Missti 13 kíló eftir svakalegt áfall

Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk ...
Sammi Goldsmith breytti lífi sínu eftir að faðir hennar fékk hjartaáfall. skjáskot/instagram

Sammi Goldsmith er 23 ára mastersnemi frá Norður-Karólínu sem hefur verið að hlaupa mikið síðustu þrjú árin en fyrir þrem árum fékk pabbi hennar alvarlegt hjartaáfall.

Tímaritið Women's Health fékk Sammi í viðtal og spurði hana út í áfallið sem lét hana gjörbreyta lífsstíl sínum og þar af leiðandi missa 13 kíló.

Hvað lét þig vilja byrja að hlaupa?

Pabbi minn fékk fyrsta af tveimur hjartaáföllum fyrir næstum þremur árum þegar ég var á þriðja ári í háskóla. Það að pabbi minn hafi næstum dáið hafði mikil áhrif á mig og ég byrjaði að lesa mig til um hjartaheilsu og ákvað að snúa lífi mínu á réttan veg. Ég lagði mesta áherslu á breytt og bætt mataræði og útihlaup.

Hversu oft hleypur þú?

Ég hleyp þrisvar eða fjórum sinnum í viku.

Hver er rútínan þín?

Ég hleyp léttilega fjóra til átta kílómetra. Í ræktinni tek ég spretti á hlaupabretti en úti hleyp ég annaðhvort mjög hratt 12 kílómetra eða skokka lengra en 12 kílómetra.

Keppir þú einhvern tímann?

Ég hef klárað tvö hálf maraþon og stefni á að hlaupa heilt maraþon á næsta ári. Ég ætla að hlaupa þriðja hálf maraþonið mitt í september. Ég elska að keppa í maraþonum.

Tekur þú þátt í öðrum íþróttum?

Ég var í körfuboltaliði þegar ég var í háskóla og núna er ég aðstoðarmaður fyrir körfuboltaliðið í Virginia Tech. Mig langar að verða körfuboltaþjálfari í framtíðinni. Ég lyfti líka mikið, fer í spinning og elda mikið.

Hvað færðu út úr því að hlaupa?

Það eru tveir hlutir sem að ég elska mest við það að hlaupa. Fyrsta er að finna fyrir stoltinu sem ég fæ þegar ég hleyp lengra en ég hef hlaupið nokkurn tímann áður. Það er svo frábært þegar maður uppgötvar það að líkaminn getur hluti sem þú helst að hann gæti aldrei gert. Seinna sem ég elska við það að hlaupa er samfélagið sem myndast í kringum þessa íþrótt. Ég á núna marga hlaupafélaga og ég elska að hlaupa með þeim langar vegalengdir þar sem að við tölum saman um okkar dýpstu leyndarmál og verðum enn nánari.

Getur þú lýst ferlinu þegar þú byrjaðir að léttast?

Þetta byrjaði allt saman þegar ég steig á vigtina hjá lækninum mínum og skammaðist mín ótrúlega. Vigtin sagði að ég væri 84 kíló en það var ekki fyrr en pabbi minn fékk hjartaáfall að ég breytti lifnaðarháttum mínum. Ég byrjaði að elda meira og drekka minna af gosi. Ég hætti alveg að borða morgunmatinn minn á McDonald's og ég fór að hreyfa mig meir. Eftir fjóra mánuði steig ég á vigtina og var orðin 74 kíló. Nú þremur árum seinna er ég 69 kíló.

Hver er leyndarmál þyngdartaps þíns?

Ég myndi segja að gera litlar lífstílsbreytingar og vera samkvæmur sjálfum sér. Til dæmis hætti ég að drekka gos og hef ekki gert það síðan. Það að drekka ekki mikið af kaloríum hjálpaði mér að léttast. Ég fer líka bara einu sinni eða tvisvar í viku úr að borða og borða miklu minna af kjöti. Að minnka sykur og fitu í matnum sem ég borðaði var líka mikilvægur partur.

Hvernig heldur þú þessu gangandi?

Ég byrjaði að blogga um heilsu og hreyfingu til þess að sýna allt sem ég elda og borða. Vinir sem ókunnugir biðja mig oft um ráð því þeim finnst mín saga vera hvetjandi. Það, ásamt sambandi mínu við pabba minn,  hvetur mig til þess að halda þessum heilbrigða lífsstíl áfram.

Er eitthvað sem þú vilt bæta við?

Ég í alvöru elska að hlaupa. Í gegnum hlaupið hef ég eignast vini, fundið hamingju, og nýtt áhugamál. Ég verð því ævinlega þakklát fyrir þessa íþrótt.

Hægt er að fylgjast með Sammi á Instagram-síðu hennar hér.

Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Sammi hleypur núna þrisvar til fjórum sinnum í viku.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Vinna upp úr fötum sem var hafnað

Í gær, 18:00 Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs. Meira »

Hödd selur eitursvala raðhúsið sitt

Í gær, 15:00 Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir hefur sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er nýstandsett en það var byggt 2017. Meira »

Veggfóðrið gjörbreytti hjónaherberginu

Í gær, 12:00 Ásta Sigurðardóttir lét veggfóðra einn vegg í hjónaherbergi sínu í Fossvogi. Hún valdi veggfóður frá Versace sem kemur með alveg nýja dýpt inn í herbergið. Í leiðinni málaði hún veggina í stíl og lakkaði hjónarúmið. Meira »

„Komdu út úr myrkrinu“

Í gær, 09:01 Orri Einarsson einn af stjórnendum Áttunnar lýsir reynslu sinni í neyslu og lífinu í bata. Hann kallar á alla þá sem eru ennþá þarna úti að koma út úr myrkrinu. „Hlutverk ykkar í lífinu er ekki að vera fíklar. Það er meira og stærra líf sem bíður ykkar.“ Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

í gær „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Notar ekki stílista og velur fötin sjálf

í fyrradag Stjörnurnar eru flestar með stílista í vinnu sem sjá um að klæða þær fyrir opinbera viðburði. Það eru þó sumar sem vilja ekkert með stílista hafa. Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

í fyrradag Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

í fyrradag „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

í fyrradag Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

í fyrradag Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

í fyrradag Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

í fyrradag „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

19.3. Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

18.3. Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

18.3. Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

18.3. Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

18.3. Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

18.3. Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »