Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Seinasta júlí var Rebekah Ceidro að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris talar ekki mikið um sitt persónulega líf á samfélagsmiðlum þannig að Rebekah vissi að hann hlyti að vera örvæntingarfullur.

Fjölmargir vinir og vandamenn Chris deildu skilaboðum hans með von um að finna einhvern sem gæti gefið honum nýra sem fyrst þar sem að læknar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eftir ólifað.

Rebekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyrir vinnufélaga sinn og sendi honum persónuleg skilaboð um að hún vildi gefa honum nýra. Chris gat varla klárað að lesa skilaboð hennar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakklátur.

Fyrsta skref Rebekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heilbrigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en læknarnir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Rebekah en læknarnir voru hræddir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu hennar.

Rebekah var 98 kíló á þeim tíma og læknarnir gáfu henni tvo valmöguleika – annaðhvort að léttast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Rebekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi einhvers og lofaði læknunum að missa aukakílóin.

Hún byrjaði á því að hala niður smáforriti í símann sinn og setti sér markmið að hlaupa á hverjum degi þangað til að það væri ekkert mál að hlaupa fimm mílur (8 kílómetra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverjum degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 mílur á dag sex daga vikunnar og gerði síðan alls konar æfingar í ræktinni eftir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúmlega þrem klukkutímum.  

Þó svo að Rebekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hefur hún nú misst 17 kíló og ætlar ekkert að stoppa á næstunni en hún stefnir á að taka þátt í öðru maraþoni í ágúst.

Næsti læknistími Chris er nú í ágúst og mun þá líffæraflutningurinn verða bókaður og staðfestur – sem þýðir það að Chris mun að öllum líkindum lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon. Skjáskot/WomensHealth
mbl.is

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í gær Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í gær Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »