Horát stuðlar að heilbrigði

Fólk getur kannski hætt að skammast sín fyrir að bora …
Fólk getur kannski hætt að skammast sín fyrir að bora í nefið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru eflaust margir sem hafa verið að bora í nefið á rauðu ljósið og borða það síðan. Vísindamenn hafa komist að því að hor geti stuðlað að heilbrigði og því ætti fólk ekkert að vera að skammast sín fyrir að bora í nefið. 

Samkvæmt Indy100 hafa vísindamenn við háskóla á borð við Harvard og MIT gefið það út að foreldrar ættu ekki að koma í veg fyrir að börn þeirra borði hor. Í hor má finna góðar bakteríur og þær eru góðar fyrir tennurnar. Samkvæmt rannsókn getur hor styrkt ónæmiskerfið. 

„Að borða uppþornaðar leifar af því sem þú dregur út er frábær leið til þess að styrkja ónæmiskerfi líkamans,“ sagði lungnasérfræðingurinn Friedrich Bischinger. „Það er skynsamlegt læknisfræðilega séð og það er náttúrulegt að gera það.“

Eftir að hafa fundið út hversu góð áhrif hor hefur á fólk stefna vísindamennirnir á að búa til tyggjó og tannkrem með sömu bakteríuflórunni. 

Það er náttúrulegt að bora í nefið.
Það er náttúrulegt að bora í nefið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál