Borðaðu þetta en ekki þetta

Gunnar Már Kamban.
Gunnar Már Kamban. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er sjaldnast þörf að hætta að borða allt sem er gott þó þú sért að minnka sykraðar vörur. Langflest er hægt að finna án sykurs, með minna magni eða hreinlega að búa það til sjálf/ur. Hérna eru nokkrar vörur sem sniðugt er að skipta út fyrir aðrar í fyrstu vikunni,“ segir Gunnar Már Kamban höfundur bókanna Hættu að borða sykur og LKL lífsstíllinn svo eitthvað sé nefnt. Hann er lesendum Smartlands innan handar í Sykurlausum september. 
 



Borðaðu þetta – Popp sem þú poppar sjálf/ur og léttsaltar - ekki missa þig í magninu
En ekki þetta – Örbylgjupopp sem inniheldur margfalt magn af fitu og er mjög salt

Drekktu þetta – Sódavatn er hægt að fá í ótal brögðum með mjög litlu magni af sætuefnum og eru góður kostur til að fá smá bragð.
En ekki þetta – Gosdrykkir, orkudrykkir og íþróttadrykkir verða að fara út.

Borðaðu þetta – Ávexti skaltu borða og nota í matargerð t.d. út á salat. Gott er að borða prótein eða fitu með ávöxtum þar sem þeir eru að mestu leiti kovletni. Epli með hnetu eða möndlusmjöri er góður millimálakostur.
En ekki þetta – Ávaxtasafar í hvaða formi sem er, 100% eða lífrænir skiptir ekki máli.

Borðaðu þetta – Notaðu sætuefni eins og erythritiol eða stevia
En ekki þetta – Passaðu þig á lífrænum eða heilsuútgáfum af sykri eins og agave-síróp og hunangi. Passaðu þig líka á heilsunammi og próteinbörum, lestu aftan á umbúðirnar.

Borðaðu þetta – Veldu 80% - 90% dökkt súkkulaði þegar þú vilt smá sætt með kaffinu, langlægsta sykurinnihaldið
En ekki þetta – 70% súkkulaði inniheldur alltof hátt magn sykurs og er ekki hægt að fella inn í heilsusúkkulaði flokkinn.

Borðaðu þetta – Chia-graut í morgunverð (googlaðu chiagrautur, finnur fullt af uppskriftum)
En ekki þetta – Hefðbundin morgunkorn innihalda eingöngu mikið unnin kolvetni og sum þeirra innihalda líka nokkuð magn sykurs.

Vertu með í Sykurlausum september á Smartlandi á facebook. 

Fylgstu Smartlandi á Instagram. Þar getur þú séð hvað gerist bak við tjöldin! 

Æfing dagsins! Þrykkja kleinuhringjunum í burtu!

A post shared by Smartland (@smartlandmortumariu) on Sep 2, 2017 at 5:01am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál