Þetta borða heilsugúrúar í skyndi

Skyndibitastaðir bjóða oft upp á að sleppa brauðinu þannig að …
Skyndibitastaðir bjóða oft upp á að sleppa brauðinu þannig að útkoman verði salat í skál. mbl.is/Thinkstockphotos

Það lenda allir í því að hafa ekki tíma til þess að elda, gleyma að taka með sér nesti eða vera fastir á flugvöllum og varla annað í boði en hamborgar og súkkulaðibitakökur. Hvað gerir fólk þá sem reynir yfirleitt að huga að heilsunni? Mindbodygreen fékk nokkrar konur sem huga að heilsunni til að deila sér hvað þær gerðu í þessum aðstæðum. 

Hafragrautur

Það er hægt að fá ýmiss konar útgáfur á hafragrautum á kaffihúsum. 

Sushi

Það er auðvelt að kippa með sér tilbúnum sushibakka úr næstu matvöruverslun. 

Grænmetisborgarar

Það er góð lausn að fá sér grænmetisborgara þegar maður er staddur á hamborgarastað en vill ekki fá sér venjulegan hamborgara. Flestir staðir bjóða upp á grænmetisborgara. 

Grænmeti, hummus og hrökkbrauð úr búðinni

Í stað þess að hoppa inn á veitingastað er hægt að koma við í búð og kaupa sér hrökkbrauð og hummus. Það er einfalt að dýfa hrökkbrauðinu ofan í hummusöskjuna. Síðan er hægt að kaupa grænmeti. Erlendis er oft mikið úrval af tilbúnum salötum og niðurskornu grænmeti og ávöxtum. 

Salat 

Margir skyndibitastaðir sem bjóða upp á einhvers konar brauðmeti bjóða oft upp á að fá sér salat í skál. 

Það þarf ekki að fara beint í hamborgara og franskar …
Það þarf ekki að fara beint í hamborgara og franskar þó svo maður sé að borða skyndibita. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál