Svona fór Brynhildur að því að tóna sig

Brynhildur Aðalsteinsdóttir náði frábærum árangri í Lífsstílsbreytingunni.
Brynhildur Aðalsteinsdóttir náði frábærum árangri í Lífsstílsbreytingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögfræðingurinn Brynhildur Aðalsteinsdóttir stóð sig vel í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Undir stjórn Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara náði hún markmiði sínu með glans. Markmið Brynhildar var alls ekki að léttast heldur styrkjast. Hún vildi tóna líkamann upp og minnka fituprósentu. 

Brynhildur Aðalsteinsdóttir.
Brynhildur Aðalsteinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar Brynhildur byrjaði í Lífsstílsbreytingunni var hún 66,2 kg en fór niður í 64,8 kg og léttist því um 1,4 kg. 

Meðan á Lífsstílsbreytingunni stóð missti hún 22 cm og fóru þar af 12 cm af kviðnum. Fituprósentan lækkaði töluvert en hún fór úr 19,46% niður í 12,6%. 

Þetta hófst með því að mæta eins og klukka á æfingar hjá Lilju og taka mataræðið í gegn. 

Þetta var Brynhildur að borða á venjulegum degi: 

Morgunmatur: 2 egg eða Cheerios með rúsínum. 

Millimál: 15 möndlur eða ávöxtur eða hrökkkex með hummus. 

Hádegismatur: Hnefastærð af kjúklingi eða fiski, fullt af grænmeti, sætar kartöflur ef þær voru í boði og fræ.

Millimál: 15 möndlur eða ávöxtur eða hrökkkex með hummus. 

Seinna millimál: Fyrir æfingu, chia-grautur í skvísu eð tilbúinn sjeik frá Froosh. 

Kvöldmatur: Yfirleitt kjúklingur matreiddur með ýmsum hætti, fullt af grænmeti og mjög oft ein lítil lárpera.

Fyrir svefn: Á æfingadögum var það próteinsjeik. 

Drykkir: 2 l vatn, tveir kaffibollar og amínó energy eftir þörfum. 

Brynhildur Aðalsteinsdóttir.
Brynhildur Aðalsteinsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál