Fóru með hafragraut á HM

Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM.
Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir fóru með hafragraut á HM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það vakti ansi skemmtilegt umtal þegar ljóst varð að við systur værum á leið í HM í hafragautsgerð í skosku hálöndunum. Þannig fréttum við m.a. af því að dag eftir dag hefði hafragrauturinn verið aðal umtalsefnið í heitum pottunum á Nesinu. Ekki við. Heldur sjálfur grauturinn. Það þótti okkur skemmtilegt. Því þetta snýst ekki um okkur. Heldur holla hafragrautinn og hvað fólk borðar á morgnana. Hvernig fólk fer af stað út í daginn? Hafragrauturinn á allt gott umtal skilið og líka að það sé keppt um hverjir gera þann allra besta. Hafrar eru í raun óendanleg uppspretta dásamlegrar hollustu og uppskrifta. Fleiri en ykkur órar fyrir,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir eigandi Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

Því fengum við systur sannarlega að kynnast um helgina. Flestir vilja hann á morgnanna, sumir í hádeginu og aðrir á kvöldin. Hann getur verið súr, kryddaður, steiktur, soðinn og allskonar.

Okkar framlag til skosku hálandaleikanna í hafragrautsgerð, Golden Spurtle, eða Gullnu þvörunnar, var hugsað sem eftirréttur í morgunmat. Draumurinn um bragð sem ýtir okkur mettum og sælum út í daginn og nærir öll skilningarvit. Hitt er að það var magnað að bregða sér til Carrbridge í Skotlandi og fá að taka þátt í svona dúndur skemmtilegri keppni. Skotar eru frábært fólk og bestu gestgjafar sem hugsast getur. Við hittum einstaklinga frá mörgum löndum sem allt er ástríðufólk í matargerð. Þar á meðal Svía sem fengu allar Gullnu þvörurnar í ár, en þeir stóðu líka upp og klöppuðu, stöppuðu og sungu með Íslendingum. Það er skemmst frá því að segja að Svíar eru afar góðir í hafragrautsgerð og gera hann eingöngu með hjartanu. Það skilaði sér.

Hér er okkar framlag sem við nutum að deila með dómurum og gestum. Við fengum mikið lof fyrir frumlega, góða og skemmtilega hugsaða grauta.

HAFRAGRAUTURINN - GRUNNUR:

250 gr glútenlaus, spíraður og lífrænn hafragrautur (bestur frá Rude Health, þessi bleiki).
½ lítri vatn
½ tsk lífræn vanilla
½ tsk lífrænn kanill
½ til 1 tsk gott íslenskt salt
250 -500 ml möndlurís mjólk
ferskur rifinn og lífrænn engifer

Þessi uppskrift er ágæt fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem vill fara vel nærð út í daginn. Minnkið hlutföllin ef þið kjósið að gera minna í einu. Annars er hann líka góður daginn eftir.

Blandið öllu saman nema möndlurísmjólkinni og engifernum. Gott er að láta blönduna standa í klukkutíma (má líka gera kvöldinu áður) en það er alls ekki nauðsynlegt.

Sjóðið eins og stendur á pakkanum. Sumir kjósa að hafa grautinn „al dente“ á meðan aðrir vilja hann lungamjúkan. Eitt af því sem skosku hafragrautarfræðin hafa kennt okkur er að það er lang best að hræra oft í í grautnum á meðan hann sýður við vægan hita með þvöru (ekki sleif heldur meira eins og þykku tréspjóti). Hrærið oft því hafrar eru um margt eins og risottó. Það er, því meira sem þið hrærið því meira drekka hafrarnir í sig að vökva og kryddum. Og því meira gefa þeir af sér að góðri næringu. Þegar hafragrauturinn þykknar og þarfnast meiri vökva bætið þá við möndlurís mjólkinni eftir þörfum. Sumir kjósa 250 ml, aðrir meira. Raspið út í vænan bita af ferskum engifer. Það sem er svo gott að hafa í huga með lífræna engiferinn er að þegar maður notar vel af honum er minni þörf á salti. Þegar ykkur finnst hafragrauturinn tilbúinn (við viljum hann heldur mjúkan) er gott að setja lokið á og láta hann standa í smá tíma.

DÖÐLU- OG KARDIMOMMUSÓSA

Mér hefur alltaf líkað samsetning af mjúkum döðlum og kardimommum. Grænum bragðmiklum kardimommum sem ég þarf að steyta sjálf og mala. Þær eru bragðbestar og –mestar. Síðan má næstum segja að kardimommur séu pínu íslenskar. Þær eru jú í íslenskum pönnukökum og hver elskar ekki Kardimommubæinn? 
Sósuna má vel geyma í ísskáp í lokuðu íláti í viku. Svo gerið meira heldur en minna (hún er líka frábær á ís):

400 ml kasjúhnetumjólk (Rude Health)
200 ml lírænar kasjúhnetur (sem hafa verið lagðar í bleyti í 4 tíma eða lengur).
8 mjúkar lífrænar medjoel döðlur
1 tsk grænar lífrænar heilar kardimommur
½ tsk salt.

Þetta er ekki flókið. Takið steina úr döðlunum og hellið auka vatninu af kasjúhnetunum. Takið hýðið af kardimommunum og steytið þær. Setjið allt saman í blandara og hrærið uns blandan verður silkimjúk. Gerið áður en þið byrjið á hafragrautnum. Það er gott að láta kardimommurnar taka sig í sósunni.

Annað sem til þarf til að fullkomna grautinn er krækiberjasafi, villt íslensk krækiber og sýrð kókosjógúrt eða grísk lífræn Bíóbújógúrt.

Setjið grautinn saman í þessari röð. Færið graut í fallega skál. Hellið yfir vænum skammti af döðlu og kardimommusósunni, hellið yfir einum einföldum af krækiberjasafa frá Íslenskri hollustu, bætið við tveimur til þremur matskeiðum af vel sýrðri jógúrt (vegan eða ekki) og sáldrið svo yfir villtum íslenskum krækiberjum. Látið helst minna á jökla, fossa, ár og fjöll séð úr háloftunum (við þurfum líka að næra augun).

Verði ykkur að góðu.


Ps: Bláber koma ekki í stað krækiberja í þessum graut. Það skildu skosku dómararnir vel. Það er þetta með tannínið sem er svo gott á móti sætkrydduðu sósunni og sýrðu jógúrtinni.

mbl.is

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Í gær, 21:00 Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

Í gær, 18:00 Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

í fyrradag Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »