Þarft þú frí frá samfélagsmiðlum?

Samfélagsmiðlar eru stór hluti af lífi fólks.
Samfélagsmiðlar eru stór hluti af lífi fólks. Ljósmynd / Getty Images

Samfélagsmiðlar geta verið bæði skemmtilegir og nytsamlegir en stundum væri lífið mögulega einfaldara án þeirra. Fólk mundi koma fleiru í verk og áhyggjur út af myndum og „like-um“ mundu hverfa. Það getur verið gott að taka sér pásu frá samfélagsmiðlum en stundum er það hreinlega nauðsynlegt. Mindbodygreen tók saman fimm merki sem gefa það til kynna að það sé kominn tími til að eyða tímanum í eitthvað annað en Facbook og Instagram.

Verkir í úlnliðum, baki eða hálsi

Verkir á þessum stöðum eru vegna slæmrar líkamsbeitingar þegar snjalltæki eru notuð. Þegar samfélagsmiðlanotkun er byrjuð að hafa áhrif á líkamlega heilsu fólks ætti fólk líklega að hugsa sinn gang. 

Þegar þér líður eins og þú þurfir að fara á staði eða breyta lífi þínu og umhverfi fyrir Instagram

Margir finna til óöryggis gegnum Facebook og Instagram. Ef fólk er óánægt með sjálft sig, verður öfundsjúkt eða pirrað við að skoða annað fólk á samfélagsmiðlum ætti það að endurskoða vera sína þar.

Þú eyðir meira en 30 mínútum að gera mynd/stöðufærslu tilbúna

Nema þetta sé mjög löng stöðuuppfærsla þá ert þú örugglega að ofhugsa hlutina. Ef fólk finnur fyrir stressi vegna þess sem það setur á samfélagsmiðla og sýnir ekki sjálft sig í réttu ljósi á samfélagsmiðlum er kannski kominn tími til að hugsa út í hvað samfélagsmiðlar séu að gera fyrir það.

Þú hugsar ekki nógu mikið um sjálfan þig

Það er kominn tími á smá pásu þegar þú hefur ekki lengur tíma í að hugsa um sjálfan þig, vinna að markmiðum þínum af því þú ert upptekin á samfélagsmiðlum.

Þú tengir ekki eins vel og áður við ástríður þínar

Ef að samfélagsmiðlar veita þér hamingju og innblástur og tengja þig betur við ástríður þínar, það sem skiptir þig máli, ertu kannski á réttri hillu. Ef ekki, ættir þú líklega að minnka notkunina og reyna einbeita þér að því sem skiptir þig verulega máli.

Fólk á það til að skoða Facebook heilu og hálfu …
Fólk á það til að skoða Facebook heilu og hálfu dagana. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál