Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Gunnar Már er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og ...
Gunnar Már er höfundur bókanna Hættu að borða sykur og hveiti og LKL lífsstíllinn svo dæmi séu tekin.

„Ég vona að þú hafir náð að stíga skrefið og minnkað sykur í mataræðinu þennan tíma sem Sykurlaus september hefur varað. Þú ert örugglega enn að vinna í mörgum hlutum en vonandi hefurðu líka sigrast á öðrum enda markmiðið að vera um 80% tímans í góðum takti. Það eru auðvitað kostir og gallar við að hætta að borða sykur. Ég vil ítreka kostina og hvers vegna það er viturlegt að halda áfram á þessari braut og hérna er nokkrir punktar,“ segir Gunnar Már Kamban í sinni nýjustu grein um sykurleysi en hann hefur verið lesendum innan handar í Sykurlausum september á Smartlandi: 

Sparaðu peninga

Ef þú tekur það saman hversu mikið gos og sælgæti er að kosta þig á ári þá er ég nokkuð viss um að summan gæti komið þér allavega eitthvað áleiðis til heitu landana ef ekki alla leið ef þú myndir spara upphæðina. Þó að sykur sé ódýrt hráefni eru sælgæti og sykraðar vörur ekki ódýrar þegar maður skoðar kílóaverðið og setur það í samhengi við „alvöru mat“. Kílóaverð á hinum ýmsu tegundum súkkulaðis er oft á milli 3 og 4 þúsund krónur sem er á pari við fína steik.

Uppgötvaðu matargleðina og prófaðu ný sætindi

Þetta er kannski stærsti kosturinn við að hætta í sykri. Það er auðveldlega hægt að borða sykurlaus sætindi og bakkelsi, maður þarf bara aðeins að hafa fyrir því. Það er fullt af uppskriftasíðum, bæði innlendum og erlendum sem eru stútfullar af sykurlausum sætindum sem munu algerlega ýta á réttu hnappana án blóðsykursafleiðinganna. Þetta er vert að prófa svo googlaðu sykurlaus sætindi eða lowcarb sweets og þú ert komin/n með góðan grunn. Ég nota mikið heimasíðu sænsks læknis sem er www.dietdoctor.com en þar er hafsjór af frábærum, sykurlausum uppskriftum.

Gefðu þér tíma og njóttu matarins - já og mundu að tyggja vel

Ef þú ætlar að ná að minnka sykurinn þýðir það að annað sem þú ert að borða þarf að vera í lagi og að setjast niður og njóta matarins er mikilvægt. Það er ekki hægt að bera það saman að borða á hlaupum og borða sitjandi, í rólegheitunum og mögulega í góðum félagsskap. Ég átta mig á því að þú ert að elda, leggja á borð, gefa grislingunum á diskinn og svo þegar þú ert loksins að byrja að borða eru aðrir mögulega búnir svo stundum er þetta bara ómögulegt en planið er að REYNA að setjast niður sem oftast og njóta matarins, já og borða hægt og tyggja vel sem er svo ótrúlega mikilvægt að ég ætla að biðja þig að lesa þessa 7 stuttu punkta um það hvers vegna þú ættir að hægja á þér. 


Vertu orkumeiri og betri útgáfa að sjálfri/sjálfum þér

Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir. Að hætta í sykri þýðir að þú verður orkumeiri og betri útgáfa af sjálfum þér.

Taktu stjórnina og minnkaðu líkur á að þú fáir sjúkdóma

Það er enginn vafi á tengingu matar við sjúkdóma. Við höfum þetta að ótrúlega miklu leyti í hendi okkar hvernig heilsa okkar verður á næstu áratugum og breytingar á mataræði geta snúið við nánast öllum áunnum sjúkdómum. Það myndi auðvitað ekki saka að setja reglulega hreyfingu inn líka því líkaminn þarf á því að halda. Lágmarks sykur og hveitineysla ásamt smá hreyfingu myndi fleyta þér ansi langt inn í komandi áratugi með margfalt betri heilsu .

Tökum ábyrgð og hlustum á doktor Axel

Þetta fjallar ekki um að borða aldrei sykur framar heldur að skapa meðvitund og minnka þannig neysluna. Í raun er þetta spurning um að draga verulega úr sykurneyslunni niður í magn sem líkaminn ræður vel við. Íslendingar eru að borða margfalt það magn sem við ættum að vera að borða en meðalsykurneysla yfir árið er yfir 50 kg sem gerir okkur að Norðurlandameisturum í sykuráti.

Axel F. Sigurðsson, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, segir í Líftímanum að algengustu afleiðingar offitu séu áunnin sykursýki, hár blóðþrýstingur, auk hjarta- og æðasjúkdóma en þeir eru algengasta dánarorsökin hér. Hann bendir á að undanfarna tvo áratugi hafi fituneysla hérlendis nokkurn veginn staðið í stað en neysla á sykri og unnum kolvetnum aukist. Því sé ólíklegt að þjóðin hafi fitnað af of mikilli fituneyslu. Skýringanna sé fremur að leita í óhóflegri sykurneyslu.

mbl.is

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

Í gær, 16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

Í gær, 13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í fyrradag Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í fyrradag „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »