Lærðu allt um sykur!

Gunnar Már Kamban er höfundur bókanna Hættu að borða sykur …
Gunnar Már Kamban er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og hveiti, LKL og 17:7.

„Fyrsta skrefið í að borða rétta matinn er að kaupa rétta matinn. Það er eingöngu hægt að gera ef þú lest innihaldslýsinguna aftan á vörunni sem þú kaupir. Það getur verið pínu flókið því upplýsingarnar eru misjafnlega settar fram og þarf því mögulega að fara að reikna aðeins en trúðu mér ef planið er að minnka sykurneysluna og gera það að lífsstíl er það að lesa á innihaldslýsingar eitthvað sem þú verður að temja þér, Alla vega tímabundið meðan þú finnur út hvaða vörur eru betri en aðrar,“ segir Gunnar Már Kamban í sínum nýjsta pistli: 

Að hverju ættirðu að vera að leita

Ágætis þumalputtaregla er að leita að vörum með fæst innihaldsefni því það þýðir að varan sé laus við aukefni sem oft eru notuð til að þykkja, lita eða geyma vöruna lengur. Gott dæmi um þetta er að þú getur búið til þinn eigin ís með tveimur hráefnum á 2 mínútum með því að setja gríska jógúrt og frosin jarðarber í blandara. Ís sem þú kaupir úti í búð með pekanhnetum og karamellu inniheldur yfir 20 innihaldsefni og 25 grömm af sykri í 100 g eða 5 sykurmola.   

Svona lítur innihaldslýsingin í týpískum ís út úr búð út:

Vatn, undanrennuduft, hert kókosfita, sykur, þrúgusykur, pekanhnetur, karamellusósa (glúkósa síróp, undanrennuduft, vatn, jurtafita, smjör, sykur, tvínatríumfosfat, salt, bindiefni (karragenan), bragðefni), bindiefni (natríumalgínat, karóbgúmmí, gúargúmmí, karragenan, glýseról, karboxímetýlsellulósi, ein- og tvíglýseríð), bragðefni, litarefni (annattólausnir).

Þegar sykur er í fyrsta eða öðru sæti

Ef sykur er í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í upptalningunni á innihaldsefnunum er nær öruggt að þetta er vara sem hentar þér ekki. Því fyrr sem sykur er því meira er af honum í vörunni. Þessi upptalning er sett þannig upp að það sem er mest af er fyrst og svo koll af kolli. Það skiptir engu máli hérna þó að varan sé lífræn, 100% náttúruleg eða á henni séu aðrar heilsutengdar yfirlýsingar. Ekki velja svona vörur. punktur! Dæmi um þetta eru margar gerðir af 70% dökku súkkulaði sem hafa fengið á sig nokkurs konar heilsustimpil síðustu ár. Ef sykur er annað helsta hráefnið í vörunni er hún auðvitað ekki í lagi þrátt fyrir frábæra hönnun og fögur fyrirheit á umbúðunum.

Sykur á fáránlega marga frændur

Það stendur ekki alltaf „sykur“ á vörunum sem þú skoðar innihaldslýsinguna á. Framleiðendur hafa fyrir löngu áttað sig á því að það eykur ekki söluna nema síður sé að fara að lúðra því á umbúðunum að það sé sykur í vörunni. Það er því búið að grafa upp margar útgáfur af sykri en í raun er þetta allt sama efnið. Sykur, svona eins og við þekkjum hann, getur haft yfir 50 önnur nöfn en er í meginatriðum bara sykur. Tökum sem dæmi hrásykur. Þegar hann var kynntur fyrir umheiminum var hann sagður vera næringarríkari útgáfan af sykri með meira af næringarefnum og minna unninn. Þökk sé frábærri markaðssetningu var hann álitinn holli frændi sykurs og margar heilsuvörur skiptu út hvíta sykrinum í hrásykur og ruku út nema hvað. Slæmu fréttirnar eru þær að hrásykur er í raun bara nákvæmlega ekkert annað en sykur (mínus hvíttunin) og í raun er hrásykur með aðeins fleiri kaloríur en hvítur sykur í teskeiðinni. Þannig að þegar þú lest aftan á umbúðirnar skaltu leita eftir þessum dulnefnum sykurs.

- Corn syrup
- High fructose corn syrup (HFCS)
- Cane sugar
- Evaporated cane sugar
- Agave
- Fruit juice
- Fruit puree
- Fruit juice concentrate
- Syrup
- Brown syrup
- Honey
- Maple honey
- Raw sugar
- Maltose
- Dextrose
- Molasses
- Sucrose
- Malt sugar
- Fructose
- Glucose

Þetta er ekki tæmandi listi en er með algengustu tegundunum og þær eru á ensku á flestum umbúðunum svo ég hef þær hérna líka á ensku. Leggðu þetta nú á minnið og hlauptu út í búð! Nei, nei, þú tekur bara mynd á símann og hefur þetta við höndina.     

Þarftu stuðning til þess að hætta að borða sykur? Skráðu þig í grúbbuna, Sykurlaus september á Smartlandi á Facebook. 

Fylgstu með okkur á Instagram. Þú gætir dottið í lukkupottinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál