Sykurleysið leggst illa í Guðrúnu Veigu

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ætlar að reyna að fara í sykurbindindi.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir ætlar að reyna að fara í sykurbindindi. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Snapchat-stjarnan Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er komin í sykurbindindi fram að jólum. Systir hennar skoraði á hana en Guðrún Veiga er annálaður nammigrís. Smartland ætlar að fylgjast með Guðrúnu Veigu. 

Hvernig kom áskorunin til?

Systir mín heldur því fram að við munum njóta kræsinganna um jólin betur ef við tökum svolítið sykurlaust tímabil núna. Ég held því fram að hún sé með óráði. Ég náði að vísu að stoppa hana þegar hún ætlaði að bæta líkamsrækt inn í jöfnuna. Róm var ekki byggð á einum degi sko. 

Hvernig leggst þetta í þig?

Illa, mjög illa. Sykur er minn lífselexír. Sælgætisgerðin Góa fer mögulega á hausinn. Eða ég meina, að því gefnu að ég haldi þetta út í meira en sólarhring. Ég hlýt að geta það. Það er nú ekki eins og ég borði sælgæti alla daga. Ókei, þetta síðasta var lygi. En ég meina, batnandi fólki og allt það. 

Hvað sérðu fram á að borða í staðinn fyrir nammi?

Veit ekki. Ég þarf eitthvað að skoða hvort það séu fleiri bitastæðar fæðutegundir á markaðnum.

Hefur þú áður reynt að taka sykurlaust tímabil og hvernig gekk það?

LKL-kúrinn, hann er sykurlaus er það ekki? Ég tók fimm daga á honum fyrir brúðkaupið mitt í fyrra. Sprakk og át sirka 15 kíló af karamelludýrum á hálftíma. Þannig að við skulum segja að það hefði mátt ganga betur.

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir.
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir. ljósmynd/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál