Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Seinasta júlí var Rebekah Ceidro að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris talar ekki mikið um sitt persónulega líf á samfélagsmiðlum þannig að Rebekah vissi að hann hlyti að vera örvæntingarfullur.

Fjölmargir vinir og vandamenn Chris deildu skilaboðum hans með von um að finna einhvern sem gæti gefið honum nýra sem fyrst þar sem að læknar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eftir ólifað.

Rebekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyrir vinnufélaga sinn og sendi honum persónuleg skilaboð um að hún vildi gefa honum nýra. Chris gat varla klárað að lesa skilaboð hennar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakklátur.

Fyrsta skref Rebekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heilbrigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en læknarnir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Rebekah en læknarnir voru hræddir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu hennar.

Rebekah var 98 kíló á þeim tíma og læknarnir gáfu henni tvo valmöguleika – annaðhvort að léttast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Rebekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi einhvers og lofaði læknunum að missa aukakílóin.

Hún byrjaði á því að hala niður smáforriti í símann sinn og setti sér markmið að hlaupa á hverjum degi þangað til að það væri ekkert mál að hlaupa fimm mílur (8 kílómetra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverjum degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 mílur á dag sex daga vikunnar og gerði síðan alls konar æfingar í ræktinni eftir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúmlega þrem klukkutímum.  

Þó svo að Rebekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hefur hún nú misst 17 kíló og ætlar ekkert að stoppa á næstunni en hún stefnir á að taka þátt í öðru maraþoni í ágúst.

Næsti læknistími Chris er nú í ágúst og mun þá líffæraflutningurinn verða bókaður og staðfestur – sem þýðir það að Chris mun að öllum líkindum lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon. Skjáskot/WomensHealth
mbl.is

Frumsýning á Matthildi

16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

05:00 „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

04:00 Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í gær Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í gær Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í gær Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »