Virkar orkublundurinn eitthvað?

Það er betra að taka stuttan lúr en að drekka …
Það er betra að taka stuttan lúr en að drekka kaffi. mbl.is/Thinkstockphotos

Að taka stuttan orkublund á daginn getur skilað betri afköstum og aukinni einbeitingu. Það er því ekki svo vitlaust að leggja sig aðeins þegar mikið liggur við í staðinn fyrir að kaupa enn einn kaffibollann. 

Samkvæmt Women's Health hafa rannsóknir sýnt að orkublundur yfir daginn getur margborgað sig. Þegar NASA gerði rannsókn á geimförum kom í ljós að 25 mínútna blundur skilaði sér í 35 prósent betri dómgreind og 16 prósent betri aðgætni. Það er því ekki furða að NASA hafi hvatt til eftirmiðdagsblunds. 

Það kom einnig í ljós í annarri rannsókn að þeir sem lögðu sig í 15 til 20 mínútur yfir daginn vöknuðu betur tilbúnir í verkefni og gekk betur en þeim sem drukku kaffi í staðinn. 

Stundum getur borgað sig að taka smá orkublund.
Stundum getur borgað sig að taka smá orkublund. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar við tökum stuttan orkublund hefur sá hluti af heilanum sem er á fullu meðan við vökum tíma til að hvílast. Í einni rannsókn kom fram að tíu mínútna blundur skilaði mestum árangri. En vísindamenn eru almennt sammála um að allt undir 30 mínútum skili árangri. 

Fólk finnur oft ekki þessa svefntilfinningu eftir svona stuttan svefn en engu að síður skilar hann árangri. Ef fólk sefur hins vegar lengur á það á hættu að vakna enn syfjaðra en það var áður en það sofnaði. En djúpsvefn hefst vanalega ekki fyrr en eftir 30 mínútur. 

Það er því ekki svo heimskulegt að prófa að fá sér blund einhvern eftirmiðdaginn þegar þú ert þreytt/ur og getur ekki einbeitt þér. Fyrirtæki á borð við Google og Apple eru með sérhönnuð herbergi fyrir orkublunda. 

Passa þarf að leggja sig ekki lengur en 30 mínútur.
Passa þarf að leggja sig ekki lengur en 30 mínútur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál