Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar kemur að því að reyna grennast þá virkar ekki endilega sama aðferðin fyrir alla. Stjörnumerkin segja mikið um persónuleika fólks og það gæti verið góð hugmynd að fara eftir því með hverju er mælt fyrir hvert og eitt stjörnumerki. Women's Health fékk stjörnuspeking til þess að fara yfir hvert og eitt merki. 

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Hrúturinn vill eitthvað sem er virkilega krefjandi. Stjörnuspekingurinn mælir með spinning-tíma fyrir keppnisskapið. Hún mælir einnig með því að byrja æfa fyrir hálfmaraþon.

Þegar kemur að mataræði telur hún að hrúturinn muni laðast að DASH-mataræðinu eða MIND-mataræðinu. Þessi mataræði innihalda meðal annars mikið af grænmeti og ávöxtum og lítið af mjólkurafurðum. 

Hrúturinn ætti að skella sér í spinning.
Hrúturinn ætti að skella sér í spinning. mbl.is/Thinkstockphotos

Naut (20. apríl til 20. maí)

Stjörnuspekingurinn minnir nautið á að það að grennast sé langhlaup ekki spretthlaup. Hún mælir með að nautið geri æfingar sem leyfir því að tengjast líkama sínum vel eins og jóga.

Hún telur að nautið komist langt á því með að temja sér hófsemi í matarræðinu og hvetur nautið til þess að setja sér lítil markmið og reyna ná þeim. Það er í lagi fyrir nautið að leyfa sér eitthvað af og til. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Stjörnuspekingurinn mælir með því að tvíburinn finni sér ræktarfélaga þar sem tvíburinn þrífst best í hópi. Gott er að skipuleggja ferðir í ræktina einu sinni til tvisvar í viku með félaganum. Hina dagana mælir spekingurinn með hóptímum, tvíburinn þarf þó að passa að breyta reglulega til annars byrjar honum að leiðast.

Rétt eins og með hreyfinguna mælir stjörnuspekingurinn með því að tvíburinn borði fjölbreytt. Að borða kjúkling og gufusoðið grænmeti alla daga hentar honum ekki. 

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Stjörnuspekingurinn mælir ekki með því að krabbinn kaupi sér kort í vinsælli líkamsræktarstöð þar sem fólk er að sýna sig. Hún mælir frekar með því að krabbinn finni sér íburðarminni stöð og frábært ef sundlaug er með í pakkanum. Krabbinn ætti að nýta sér ráðgjöf einkaþjálfa til þess að finna út hvaða tæki henta honum. 

Hvað mataræði varðar mælir hún með því fyrir krabbann að fara á mataræði þar sem óhollari matur er leyfður, í litlum skömmtum þó.

mbl.is/Thinkstockphotos

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Ljónið elskar að dansa og því ætti það að stunda slíka hreyfingu. Stjörnuspekingurinn mælir með því að það prófi zumba eða aðra danstíma. Ljónið þarf að geta tjáð sig og fengið að vera í sviðsljósinu og því hentar dans vel. 

Það er mikilvægt fyrir ljónið að hafa gaman af mat og því mælir hún með því að ljónið fari á mataræði sem leyfir því að prófa sig áfram með mismunandi rétti. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Meyjan þráir rútínu. Aðalvandamálið fyrir hana er bara að finna sér hreyfingu sem hún hefur gaman af. Stjörnuspekingurinn mælir með því að meyjan prófi að hlaupa, eða fara í tíma eins og spinning í hverfisræktinni. 

Í mataræðinu ætti meyjan að íhuga að telja kaloríur. Það getur virkað vel fyrir meyjuna að fylgjast vel með hvað hún lætur ofan í sig. 

Vog­in - 23. sept­em­ber til 22. októ­ber

Vogin er félagslynd og því er gott fyrir hana að finna sér ræktarfélaga. Ef ræktarfélaginn er ekki að gera sig mælir stjörnuspekingurinn með barre-tímum eða zumba. Ef vogin fær pláss til þess að gera eitthvað listrænt í hreyfingunni er hún líklegri til þess að gefast ekki upp. 

Þegar kemur að mataræðinu verður vogin að vera á mataræði sem leyfir henni að borða en það væri samt gott fyrir hana að fylgja ákveðnu matarplani. 

Vogin ætti ekki að reyna að mæta ein í ræktina.
Vogin ætti ekki að reyna að mæta ein í ræktina. mbl.is/Thinkstockphotos

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Það hentar sporðdrekanum vel að ögra sjálfum sér í stigtækinu eða á hlaupabrettinu. Fyrir þá sporðdreka sem elska útiveru gæti hlaup og hjól hentað vel. Persónuleg bæting veitir sporðdrekanum miklu ánægju og hann fær mikið út úr því að reyna bæta sig. 

Stjörnuspekingurinn mælir með því fyrir sporðdreka að telja kaloríurnar. Þegar sporðdrekinn ákveður eitthvað er ekki aftur snúið. 

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Bogmaðurinn er mikið fyrir liðsíþróttir því ætti bogmaðurinn að reyna koma sér í eina slíka. Á milli leikja ætti hann að prófa að að klifra, ganga á fjöll eða hjóla, útiveran er lykillinn. 

Stjörnuspekingurinn mælir með því að bogmaðurinn kynni sér mismunandi mataræði. Þegar hann er kominn með allar upplýsingarnar fyrir framan sig getur hann valið. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Stjörnuspekingurinn mælir með því að steingeitin fái sér kort í líkamsrækt þar sem steingeitin elskar að lyfta lóðum. Steingetin gæti þurft á smá hvatningu að halda til þess að byrja með enda er hún svo upptekin. Hún ætti því að skuldbinda sig að vinna í sjálfri sér og þá sér hún árangur. 

Steingetin er góð í að mæla hluti og vera ábyrg því gæti verið ágætt fyrir hana að telja kaloríur til þess að hámarka árangur. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Stjörnuspekingurinn telur að vatnsberinn finni sig í flottri líkamsræktarstöð. Vatnsberinn mun elska hversu nútímalegt allt er og það mun láta hann mæta reglulega. Ef vatnsberinn hefur ekki efni á því flottasta er gott fyrir hann að finna sér hreyfingu sem er stunduð í hópum, það gæti verið sniðugt fyrir hann að finna sér hlaupahóp. 

Vatnsberinn ætti einnig að kynna sér mataræði sem er vinsælt. Þegar hann veit hvert smáatriði um mataræðið getur hann valið. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Hvatning skiptir öllu máli fyrir fiskinn. Hann gæti því þurft vin til þess að ýta á sig eða eitthvað markmið til þess að koma sér í gang. Vatnsíþróttir gætu hentað fiskinum vel og ætti hann að prófa að synda, ef það er ekki málið ætti hann að skoða aðrar friðsælar íþróttir eins og hlaup eða jóga. Fiskurinn er líklegri til þess að hreyfa sig ef hann finnur að það hefur góð áhrif á andlegu hliðina. 

Fiskurinn ætti að prófa afdráttarlaust mataræði til að byrja með eins og að taka allan sykur út úr mataræðinu eða alla unna matvöru. Eftir það getur hann smám saman fundið jafnvægi. 

mbl.is

Á ég að loka á gifta manninn?

09:46 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

09:00 Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

06:00 Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

Í gær, 23:00 Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í gær Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í gær Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í gær „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í gær Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

í gær Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

í gær „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

í fyrradag „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

í fyrradag Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

21.2. „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

20.2. Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

20.2. Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

20.2. Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »