Núvitund er engin töfralausn

Bryndís Jóna Jónsdóttir segir alla geta æft sig í núvitund.
Bryndís Jóna Jónsdóttir segir alla geta æft sig í núvitund. Ljósmyndari / Gísli Berg

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA-diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.

Í dag mun Bryndís Jóna halda fyrirlestur í Hörpu, en hún er einn af fyrirlesurunum sem koma fram á heilsuráðstefnunni Heilsa og lífsstíll. Í erindi sínu mun hún fjalla um hvernig má flétta núvitund við annasamt daglegt líf, án þess að hún verði enn eitt atriðið á verkefnalistanum. En hvað er núvitund?

 „Í raun þýðir núvitund það að upplifa lífið þegar það er að gerast. Að vera andlega til staðar og auka meðvitund sína um það sem er að gerast innra með þér og í kringum þig. Við þjálfum okkur í því að taka því sem lífið færir okkur með forvitni, opnum huga og án þess að dæma það. Við erum í raun að þjálfa athygli okkar. Tökum veðrið sem dæmi, þú kemur út og það snjóar, í stað þess að bölva kuldanum og setja undir þig hausinn þá opnarðu þig fyrir því sem þú finnur fyrir, skynjar kuldann í loftinu, hvernig hann snertir húðina, hvernig það er að anda að sér köldu loftinu og tekur því hvernig snjókornin falla. Við erum að virkja skynfærin okkar betur. Vera til staðar svo að við missum ekki af lífinu líkt og gerist þegar við erum á sjálfsstýringunni og andlega fjarverandi,“ segir Bryndís Jóna og bætir við að núvitund hafi jákvæð áhrif á andlega sem líkamlega heilsu.

„Streita og kvíði er ein mesta heilsuógn sem við stöndum frammi fyrir í dag. Núvitund er öflug leið til að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi, efla ónæmiskerfið, auka athygli og einbeitingu, bæta sjálfsþekkingu og samskiptahæfni og svo mætti lengi telja. Rannsóknir á núvitund ná yfir mjög víðtækt svið og má segja að það að tileinka sér núvitund geti haft jákvæð áhrif á öll svið lífsins, parasambönd, foreldrahlutverkið, vinnustaði, heilbrigðisþætti og svo framvegis.“

Núvitund hjálpar fólki að takast á við áskoranir

Bryndís Jóna segir þó að núvitund sé engin töfralausn og bendir á að fólk fljúgi ekki um á bleiku skýi ef það tileinkar sér hana. „Lífið færir okkur alls konar áskoranir og núvitund hjálpar okkur til að takast á við þau verkefni sem lífið færir okkur af meiri yfirvegun, bæði erfiðu og góðu stundirnar.“

En er ekki nóg að hreyfa sig og borða hollan mat til að halda sér í formi, þurfum við í raun á núvitund að halda?

 „Nýjustu rannsóknir sýna að öflugasta heilsueflingin er hæfileg blanda af þessu öllu saman. Við höfum lengi vitað að hreyfing og mataræði er mikilvægir þættir, en á undanförnum árum hefur áhersla á hugarræktina vaxið. Rannsóknir á gildi hverskonar hugleiðslu sýna fram á mjög jákvæð áhrif á heilsu. Mikilvægasta rannsóknin er þó alltaf þín rannsókn á því hvort þetta virki fyrir þig, og miðað við það sem vísindalegar rannsóknir segja okkur þá ætti að vera vel þess virði að prófa,“ segir Bryndís og segir að fólk geti ræktað með sér núvitund með tveimur leiðum.

Núvitund er að upplifa lífið þegar það gerist.
Núvitund er að upplifa lífið þegar það gerist. Ljósmynd / Getty Images

 „Við ræktum með okkur núvitund eftir tveimur leiðum, með formlegum æfingum sem er þá núvitundarhugleiðsla og óformlegum æfingum sem er allt það sem við gerum með vakandi athygli í daglegu lífi. Sá þáttur er ekki síður mikilvægur en hugleiðslan, til dæmis þegar þú ferð í sturtu þá ertu ekki á sjálfsstýringunni að skipuleggja vinnudaginn heldur upplifirðu hvernig vatnið snertir húðina, finnur lyktina af sápunni og svo framvegis. Þegar þú ert með barninu þínu þá ertu raunverulega til staðar að hlusta og tala við það en ekki í bakhöfðinu að velta fyrir þér hvað þú þarft að muna að gera í vinnunni. Hugleiðslan er hins vegar mikilvægur þáttur til að þjálfa athyglina þannig að það sé auðveldara að vera til staðar í lífinu og færa núvitund inn í athafnir daglegs lífs.“

Allir geta tileinkað sér núvitund

Bryndís Jóna segir að allir geti tileinkað sér núvitund, enda snúist þetta ekki um að tæma hugann.

 „Það er alveg klárt. Þetta snýst ekki um að tæma hugann heldur að taka eftir þeim hugsunum sem flæða um kollinn okkar, taka eftir þeim tilfinningum sem við finnum fyrir og hvað líkaminn okkar er að segja okkur. Það geta allir þjálfað sig í því að vera til staðar í eigin lífi. Allir njóti góðs af því að tileinka sér núvitund, hvort sem þú ert að glíma við sértæka erfiðleika eins og kvíða eða þunglyndi, athyglisbrest, verki eða annað. Eða einfaldlega að takast á við hefðbundin verkefni lífsins.“

Bryndís nefnir að fólk sem hefur tileinkað sér núvitund sýni gjarnan meiri yfirvegun en aðrir, auk þess sem fólk nái að njóta lífsins betur.

Ég myndi segja að yfirvegun væri sá þáttur sem væri mest áberandi og fólk talar oft um að það finni fljótt fyrir því þegar það byrjar að þjálfa sig í núvitund. Fólk bregst við áreiti á yfirvegaðri máta og nálgast hindranir og erfiðleika á annan hátt en áður. Það dregur gjarnan úr dómhörku og velvild í eigin garð og til annarra eykst. Almennt nýtur fólk lífsins betur eftir að það tileinkar sér núvitund,“ segir Bryndís Jóna að lokum.

Frekari upplýsingar um erindi Bryndísar, sem og ráðstefnuna, má finna hér.

Bryndís Jóna segir fólk almennt njóta lífsins betur eftir að ...
Bryndís Jóna segir fólk almennt njóta lífsins betur eftir að það tileinkar sér núvitund. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Upprunalegt Sigvalda-hús með sögu

Í gær, 15:00 Atriði úr myndinni Undir trénu var tekið upp í garðinum við Hvassaleiti 73. Húsið er merkilegt að því leytinu til að í húsinu er allt upprunalegt. Þetta er því alger veisla fyrir þá sem elska tekk og gamlan tíma. Meira »

Áslaug Arna bauð í partí heim til sín

Í gær, 12:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða vinum og velunnurum í kokkteilboð heim til sín þar sem hún býr við Stakkholt í Reykjavík. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina og býður Áslaug Arna sig fram sem ritari flokksins. Meira »

Flottari brúnka með Astaxanthin

Í gær, 09:00 „Ef þú ert á leið í sólarfrí á næstunni langar mig að gefa þér gott ráð. Hvort sem þú ætlar að láta geisla sólarinnar verma þig í fáa eða marga daga, er gott að undirbúa húðina sem best. Því er frábært að byrja að taka inn Astaxanthin frá NOW svona þrem til fjórum vikum fyrir brottför og taka það svo inn meðan verið er í sólinni.“ Meira »

Ný Cartier-lína kynnt á rauða dreglinum

Í gær, 06:00 Það var góð stemning í Optical Studio í gær þegar Cartier-lína var kynnt með tískusýningu. Á rauða dreglinum voru hver gleraugun sýnd á fætur öðrum. Meira »

Í eins dragt, hvor var flottari?

í fyrradag Tilda Swinton og Keira Knightley féllu báðar fyrir smóking fyrir konur frá Chanel. Knightley mætti með slaufu en Swinton var frjálslegri eins og hún er vön að vera. Meira »

Rún Ingvarsdóttir selur íbúðina

í fyrradag Rún Ingvarsdóttir hefur sett sína fallegu íbúð við Brávallagötu í Reykjavík á sölu. Rún starfaði á fréttastofu RÚV á árunum frá 2007 til 2016 en þá réð hún sig yfir til Landsbankans. Meira »

Þakklát fyrir að vera á lífi

í fyrradag Lay Low er næsti viðmælandi í Trúnó, sem verður sýndur í opinni dagskrá í kvöld klukkan 20.20 í Sjónvarpi Símans. Hún kom sá og sigraði með fyrsta laginu sem hún sendi frá sér árið 2006 Please Don’t Hate Me. Meira »

Fáðu stinnari og sterkari kropp

í fyrradag „Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja.“ Meira »

Hártíska sem er búin að vera

í fyrradag Hárlengingar og bleikir endar voru einu sinni málið en ekki lengur, að minnsta kosti ekki höfuðborg tískunnar, París.   Meira »

Ég er svolítið eins og rússneskt jólatré

í fyrradag Sara María Karlsdóttir rekur fasteignasöluna Stakfell ásamt eiginmanni sínum Þorláki Ómari Einarssyni. Hún er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Meira »

Dýrasta húsið í Árbænum?

í fyrradag 110 Reykjavík er býsna eftirsóttur staður en nú hefur eitt glæsilegasta heimilið í hverfinu verið sett á sölu. Nánar tiltekið Heiðarbær 17. Meira »

8 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

14.3. Það er ekki bara þreyta sem hefur áhrif á að kynlífið er ekki upp á sitt besta. Ósætti, lengd sambanda og sjálfsálit getur verið ástæður fyrir minnkandi kynhvöt. Meira »

Brjálæðislegt 50 ára afmæli Sigga Hlö

14.3. „Já þetta var stórkostlegt. Að vera með sínum vinum og fagna lífinu er það sem maður á að lifa fyrir. Það mun ekki standa á legsteininum mínum „ég dó úr leiðindum“.“ sagði Siggi um veisluna. Meira »

Glæsilegt skvísuteiti Sensai

14.3. Sensai kynnti á dögunum nýjan púðurfarða og hyljara sem gera hverja konu að drottningu. Til að fagna þessu var slegið upp teiti á Grillinu enda dugar ekkert minna fyrir skvísur þessa lands. Meira »

Í sömu kápunni og árið 1980

14.3. Anna prinsessa spreðar ekki í ný föt að óþörfu og sást í kápu síðan 1980 í messu í vikunni þar sem þær Katrín og Meghan skörtuðu nýjum fatnaði að vana. Meira »

Fyrsta teiknimyndarserían í loftið

13.3. 66°Norður og Tulipop munu kynna samstarf sitt á HönnunarMars. Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. Meira »

Mætti með andlitsfarða á Óskarinn

14.3. Leikarinn Daniel Kaluuya kom við í förðunarstólnum áður en hann mætti á Óskarinn rétt eins og konurnar sem mættu á rauða dregilinn. Meira »

Lóló hefur aldrei verið í betra formi

14.3. „Við náum aldrei varanlegum árangri með því að taka tímabundin átök í hinu og þessu og hætta svo, af því að við vorum svo dugleg. Við þurfum allt árið um kring að æfa mátulega, borða góða næringu fyrir líkama og sál og sofa vel. Svefninn er oft vanvirtur,“ segir Lóló. Meira »

Ofurhetja í öryggismálum

14.3. Fullt hús var á tækniráðstefnu þar sem konur töluðu um öryggis- og persónuverndarmál. Eingöngu konur héldu fyrirlestur á ráðstefnunni en jafnframt voru skipuleggjendur viðburðarins eingöngu konur. Þessi kvenlægi kynjahalli vakti nokkra athygli en lengi hefur hallað á hlut kvenna í tæknigeiranum. Meira »

Meghan mætti með alpahúfu

13.3. Meghan mætti með öðruvísi hatt en þær Katrín, Camilla og Elísabet Englandsdrottning þegar breska konungfjölskyldan mætti til messu. Meira »