Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Gunnar Már er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og ...
Gunnar Már er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og hveiti og LKL lífsstíllinn svo dæmi séu tekin.

„Ég vona að þú hafir náð að stíga skrefið og minnkað sykur í mataræðinu þennan tíma sem Sykurlaus september hefur varað. Þú ert örugglega enn að vinna í mörgum hlutum en vonandi hefurðu líka sigrast á öðrum enda markmiðið að vera um 80% tímans í góðum takti. Það eru auðvitað kostir og gallar við að hætta að borða sykur. Ég vil ítreka kostina og hvers vegna það er viturlegt að halda áfram á þessari braut og hérna er nokkrir punktar,“ segir Gunnar Már Kamban í sinni nýjustu grein um sykurleysi en hann hefur verið lesendum innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi: 

Sparaðu peninga

Ef þú tekur það saman hversu mikið gos og sælgæti er að kosta þig á ári þá er ég nokkuð viss um að summan gæti komið þér allavega eitthvað áleiðis til heitu landana ef ekki alla leið ef þú myndir spara upphæðina. Þó að sykur sé ódýrt hráefni eru sælgæti og sykraðar vörur ekki ódýrar þegar maður skoðar kílóaverðið og setur það í samhengi við „alvöru mat“. Kílóaverð á hinum ýmsu tegundum súkkulaðis er oft á milli 3 og 4 þúsund krónur sem er á pari við fína steik.

Uppgötvaðu matargleðina og prófaðu ný sætindi

Þetta er kannski stærsti kosturinn við að hætta í sykri. Það er auðveldlega hægt að borða sykurlaus sætindi og bakkelsi, maður þarf bara aðeins að hafa fyrir því. Það er fullt af uppskriftasíðum, bæði innlendum og erlendum sem eru stútfullar af sykurlausum sætindum sem munu algerlega ýta á réttu hnappana án blóðsykursafleiðinganna. Þetta er vert að prófa svo googlaðu sykurlaus sætindi eða lowcarb sweets og þú ert komin/n með góðan grunn. Ég nota mikið heimasíðu sænsks læknis sem er www.dietdoctor.com en þar er hafsjór af frábærum, sykurlausum uppskriftum.

Gefðu þér tíma og njóttu matarins - já og mundu að tyggja vel

Ef þú ætlar að ná að minnka sykurinn þýðir það að annað sem þú ert að borða þarf að vera í lagi og að setjast niður og njóta matarins er mikilvægt. Það er ekki hægt að bera það saman að borða á hlaupum og borða sitjandi, í rólegheitunum og mögulega í góðum félagsskap. Ég átta mig á því að þú ert að elda, leggja á borð, gefa grislingunum á diskinn og svo þegar þú ert loksins að byrja að borða eru aðrir mögulega búnir svo stundum er þetta bara ómögulegt en planið er að REYNA að setjast niður sem oftast og njóta matarins, já og borða hægt og tyggja vel sem er svo ótrúlega mikilvægt að ég ætla að biðja þig að lesa þessa 7 stuttu punkta um það hvers vegna þú ættir að hægja á þér. 


Vertu orkumeiri og betri útgáfa að sjálfri/sjálfum þér

Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir. Að hætta í sykri þýðir að þú verður orkumeiri og betri útgáfa af sjálfum þér.

Taktu stjórnina og minnkaðu líkur á að þú fáir sjúkdóma

Það er enginn vafi á tengingu matar við sjúkdóma. Við höfum þetta að ótrúlega miklu leyti í hendi okkar hvernig heilsa okkar verður á næstu áratugum og breytingar á mataræði geta snúið við nánast öllum áunnum sjúkdómum. Það myndi auðvitað ekki saka að setja reglulega hreyfingu inn líka því líkaminn þarf á því að halda. Lágmarks sykur og hveitineysla ásamt smá hreyfingu myndi fleyta þér ansi langt inn í komandi áratugi með margfalt betri heilsu .

Tökum ábyrgð og hlustum á doktor Axel

Þetta fjallar ekki um að borða aldrei sykur framar heldur að skapa meðvitund og minnka þannig neysluna. Í raun er þetta spurning um að draga verulega úr sykurneyslunni niður í magn sem líkaminn ræður vel við. Íslendingar eru að borða margfalt það magn sem við ættum að vera að borða en meðalsykurneysla yfir árið er yfir 50 kg sem gerir okkur að Norðurlandameisturum í sykuráti.

Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir í Líftímanum að algengustu afleiðingar offitu séu áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur, auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin hér. Hann bendir á að undanfarna tvo áratugi hafi fituneysla hérlendis nokkurn veginn staðið í stað en neysla á sykri og unnum kolvetnum aukist. Því sé ólíklegt að þjóðin hafi fitnað af of mikilli fituneyslu. Skýringanna sé fremur að leita í óhóflegri sykurneyslu.

mbl.is

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

Í gær, 12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

Í gær, 08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í fyrradag „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í fyrradag Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »