Uppselt í jógastöðina Sólir

Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sólir.
Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari og eigandi Sólir. mbl.is/Styrmir Kári

Jógastöðin Sólir sem var opnuð árið 2015 og hefur síðan þá notið mikilla vinsælda. Nú er staðan þannig að búið er að setja þak á fjölda meðlima. Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi stöðvarinnar, segir að í dag séu 800 virkir iðkendur hjá stöðinni sem nýta 40 tíma töflu af krafti. 

Frétt af mbl.is: Lykillinn að velsæld er að vita hver maður er„Við munum því ekki taka inn fleiri nýja meðlimi nema einhver endurnýi ekki kortið sitt þegar það rennur út,“ segir Sólveig og bendir á að starfsfólk stöðvarinnar sé að taka niður nöfn á biðlista og sé þetta gert til að tryggja gæði og fagmennsku. 


„Þessar frábæru viðtökur fara án efa fram úr okkar björtustu vonum, við erum afskaplega þakklát og sérlega stolt af Sólarteyminu sem leggur sig alltaf fram af einlægni og öllum krafti.  V
ið heyrum stundum jógana okkar tala um lífsbjörg í Sólum og það er í einhverjum tilfellum ekkert grín,“ segir hún og bætir við: 

„En það er fyrst og fremst mikilvægt að við vöndum okkur áfram og höldum sérstöðu okkar sem eini vettvangurinn sem býður upp á heildræna lausn er varðar heilsu,“ segir hún. 
Sólveig Þórarinsdóttir.
Sólveig Þórarinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
Sólveig Þórarinsdóttir.
Sólveig Þórarinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál