Dreymir um að vera hundgömul með lóð

Bára Hafsteinsdóttir.
Bára Hafsteinsdóttir. mbl.is7Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bára Hafsteinsdóttir er ein af þeim sem tóku þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. Bára náði góðum árangri og segir að það hafi komið henni á óvart að hægt væri að ná árangri þrátt fyrir vefjagigt. Hún játar þó að það sé erfitt að halda sér í því formi sem hún var komin í þegar Lífsstílsbreytingunni lauk formlega á Smartlandi. 

Bára Hafsteinsdóttir fyrir og eftir Lífsstílsbreytingu.
Bára Hafsteinsdóttir fyrir og eftir Lífsstílsbreytingu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér hefur liðið stórkostlega, aðallega kannski líka að komast að því að ég get komið mér í form þrátt fyrir vefjagigtina. Þetta var auðvitað algjör happdrættisvinningur að fá að taka þátt og vera með þessum skemmtilegu stelpum og njóta leiðsagnar Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara. Það er eitthvað sem ég mun alltaf búa að,“ segir Bára. 

Þegar Bára er spurð að því hvort hún hafi haldið áfram að æfa af krafti segir hún svo vera.  

„Ég reyni að æfa þrisvar sinnum í viku og núna í sumar var ég aðallega úti að jogga, fór þá 5 km og lyfti svo gjarnan á eftir, en ég er með lóð og teygjur heima, eða skrapp á Úlfarsfellið. Þetta yndislega sumar kallaði svo mikið á mig að ég nennti ekki að vera inni í æfingasal. Núna síðustu vikur hef ég verið mikið erlendis og þrátt fyrir góðan vilja þá datt ég aðeins úr gírnum og þess vegna var svo frábært að hitta stelpurnar og fá kraft frá þeim og ég finn að ég sakna þess að fara á æfingu. Það er á „to do“ listanum,“ segir Bára. Á dögunum hittust stelpurnar sem tóku þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra og líka nýi hópurinn sem er nú að koma sér í form undir stjórn Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara. Hóparnir tveir hittust á Bazaar á Oddsson og nutu þess að borða ljúffenga rétti og fara yfir málin. 

Þegar hún er spurð að því hvernig hafi gengið að hugsa um mataræðið síðan Lífsstílsbreytingunni lauk formlega segir hún að það hafi fengið furðu vel. 

„Ég hef mikinn áhuga á hollustu og reyni að tileinka mér það, ég myndi segja að ég væir svona um það bil 80% í hollustu,“ segir Bára. 

Aðspurð hvort hún hafi náð að halda sér í því formi sem hún var komin í segir hún það ekki alveg hafa gengið. En hún segir að lífsstíllinn sé breyttur og að þetta sé allt langhlaup sem hún ætli að endast í. 

Bára segir að lykillinn að því að vera í góðu formi sé að hlusta á líkamann.  

„Fyrir mig er lykillinn að hlusta á líkamann og þekkja mín mörk. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara daglega í einhver átök, ég þarf að semja við Vefjuna, halda friðinn og taka tillit til þess sem er á dagskrá hjá mér hverju sinni,“ segir hún. Þegar hún nefnir að semja við Vefjuna þá meinar hún vefjagigtina sem hefur litað tilveruna. 

Þegar Bára er spurð að því hvort lífið breytist eitthvað við það að vera í góðu formi segir hún svo vera. 

„Öll hreyfigeta og úthald er allt annað og eykur öll lífsgæði. Mig dreymir um að verða hundgömul með lóð í hendi.“

Bára Hafsteinsdóttir og Erla Björk Hjartardóttir tóku þátt í Lífsstílsbreytingu …
Bára Hafsteinsdóttir og Erla Björk Hjartardóttir tóku þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál