Svona fór Eyja að því að losa sig við 10 kg

Eyja Bryngeirsdóttir náði mjög góðum árangri í lífsstílsbreytingunni.
Eyja Bryngeirsdóttir náði mjög góðum árangri í lífsstílsbreytingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eyja tók af sér 10 kg í Lífsstílsbreytingu Smartlands og …
Eyja tók af sér 10 kg í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Eyja Bryngeirsdóttir átti stjörnuleik í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún var staðráðin í því að ná af sér 10 kg og það tókst. Með jákvæðni og viljastyrk mætti hún eins og klukka á æfingar hjá Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara í Sporthúsinu og fylgdi hennar ráðum í einu og öllu.

Eyja sagði frá því til dæmis í Lífsstílsbreytingunni að Lilja vildi alls ekki að hún borðaði ost og svo henti hún sykrinum út úr mataræðinu. Oft var þetta erfitt en gleðin sem fylgir því að ná árangri varð yfirsterkari. 

Á meðan á Lífsstílsbreytingunni stóð missti Eyja 55 cm og þar af fóru 15 cm af kviðnum. Fituprósentan fór úr 39,14% í 28,47% og lækkaði því um 10,7%. 

Svona var mataræðið í grunninn hjá Eyju: 

07.00: AB mjólk með appelsínu og epli. 

10.00: Ávöxtur

12.00: Oftast kjúklingur, ommiletta eða túnfiskur og grænmeti. 

15.00: Rófa, gulrót eða ávöxtur. 

17.00: Rófa, gulrót eða ávöxtur. 

19.00: Kjöt eða fiskur og grænmeti (oftast eldað í ofni). 

Þessi mynd var tekin í miðri Lífsstílsbreytingu.
Þessi mynd var tekin í miðri Lífsstílsbreytingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda