Sjö kostir þess að sofa nakinn

Það er gott að sofa nakinn.
Það er gott að sofa nakinn. Ljósmynd/StockPhotos

Það er ekki bara þægilegt að sofa nakinn, það eru ýmsar heilsufarslegar ástæður sem mæla með því. Þið ættuð því ekki að vera feimin við rífa af ykkur flíkurnar svona rétt fyrir svefninn. The Telegraph tók saman sjö kosti þess að sofa nakinn. 

Þú verður líklegri til að geta getið barn

The Telegraph greinir frá rannsókn frá árinu 2015 sem sýndi fram á að það gæti haft áhrif á sæðisframleiðslu ef karlmenn svæfu í náttbuxum eða nærbuxum.  Þá voru þröngar boxer-nærbuxur taldar vera sérstaklega slæmar en ef menn eru í þeim eru líkur á því að hitinn á eistunum hækki sem getur leitt til þess að gæði sæðisins minnki. Menn geta hækkað gæði sæðis síns með því að losa sig við þröngu nærbuxurnar og ganga í víðum boxer-nærbuxum á daginn og sofa naktir á nóttunni.

Betri svefn

Flestir sérfræðingar eru sammála um að líkaminn nái betri stjórn á líkamshitanum þegar hann sefur nakinn, sem leiðir til betri og dýpri svefns.

Þú gætir lést

Þetta er ekkert grín. Ef þér er of heitt þegar þú sefur þá er líkaminn fastur í hræðsluástandi og ákveður að geyma fitu í staðinn fyrir að brenna henni.

Þú gætir orðið unglegri

Þú gætir að minnsta kosti elst betur. Þú sefur betur og líkaminn fær tíma til að laga frumurnar sem hjálpa til þess að slétta úr húðinni og hrukkum.

Ástarlífið verður betra

Fyrir þá sem deila rúmi með maka sínum getur nekt ýtt undir nánara samband. Samkvæmt rannsókn sem tók til 1000 manns voru 57 prósent þeirra sem sváfu naktir hamingjusamari í sínum samböndum. Lykillinn er talinn vera að þegar húðin snertir húð makans losar líkaminn um svokallað gleðihormón.

Þú kemst hjá sveppasýkingum

Með því að sofa nakinn fær þitt allra heilagasta svæði að anda sem leiðir til þess að þú ert ólíklegri til þess að fá sveppasýkingar. Það er gott að geta loftað um þetta svæði og haldið því svölu, þurru og hreinu.

Þú sparar pening

Það liggur augum uppi að þú þurfir ekki að eyða peningum í náttföt ef þú sefur nakinn. Að sofa í fæðingargallanum kostar ekkert.

Þessi ætti kannski að hugsa um að sleppa náttkjólnum.
Þessi ætti kannski að hugsa um að sleppa náttkjólnum. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál