10 einföld ráð til að hefja breyttan lífsstíl

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi rekur fyrirtækið Lifðu til fulls.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi rekur fyrirtækið Lifðu til fulls.

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi er með 10 skotheld ráð sem ættu að gagnast þér á leiðinni að betri heilsu! Í sínum nýjasta pistli gefur hún góð ráð fyrir þá sem vilja breyta lífsháttum sínum. 


1. Settu þér lítil markmið sem leiða þig áfram

Litlar gulrætur á leiðinni að stóra markinu eru virkilega hvetjandi og verða þess valdandi að við erum líklegri til að halda áfram. Byrjaðu á að setja þér markmið að minnka sykurinn, drekka meira vatn eða gera eitthvað daglega sem hjálpar líkamanum í hreinsun. 

2. Farðu fyrr í háttinn

Of lítill svefn hefur áhrif á sedduhormónið leptín sem getur leitt til þess að við borðum meira og sækjum í sykur eða óhollustu. Langtímasvefnleysi getur valdið fitusöfnun, bólgum og meltingarvandamálum sem dæmi!  Byrjaðu á því að fara fyrr í háttinn, það er frábært að miða við 7-8 klst. af svefni á hverri nóttu.

3. Prófaðu nýjar fæðutegundir

Fjölbreytni í mataræði er akkúrat það sem heldur spennu og ánægju við breyttan lífsstíl. Það getur verið áskorun að borða eitthvað nýtt en af hverju ekki fara út fyrir vanann og prófa nýtt grænmeti eða aðra heilsuvöru til að koma þér af stað.

4. Svitnaðu smá á hverjum degi

5 mínútur á dag til að ná upp púlsinum og svitna geta skipt sköpum þegar kemur að fitubrennslu, orku og almennri heilsu. Húðin er að auki stærsta líffærið fyrir afeitrun og við höfum öll gott af smá svita daglega. Eitthvað sem ég hvet þær sem eru í Nýtt líf- og Ný þú-þjálfun til að gera eru er 5-15 mín. æfingar sem taka á öllum líkamanum, auka síðan álagið með tímanum. Byrjaðu á að leggja bílnum örlítið lengra í burtu, takta stigann eða farðu út í stutta göngu.

5. Verslaðu eftir gæðum ekki magni

Þegar við breytum um lífsstíl er mikilvægt að hafa gæðin í huga fremur en magnið. Sem dæmi, þegar við kaupum lífrænt spínat fremur en hefðbundið bragðast það einfaldlega betur! Þar sem næringargildið er hærra þurfum við heldur ekki eins mikið af því sem getur komið út á sama stað hvað varðar kostnað.

6. Haltu jafnvægi á blóðsykrinum

Að halda blóðsykri jöfnum er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að koma betra jafnvægi á hormónin að sögn dr. Deborah Gordon á nýlegum heilsufyrirlestri hérlendis. Þegar blóðsykurinn fer úr jafnvægi hefur það gríðarlega áhrif á hormónin sem stýra hungri, ástandi skjaldkirtils, skapi og meira að segja hitakófum. Hafðu meðferðis hnetur eða avókadó sem snarl til að halda blóðsykri jöfnum.

7. EKKI setja þér boð og bönn

Ítrekað þegar ég hef sett mér böð og bönn hafa þau brugðist mér og ég endað með að fitna bara í kjölfarið. Lífsstíll okkar ætti að leyfa okkur að njóta daglega, annars væri lífið voða leiðinlegt ef við gætum aldrei borðað það sem okkur þykir gott. Öll þurfum við að finna mataræði og jafnvægi sem hentar okkur, það er því miður engin töfralausn í boði. í stað banna byrjaðu á að spyrja þig næst þegar þú færð þér að borða „Hvað mun þessi fæða gera fyrir mig?“

8. Fáðu fjölskylduna um borð

Rannsóknir sýna einnig að við erum 80% líklegri til að ná árangri ef við höfum stuðning. Það er einmitt þess vegna sem ég legg svo ótrúlega mikið upp úr því að mataræðið í Nýtt líf- og Ný þú-þjálfun sé eitthvað sem allir á heimilinu getað borðað af og leggum við mikið upp úr hópefli og stuðningi enda er það eitt það helsta sem konur hafa orð á eftir þjálfunina, hversu mikilvægur og góður stuðningurinn er!

Byrjaðu á því að fá fjölskylduna um borð með því að segja þeim af hverju þig langi að bæta mataræðið og hvernig þú heldur að það muni gagnast.

9. Minnkaðu streitu

Streita er talin ein helsta orsök andlegra og líkamlegra heilsukvilla í dag. Streita getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, valdið bólgum og aukið sykurmagn í blóðinu. Þrátt fyrir hollt mataræði og góða hreyfingu getur streita verið það sem hindrar árangurinn. Ef þú upplifir mikla streitu í lífinu er uppáhaldslausn mín þakklæti!

10. Temdu þér jákvætt viðhorf

Nýjustu rannsóknir sýna að eitt það mikilvægasta hvað varðar heilsu og þyngdartap er viðhorfið þitt og getum við meira að segja fengið vöðva bara með því að hugsa um þá og trúa! Við þurfum að taka lífsstílsbreytingu með opnum örmum og það sama á við með okkur sjálf, vera jákvæð og hugsa fallega til okkar. Hugarfarið er það fyrsta sem við tæklum í þjálfun.

Lífstíll snýst um svo miklu meira en mataræði og hreyfingu. Þetta snýst um að skoða hugarfarið, svefninn, slökun, andlegu heilsuna og líka mataræði og hreyfingu og vinna að því að koma þessu öllu í jafnvægi. Það er lífsstíll og það er akkúrat það sem við gerum með Nýtt líf- og Ný þú-þjálfun!

Ég vona að þú stígir skrefið og verðir með í Nýtt líf- og Ný þú-þjálfun og skapir lífsstíl sem gefur þér orku, vellíðan og heilsu til frambúðar!

Það er engin afsökun fyrir því að byrja ekki strax.

mbl.is

Kaia Gerber minnti á gamla forsetafrú

Í gær, 23:59 Jackie Kennedy í Hvíta húsinu á sjöunda áratug síðustu aldar var innblástur að vetarlínu Jeremy Scott fyrir Moschino.   Meira »

Er vegan og vinnur medalíur á svellinu

Í gær, 21:00 Skautadrottningin Meaghan Duhamel tók með sér nesti á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Duhamel er búin að vera vegan í tíu ár og hefur aldrei lent í meiðslum. Meira »

Svona er hártískan 2018

Í gær, 18:00 Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

Í gær, 15:49 Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

í gær Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

í gær „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

í gær Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Aldur færir okkur hamingju

í gær Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

í fyrradag Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í fyrradag Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í fyrradag Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í fyrradag Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

22.2. „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

22.2. „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

21.2. Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

22.2. Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »