3 lykilatriði til að geta minnkað sykurneysluna

Gunnar Már Kamban.
Gunnar Már Kamban. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er erfitt að hætta í sykri, það vita allir sem hafa reynt það. Það er líka erfitt að byggja hús á sandi, það vita allir sem hafa reynt það. Ég er að tala um það að grunnurinn þarf að vera í lagi ef vel á að takast. Ef mataræði þitt er slakt í grunninn og inniheldur líka mikinn sykur er líklegt að verkefnið takist ekki þar sem líkaminn er ekki að fá þá næringu sem frumur hans þurfa. Þetta er lykilatriði og eitthvað sem allir ættu að byrja á hvert svo sem verkefnið er. Um þetta fjallar þessi grein og það eru 3 atriði sem við ættum að leggja áherslu á.

ORKA:

Þú verður að borða orku daglega – inn með hana.
Þegar kemur að orku frá matnum er mikilvægt að velja orku sem keyrir ekki upp blóðsykurinn og veldur síðan orkuleysi þegar hann fellur. Bættu við góðum fitugjöfum inn í mataræðið hjá þér eins og ólífuolíu, kókosolíu, smjöri, hnetum og avókadó. Fitusýrur eru góður orkugjafi og hafa ekki áhrif á blóðsykurinn. Samhliða þessu er gott að auka neyslu á grænmeti og fersku salati og skera á einfalda kolvetnisgjafa.

NÆRINGAREFNI:

Þú þarft næringarríkan mat daglega – inn með hann
Vandamálið hérna er kannski að viss matur getur verið þokkalega næringarríkur en hefur einnig veruleg áhrif á blóðsykurinn og þar með orkuna og matarvalið í framhaldinu. Veldu alltaf hreina próteingjafa eins og egg, kjöt og fisk. Prótein mettar okkur vel og innihalda lífsnauðsynlegar amínósýrur sem allar frumur líkamans þurfa á að halda. Veldu góðar fitusýrur eins og frá feitum fiski, hnetum, fræjum, góðum olíum og ósykruðum mjólkurvörum. Fitan mettar okkur vel, veitir okkur orku og er lífsnauðsynleg fyrir frumur okkar. Veldu síðan lítið unnin kolvetni með ríka áherslu á grænmeti og salat sem er stútfullt af trefjum og næringarefnum.

EKKI-NÆRINGAREFNI:

Þú þarft ekki eitt gramm af þessu dóti – út með það!
Það er ekki bara sykur sem er mikil heilsuspillir heldur eru það nokkrir aðrir hlutir sem þú ættir að skoða að takmarka verulega samhliða sykurneyslunni. Sykur er næringarsnauður og hefur verulega áhrif á blóðsykurinn og ýtir undir aukna neyslu gegnum hormón svo hann er klárlega númer eitt. Olíur eru annað sem þú ættir að skoða. Omega 3 og Omega 6 eru báðar lífsnauðsynlegar fitusýrur. Það þarf aftur á móti að vera rétt hlutfall milli þeirra í matnum sem við borðum. Hlutfallið ætti að vera 1:1 eða að hámarki 1:3. Í dag er algengt að hlutfallið sé 1:16 í þeim olíum sem eru hvað mest notaðar í tilbúna matinn okkar.Þetta getur aukið  áhættu á mörgum sjúkdómum og ætti að takmarka verulega. Þetta eru jurta og fræolíur eins og repjuolía sem er gríðarlega mikið notuð í matvælaframleiðslu. Kíktu aftan á sósuna inn í ísskápnum hjá þér. Síðan er það hveitið en hvítt hveiti er ekki ríkt af næringarefnum og hefur stórkostleg áhrif á blóðsykurinn eða um 25% meiri en hvítur sykur.

Þetta eru þessar 3 grunnstoðir í að bæta heilsuna og auka líkur á að geta haldið út sykurleysið.
 

Þarftu stuðning við að sleppa sykrinum? Skráðu þig í facebook-hópinn Sykurlaus september á Smartlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál