Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Seinasta júlí var Rebekah Ceidro að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris talar ekki mikið um sitt persónulega líf á samfélagsmiðlum þannig að Rebekah vissi að hann hlyti að vera örvæntingarfullur.

Fjölmargir vinir og vandamenn Chris deildu skilaboðum hans með von um að finna einhvern sem gæti gefið honum nýra sem fyrst þar sem að læknar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eftir ólifað.

Rebekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyrir vinnufélaga sinn og sendi honum persónuleg skilaboð um að hún vildi gefa honum nýra. Chris gat varla klárað að lesa skilaboð hennar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakklátur.

Fyrsta skref Rebekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heilbrigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en læknarnir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Rebekah en læknarnir voru hræddir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu hennar.

Rebekah var 98 kíló á þeim tíma og læknarnir gáfu henni tvo valmöguleika – annaðhvort að léttast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Rebekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi einhvers og lofaði læknunum að missa aukakílóin.

Hún byrjaði á því að hala niður smáforriti í símann sinn og setti sér markmið að hlaupa á hverjum degi þangað til að það væri ekkert mál að hlaupa fimm mílur (8 kílómetra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverjum degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 mílur á dag sex daga vikunnar og gerði síðan alls konar æfingar í ræktinni eftir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúmlega þrem klukkutímum.  

Þó svo að Rebekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hefur hún nú misst 17 kíló og ætlar ekkert að stoppa á næstunni en hún stefnir á að taka þátt í öðru maraþoni í ágúst.

Næsti læknistími Chris er nú í ágúst og mun þá líffæraflutningurinn verða bókaður og staðfestur – sem þýðir það að Chris mun að öllum líkindum lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon. Skjáskot/WomensHealth
mbl.is

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »