Hættu þessu til að minnka sykurþörf

Þeir sem drekka kaffi á hverjum degi eru líklega mun …
Þeir sem drekka kaffi á hverjum degi eru líklega mun þyrstari í sætindi en aðrir. Ljósmynd / Getty Images

Nýjustu rannsóknir hafa sýnt fram á það að kaffidrykkja hefur áhrif á sykurþörf fólks. Women's Health greinir frá þessu.

Í rannsókninni var þátttakendum skipt upp í tvo hópa þar sem annar drakk venjulegt kaffi og hinn koffínslaust kaffi. Kaffibollar allra þátttakenda voru með jafnmiklum viðbættum sykri og þeir vissu ekki hvora tegundina af kaffi þeir drukku.

Þó svo að magn sykurs í kaffibollunum hafi verið það sama sagði koffíndrykkjufólkið kaffið vera minna sykrað en fólkið sem drakk koffínslausa kaffið. 

Rannsóknin gefur það til kynna að koffín deyfi sykurskynjara líkamans þannig að við finnum ekki eins fyrir sykruðu bragði. Þetta gæti leitt til þess að borða meira af sætindum en venjulega til þess að fullnægja sykurþörfinni.

Þeir sem drekka kaffi alla morgna eru því mun líklegri að vera meira fyrir sætindi en aðrir.

Koffín getur haft þær afleiðingar að auka sykurþörfina þína.
Koffín getur haft þær afleiðingar að auka sykurþörfina þína. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál