Eru ekki allir að glíma við tímaskort?

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari í Sólum.
Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari í Sólum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jógkennarinn Sólveig Þórarinsdóttir elskar að vera á ferð og flugi. Hún hefur farið með hópa í nokkrar jógaferðir til Taílands en nú er komið að því að sameina jóga og skíðaiðkun í spennandi ferð í Ölpunum. 

Hvað er við þessa ferð sem er svo heillandi?

„Við teljum að með samstarfi Sóla og GB ferða getum við boðið upp á brot af því besta úr báðum heimum. Í fyrsta skipti geta þeir sem hafa ástríðu fyrir skíðum og jóga sameinað þetta tvennt og svo miklu meira þar sem við bjóðum nú uppá einstaka skíða- og jógaferð sem eru til þess fallnar að endurnæra líkama og sál.“

Hvað gerir fólk í jóga- og skíðaferð?

„Nýtur þess að skíða í fjöllunum, í brakandi fersku og hreinu lofti, innan brautar og utan, reynir á sig líkamlega í góðum félagsskap og nú loks með tækifæri á því að stunda jóga samhliða útiverunni. Ég mun leiða jógatíma í hlýjum sal með áherslu á teygjur til að tryggja hámarksendurheimt og vellíðan en boðið verður upp á bæði hlýtt hatha-jóga og hlýtt yin-jóga sem hvort tveggja er aðgengilegt fyrir alla, líka byrjendur. Það er mikil hefð fyrir sauna í Austurríki sem er meðal annars frábært til þess að mýkja og hita þreyttan og kaldan kropp ásamt djúpum og slakandi teygjum í jóganu.“

Hvers vegna eru svona heilsuferðir svona vinsælar?

„Ég hugsa að flestir séu ekki tilbúnir til að fórna heilsuræktinni sinni hver sem hún er þótt farið í sé í frí. Hún er orðin ómissandi hluti af lífstíl svo margra og því nær fólki að velja slíkar ferðir. Við höfum séð þvílíkar umbreytingar á fólkinu sem hefur verið að fara í Taílands-ferðirnar okkar og höfum því miklar væntingar til þessa nýju ferða þó þær verði með ólíku sniði.“

Hverju eru Íslendingar að sækjast eftir þessa dagana?

„Eru ekki allir að glíma við tímaskort í dag?! Tímaskortur er að einhverju leyti tilbúningur og kannski versta einkenni góðæris eða hraðans í samfélaginu en ég met það svo að margir séu að leitast eftir því að hámarka tímanýtingu sína. Hvernig ég get varið frítímanum mínum á uppbyggilegan hátt fyrir mig og fólkið í kringum mig er því eftirsóknarvert.“

Tekurðu einhver frí?

„Já og nei, ég þekki varla lengur muninn á vinnu og fríi, mörkin þarna á milli eru svo óljós hjá mér. Ég tók daga hér og þar frá „neti“ í sumar en er komin af fullum þunga inn í Sólir núna þar sem haustdagskráin okkar er mjög þétt og miklar breytingar. Ég er nánast búin að vera í heimsreisu það sem af er þessu ári m.a. í nokkrum hreyfiferðum og einni undirbúningsferð vegna samstarfs Sóla og GB ferða. Þegar ég vil alvörufrí þá fer ég í sveitina til foreldra minna á Helgustöðum en Unadalur í Skagafirði er mín hleðslustöð og í algjöru uppáhaldi frá því ég var barn.“

Hvernig er þinni jógaiðkun háttað yfir vetrartímann? 

„Ég æfi daglega óháð árstíð en sló aðeins úr í heita jóganu yfir hásumarið því það var svo margt annað ánægjulegt sem togar í mann á þeirri árstíð. Ég get alls ekki án jóga verið en nálgunin, þ.e. æfingarnar og erfiðleikastigið, ræðst af fjölmörgum þáttum. Ég tók nýverið upp á því að hjóla sem nærir útivistarþörfina og ekki síður hraðalöngunina í mér en tekur tíma frá dýnunni. Núna þegar haustið er skollið á af öllum sínum þunga, rútínu og verkefnum finnst mér ómissandi að ná mínum klukkutíma eða tveimur á dýnunni og ég reyni sannarlega að setja það í forgang, einu frávikin eru dansæfingar og svo skíðin þegar snjórinn loksins kemur.“

Breytist mataræðið eitthvað eftir árstíðum? 

„Almennt séð fylgi ég praktískum ráðum ayurveda sem eru systurvísindi jóga í mínu mataræði en sveiflast eitthvað með árstíðunum, ég til að mynda byrja að fasta aftur með reglulegum hætti á haustin eftir þann slaka og óreglu sem fylgir íslensku sumri. Þegar það fer svo að kólna meira þá koma súpurnar aftur inn. Fiturík næring er plássfrek í mínu mataræði en þannig náði ég loks að losa mig mig við sykurlöngun og orkan mín varð jafnari. Hreint cacao í bolla er því mitt heilsu-„treat“ auk þess sem það er raunverulega hjartaopnandi. Ég hef tilhneigingu til að verða járnlítil og við það dettur orkan mín niður og mig langar helst að leggja mig á miðjum degi en fyrst og fremst stendur og fellur orkan mín með því hvernig ég næri mig á heildrænan hátt og þá er svefninn og hreyfingin jafnmikilvæg og maturinn sjálfur. Það eru þó einhverjar fastar matarvenjur sem víkja ekki óháð árstíðum eins og t.d. olíuinntaka, grænir djúsar, súkkulaðiát, sítrónuvatn og þess háttar.“

Hvaða væntingar hefur þú til vetrarins?

„Ég er óvenjuspennt fyrir vetrinum því nú fer að koma að því að afrakstur vinnu síðustu mánaða og eiginlega ára að fari að líta dagsins ljós. Auk breytinga og framkvæmda í Sólum er ég að gefa út tvær bækur erlendis í samstarfi við aðra höfunda og stórt samstarfsverkefni þ.e. nýtt fyrirtæki er í fæðingu. Samhliða þessu langar mig bara að gera sem mest af því að elska, anda, jógast, synda, skíða, svetta, dansa, syngja, spila á hljóðfærin mín, skrifa og allt sem veitir mér gleði.“

mbl.is

Allir í suðrænni sveiflu við höfnina

18:00 Það var kátt við höfnina þegar veitingastaðurinn RIO Reykjavík opnaði með glæsibrag. Boðið var upp á létt smakk af matseðli staðarins og var smakkinu skolað niður með suðrænum og seiðandi drykkjum. Meira »

Í hverjum glæsikjólnum á fætur öðrum

15:25 Forsetafrú Íslands, Elisa Reid, hefur verið mjög lekker í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún tjaldar hverjum kjólnum á fætur öðrum. Smartland sagði frá því að hún hefði klæðst vínrauðum kjól frá By Malene Birger og verið með hálsmen við frá íslenska skartgripamerkinu Aurum. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og í húðlituðum skóm. Þessi samsetning heppnaðist afar vel. Meira »

Veisla fyrir öll skilningarvit

15:00 Kvikmyndin The Post var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni í gær við góðar viðtökur. Myndin er framúrskarandi á margan hátt og voru frumsýningargestir alsælir. Meira »

Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn

12:00 Tónlistarfólkið Jón Ólafsson og Hildur Vala hafa sett sína fallegu íbúð við Hagamel á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Meira »

Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

09:00 Hvar býr fólkið sem stjórnar borginni? Meirihluti þeirra býr á sama blettinum, í nálægð við Ráðhúsið. Laugardalurinn virðist þó heilla líka. Meira »

Í ljósbleikri leðurdragt

06:00 Leikkonan Kate Hudson veit að dragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar. Ljósbleika leðurpilsdragtin sem hún klæddist þegar fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti línu sína er merki um það. Meira »

Kynlífshljóð óma um allt hús

Í gær, 21:00 „Hún kemur heim með „kærasta“ og stundar t.d. kynlíf með fullum hljóðum – og oftar en ekki þá eru allir á heimilinu vaknaðir við lætin. Vanalega þá æsum við okkur og bönkum á hurðina og biðjum um hljóð og frið – og það dugir stundum,“ segir íslensk stjúpmóðir sem beindi spurningu til Valdimars Þórs Svavarssonar. Meira »

Sjö ástæður framhjáhalds

Í gær, 23:59 Er hægt að kenna ofdrykkju og ströngum reglum einkvænis um ótryggð? Það liggja margar ástæður fyrir framhjáhaldi.   Meira »

Dóra Takefusa selur slotið

í gær Dóra Takefusa hefur sett sína heillandi eign á sölu. Hún er í hjarta 101 og afar skemmtilega innréttuð.   Meira »

Stjörnurnar gefa ráð gegn bólum

í gær Að borða lax á hverjum degi, sleppa ostborgaranum og vera bara alveg sama um bólurnar eru meðal þeirra ráða sem stjörnur á borð við Cameron Diaz, Victoria Beckham og Kendall Jenner hafa þegar kemur að bólum. Meira »

Geislaði í By Malene Birger

í gær Það geislaði af forsetafrú Íslands, Elizu Reid, í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún klæddist glæsilegum vínrauðum kjól frá danska hönnuðinum By Malene Birger og var með hálsmen við úr Aurum. Meira »

Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

í gær Harpa Pétursdóttir lögmaður kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. Meira »

Fimm magnaðar kviðæfingar

í gær Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Notar majónes í hárið

í fyrradag Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

17.1. Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

17.1. Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

Mættu í eins kjólum

í fyrradag Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

17.1. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

17.1. Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

María Sigrún á von á barni

17.1. María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »