Ævintýrinu lokið

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir er þakklát fyrir Lífsstílsbreytinguna og ætlar að …
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir er þakklát fyrir Lífsstílsbreytinguna og ætlar að halda ótrauð áfram. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þá er þessu Smartlandsævintýri því miður lokið en lokahnykkurinn var í dag þegar við skvísurnar mættum í myndatöku. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að hafa verið valin í þessa lífstílsbreytingu hjá Mörtu Maríu og Lilju. Þó að hlutirnir hafi kannski ekki gengið alveg jafnvel og ég vildi eða dreymdi um, þá mun ég halda ótrauð áfram,“ segir Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Síðustu vikurnar hafa verið erfiðar þá bæði reykingaleysislega séð, matarlega séð og æfingalega séð. Ég hef verið reyklaus en ég er suma daga að taka enn þá einn dag í einu og því hefur gengið illa að halda matarræðinu í góðu lagi. Svo hjálpaði ekki til þegar ég náði mér í flensu með kinnholusýkingu og ýmsum meðfylgjandi kvillum sem varð til þess að ég komst ekki á æfingar. En svona er bara lífið, það koma upp- og niðursveiflur og í niðursveiflunum verður maður að passa að rakka sig ekki niður í svaðið, svo maður geti staðið upp aftur og haldið áfram á réttri braut.

Við skvísurnar fórum í yfirhalningu hjá henni Hrafnhildi og skvísunum hennar á hárgreiðslustofunni Greiðunni um daginn og var það alveg frábært. Ég kom út með nýtt hár en hún Vigdís snillingur litaði mig og Hrafnhildur sá um klippinguna. Einnig var okkur boðið í spa hjá Sóley Natura Spa og var það dásamlegt. Æðislegt að geta slakað á og kjaftað í rólegu og þægilegu umhverfi. 

Í dag var svo lokahittingurinn þar sem við fórum í myndatöku, það verður auðvitað að sýna fyrir og eftir myndir. Ég byrjaði á því að mæta í blástur á Greiðuna til þess að hárið yrði nú í lagi. Svo sá hún María Mist dóttir mín um að farða mig, þar sem kellan er ekki alveg sú besta í þeim málum. Ég vona bara að myndirnar verði ágætar þrátt fyrir myndatökufælni mína.

Ég er staðráðin í því að halda ótrauð áfram og er planið að mæta í boot camp og svo einu sinni í viku til Lilju til þess að halda í góða stuðninginn hennar. Einnig langar mig að prófa að taka sykurinn út í janúar og mun nýta mér hana Eyju varðandi það, enda skvísan með eindæmum dugleg.

Að lokum vil ég segja að ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast æfingaskvísunum, Lilju þjálfara sem er algjört hörkutól og Mörtu Maríu sem er algjör gullmoli. Þetta eru konur sem gefa lífinu lit.

Mottó ársins 2017 verður GÆS= get, ætla, skal.

Takk fyrir mig.

Hér eru Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir og Sandra Vilborg Jónsdóttir sem …
Hér eru Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir og Sandra Vilborg Jónsdóttir sem tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál