„Hreyfing er mega þerapía fyrir mig“

Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið.
Stella Rósenkranz hefur alltaf hreyft sig mikið. ljósmynd/Garðar Ólafsson

Hreyfing er stór hluti af lífi danskennarans og danshöfundarins Stellu Rósenkraz en auk þess að starfa sem deildastjóri í Dansstúdíói World Class er hún að undirbúa stórtónleika Páls Óskars sem fara fram í Laugardalshöllinni í september. 

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

Ég reyni að fara mikið í ræktina. Ekkert alla daga samt, ég tek þetta meira svona í syrpum. Ég hleyp mikið, það er svona mín hugleiðsla. Næ að slökkva aðeins á heilanum, endurhlaða batteríin, skipuleggja mig eða endurstilla fókusinn, það er misjafnt!

Hefur þú alltaf stundað líkamsrækt? 

Já, ég hef alltaf verið aktív og stundað íþróttir. Mamma fór með mig á fyrstu fimleikaæfinguna þegar ég var fimm ára. Ég held að ég hafi prófað að æfa flestar íþróttir sem krakki enda algjört íþróttanörd. Ég er það enn í dag, elska að fylgjast með íþróttum! Líkamsrækt kom svo á seinni árum, samhliða dansinum.

Ertu dugleg að hreyfa þig á sumrin og þegar þú ert í sumarfríi?

Já, ég er það. Það er svo stór partur af því sem ég geri, þ.e. minni vinnu. Dansinn er ekkert nema vöðvastjórnun og vöðvaminni, því betra formi sem ég er í, því betur dansa ég.

ljósmynd/Rakel Tómasdóttir

Hreyfirðu þig öðruvísi á sumrin en á veturna? 

Já, ég er miklu meira úti á sumrin af því að veðrið leyfir það. Hleyp og geng mikið úti með hundinn og svona. Mig langar alltaf í fjallgöngur, ég þarf að fara að bæta mig í því. Nenni því allt of sjaldan!

Hvað færðu út úr hreyfingu?

Hreyfing er mega þerapía fyrir mig. Fá smá útrás og á sama tíma að viðhalda sjálfri mér. Ég þarf að viðhalda mér mikið í styrk og liðleika út af dansinum svo þetta helst allt í hendur. Ég er yfirleitt mest skapandi þegar ég er einhvers staðar að hreyfa mig, þá koma oft bestu hugmyndirnar.

Hugsarðu vel um mataræðið? 

Ég hugsa mikið um holla næringu en ég vinn þannig vinnu að ég borða mikið á hlaupum. Þá næ ég ekki alltaf að borða það sem ég myndi helst vilja setja ofan í mig. Djúsarnir á Joe & The Juice bjarga mér þó alltaf með vítamínin þegar ég hef ekki skipulagt mataræðið nógu vel yfir daginn. En ég stefni á að verða betri í þessu  - þetta er allt að gerast hjá mér.

Hvað gerir þú til slaka á og gera vel við þig?

Ég ferðast mikið, bæði vinnutengt og til að slaka á. Það er oft best að komast í burtu að heiman. Ég fer mikið í nudd, verð að gera það til að vera í lagi líkamlega. Göngutúrar í Heiðmörk eru eitthvað sem ég get ekki sleppt. Heiðmörk hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu, þar sem ég er úr Garðabænum. Útivera gerir mjög mikið fyrir mig, ég er algjört náttúrubarn. Svo fer ég mikið í spa í World Class í Laugum, það er algjör töfralausn við öllu!

Eru einhverjir ósiðir sem þú þarf að venja þig af?

Já, ég þarf að fara fyrr að sofa á kvöldin. Ég er að vinna í því.

Stella Rósenkranz.
Stella Rósenkranz. ljósmynd/Rakel Tómasdóttir
mbl.is

Er ég of ung fyrir botox?

11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Í gær, 21:00 Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í gær Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »