Magnesíum er alltaf jafn magnað

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er nýkomin heim úr 2ja vikna ferð um Perú og Bólivíu sem fararstjóri í ferð Bændaferða. Þetta er fjórða ferð mín til þessara landa og af fenginni reynslu veit ég að allar mest spennandi menningarminjarnar eru í þetta 2300-4100 m hæð yfir sjávarmáli. Flestar eru þær, eins og t.d. Machu Picchu byggðar í hæðum, þannig að skoðunarferðir gera kröfu um mikið klifur upp og niður tröppur sem eru með mismunandi háum þrepum. Flestir fá einhverjar harðsperrur við svona klifur, nema þeir séu með magnesíum með í ferð,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Magnesíum gel og olía

Ég tók með mér í ferðina magnesíum gel, sem ég bar svo á fótleggi mína á kvöldin áður en ég fór að sofa. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom heim úr ferðinni sem ég fattaði að ég hafði aldrei fundið fyrir hraðsperrum eða stirðleika við gang alla ferðina, þrátt fyrir klifur, eins og t.d. upp í Sólareyjuna á Titicaca vatni sem er í rúmlega 4000 m hæð. Þrepin upp að Æskubrunninum í eyjunni eru 206 og þá er maður um það bil hálfnaður upp á eyjuna.

Vinkona mín sem var í gönguferð í Evrópulandi á sama tíma tók með sér í ferðina magnesíum olíu. Hún úðaði henni á fótleggi og undir iljar á hverjum morgni eftir sturtuna, áður en hún lagði af stað í gönguferð dagsins og var sú eina í sinni ferð sem ekki fékk harðsperrur.

Baltasar hefði átt að vita af þessu

Í 50 ára afmælisþætti Sjónvarpsins s.l. laugardagskvöld kom fram að Baltasar hefði fengið svo miklar harðsperrur eftir dansatriði í myndinni Veggfóður að hann hefði þurft stuðning til að komast á klósettið næsta dag. Ég er viss um að ef hann hefði þá þekkt töfra magnesíums hefði hann sloppið við þær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál