti vinur, góðir hlutir gerast hægt í mínu tilviki! Þessa dagana er ég bara að vinna í því að tóna líkamann, bæta vöðvamassann og elska það að vera til.“

Hvað ertu búin að léttast mikið í heildina?

„Á einu og hálfu ári hef ég skilað rúmum 25 kílóum. Ég þarf þessi kíló aldrei aftur og þess vegna ákvað ég að skila þeim. Fólk hefur oft spurt mig: „Hvað hefur þú eiginlega misst mörg kíló?“ Ég svara alltaf að ég hafi ekki misst neitt, það sem maður missir syrgir maður og vill til baka. Hugur manns fer jafnvel á bakvið mann og reynir að lækna missinn með því að ná þessu til baka. Ég missti ekkert, það er bara þannig!“

Hvað er svo framundan?

„Ég upp og áfram! Ferðalög, njóta birtu sumarsins og vera úti, fara á góða tónleika og vera í félagsskap fjölskyldu og vina. Ég er reyndar alveg ótrúlega dugleg að hlaða á mig verkefnum enda finnst mér best að hafa sem mest að gera. Á meðan ég tók þátt í lífsstílsbreytingunni hafði ég alveg nóg annað að gera líka. Ég var til dæmis í leiklist bæði í HÍ og LHÍ, 100% vinnu sem tónmenntakennari og sinnti stóru heimili. Já og einnig var ég að taka upp plötu með hljómsveitinni minni, Rökkva. Það má segja að ég hafi verið hoppandi í nokkra mánuði frá Selfossi til Reykjavíkur í Sporthúsið og  þaðan í Studio Sýrland að sjálfsögðu allt á sjömílna skónum.  Á næstu mánuðum kemur platan okkar út og í framhaldi af því förum við að kynna okkur fyrir landsmönnum. Fyrstu tónleikar sveitarinnar verða þann 5. ágúst á Rósenberg og má segja að tónlistin eigi allan minn hug á næstunni. Ég hætti samt ekki að hreyfa mig, ég lofa því, ég er of mikið keppnis til þess!“

mbl.is

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »