Missti 13 kíló eftir svakalegt áfall

Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk …
Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk hjartaáfall. skjáskot/instagram

Sammi Goldsmith er 23 ára mastersnemi frá Norður-Karólínu sem hefur verið að hlaupa mikið síðustu þrjú árin en fyrir þrem árum fékk pabbi hennar alvarlegt hjartaáfall.

Tímaritið Women's Health fékk Sammi í viðtal og spurði hana út í áfallið sem lét hana gjörbreyta lífsstíl sínum og þar af leiðandi missa 13 kíló.

Hvað lét þig vilja byrja að hlaupa?

Pabbi minn fékk fyrsta af tveimur hjartaáföllum fyrir næstum þremur árum þegar ég var á þriðja ári í háskóla. Það að pabbi minn hafi næstum dáið hafði mikil áhrif á mig og ég byrjaði að lesa mig til um hjartaheilsu og ákvað að snúa lífi mínu á réttan veg. Ég lagði mesta áherslu á breytt og bætt mataræði og útihlaup.

Hversu oft hleypur þú?

Ég hleyp þrisvar eða fjórum sinnum í viku.

Hver er rútínan þín?

Ég hleyp léttilega fjóra til átta kílómetra. Í ræktinni tek ég spretti á hlaupabretti en úti hleyp ég annaðhvort mjög hratt 12 kílómetra eða skokka lengra en 12 kílómetra.

Keppir þú einhvern tímann?

Ég hef klárað tvö hálf maraþon og stefni á að hlaupa heilt maraþon á næsta ári. Ég ætla að hlaupa þriðja hálf maraþonið mitt í september. Ég elska að keppa í maraþonum.

Tekur þú þátt í öðrum íþróttum?

Ég var í körfuboltaliði þegar ég var í háskóla og núna er ég aðstoðarmaður fyrir körfuboltaliðið í Virginia Tech. Mig langar að verða körfuboltaþjálfari í framtíðinni. Ég lyfti líka mikið, fer í spinning og elda mikið.

Hvað færðu út úr því að hlaupa?

Það eru tveir hlutir sem að ég elska mest við það að hlaupa. Fyrsta er að finna fyrir stoltinu sem ég fæ þegar ég hleyp lengra en ég hef hlaupið nokkurn tímann áður. Það er svo frábært þegar maður uppgötvar það að líkaminn getur hluti sem þú helst að hann gæti aldrei gert. Seinna sem ég elska við það að hlaupa er samfélagið sem myndast í kringum þessa íþrótt. Ég á núna marga hlaupafélaga og ég elska að hlaupa með þeim langar vegalengdir þar sem að við tölum saman um okkar dýpstu leyndarmál og verðum enn nánari.

Getur þú lýst ferlinu þegar þú byrjaðir að léttast?

Þetta byrjaði allt saman þegar ég steig á vigtina hjá lækninum mínum og skammaðist mín ótrúlega. Vigtin sagði að ég væri 84 kíló en það var ekki fyrr en pabbi minn fékk hjartaáfall að ég breytti lifnaðarháttum mínum. Ég byrjaði að elda meira og drekka minna af gosi. Ég hætti alveg að borða morgunmatinn minn á McDonald's og ég fór að hreyfa mig meir. Eftir fjóra mánuði steig ég á vigtina og var orðin 74 kíló. Nú þremur árum seinna er ég 69 kíló.

Hver er leyndarmál þyngdartaps þíns?

Ég myndi segja að gera litlar lífstílsbreytingar og vera samkvæmur sjálfum sér. Til dæmis hætti ég að drekka gos og hef ekki gert það síðan. Það að drekka ekki mikið af kaloríum hjálpaði mér að léttast. Ég fer líka bara einu sinni eða tvisvar í viku úr að borða og borða miklu minna af kjöti. Að minnka sykur og fitu í matnum sem ég borðaði var líka mikilvægur partur.

Hvernig heldur þú þessu gangandi?

Ég byrjaði að blogga um heilsu og hreyfingu til þess að sýna allt sem ég elda og borða. Vinir sem ókunnugir biðja mig oft um ráð því þeim finnst mín saga vera hvetjandi. Það, ásamt sambandi mínu við pabba minn,  hvetur mig til þess að halda þessum heilbrigða lífsstíl áfram.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við?

Ég í alvöru elska að hlaupa. Í gegnum hlaupið hef ég eignast vini, fundið hamingju, og nýtt áhugamál. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir þessa íþrótt.

Hægt er að fylgjast með Sammi á Instagram-síðu hennar hér.

Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál