Sykur og sykur ekki það sama

„Ég rakst nýlega á grein á netinu þar sem fjallað er um nokkrar staðhæfingar um sykur og þá staðreynd að sykur og sykur (glúkósi) er ekki það sama. Sjálf hef ég skrifað margra greinar um skaðsemi sykurs og því fannst mér mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Þær skipta máli því hitaeiningaríkar og næringarsnauðar fæðutegundir (sykur) hafa ekki einungis slæm áhrif á ástand þarmanna, candida sveppasýkingu og þyngdarstjórnun, heldur valda þær líka bólgum í líkamanum. Sykur úr ávöxtum og grænmeti (kolvetni) hefur allt önnur áhrif á líkamann,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Ef þú vilt fræðast meira um bólgur og bólgusjúkdóma, sem teljast orsök að öllum helstu heilsufarsvandamálum okkar, og náttúrulegar leiðir til að losna við bólgur geturðu fundið fullt af upplýsingum í nýjustu bók minni HREINN LÍFSSTÍLL.

ALLUR SYKUR ER SLÆMUR

Reyndar ekki rétt, því það er munur á sykri og sykri. Glúkósi, sem er einfalt form sykurs í plöntum, er það kolvetni sem frumurnar í líkama okkar nota, sem sína helstu orkuuppsprettu. Án glúkósa gætu heilar okkar ekki starfað eðlilega og sú skerðing gæti komið fram í þáttum eins og ákvarðanatökum, sjálfstjórn og almennri starfsemi hugans (heilaþoku).

Þetta þýðir þó ekki að við þurfum að byrja að raða í okkur sykruðum sætindum. Mun heppilegra er að velja frekar kolvetni (sykur) úr ávöxtum og grænmeti, frekar en úr sykruðum gosdrykkjum og sælgæti, því þannig getum við veitt líkamanum þann glúkósa sem hann þarf á að halda úr náttúrulegum afurðum. Því er frábært að neyta ferska ávaxta og grænmetis eða velja þessar afurðir frosnar, sé ekki annað í boði. Einnig er hægt að borða niðursoðna ávexti, þá soðna niður í vatn eða eigin safa.

ALLUR SYKUR VERÐUR AÐ FITU

Reyndar er það ekki heldur rétt. Sykurinn sjálfur verður ekki samstundis að fitu í líkamanum. Líkaminn býr til fitu úr umfram hitaeiningum, sem við brennum ekki sem orku.

Hér er stutt skýring á því sem gerist:

  • Fæðan brotnar niður í gegnum meltingarferlið í glúkosa og hluti af honum fer beint í gegnum þarmana út í blóðið.
  • Það veldur því að brisið framleiðir insúlín (brisið = líffæri sem er mikilvægt meltingarferlinu og er hluti af innkirtlakerfi líkamans – insúlín = er hormón sem framleitt er af beta-frumum briskirtilsins og sér um að stýra niðurbroti á kolvetnum og fitu í líkamanum og umbreyta í orku).
  • Insúlín gefur frumum líkamans merki um að taka strax á móti glúkósa sem orku eða að geyma hann til síðari tíma.
  • Sá glúkósi sem við fáum í gegnum fæðuna og notum ekki strax sem orku geymist sem glýkógen (glýkógen = helsta aðferð líkamans til að geyma umfram glúkósa; glýkógen er geymt í lifur, vöðvum og fitufrumum í líkamanum til notkunar síðar sem orka).

Jafnvægi á glúkósa í blóði i er nauðsynlegt til að líkaminn starfi sem best. Til að viðhalda þessu jafnvægi, umbreyta líkamar okkar uppsöfnuðu glýkógeni aftur í glúkósa, í hvert sinn sem glúkósamagn í blóði (blóðsykur) fellur niður fyrir ákveðin mörk, og sendir það inn í blóðið til notkunar sem orku.

Aftur á móti er umframmagni af glúkósa í blóði umbreytt í fitu sem safnast saman í fitufrumum víðsvegar í líkamanum.

SYKUR VELDUR ALLTAF SVEIFLUM Í BLÓÐSYKRI

Þessi staðhæfing ræðst af því formi sykurs sem við neytum. Kolvetni hafa mest áhrif á blóðsykurmagnið. Sykur, ásamt sterkju og trefjum, eru kolvetni.

Eins og fram kemur fyrr í greininni umbreytir líkaminn mestu af þeim sykri sem við neytum í glúkósa. Þær afleiðingar sem það hefur á blóðsykurmagnið ráðast þó af því hvers konar kolvetni það eru sem við neytum.

Ferskir ávextir innihalda til dæmis náttúrulegan sykur, en þeir innihalda líka trefjar. Trefjar hægja á meltingunni, sem þýðir að það hægir á losun glúkósa út í blóðið. Þess vegna helst glúkósamagnið í jafnvægi og leiðir ekki til þeirrar hækkunar á blóðsykri sem fylgir neyslu á unninni fæðu eins og kökum og sælgæti.

Ferskir ávextir í eftirrétt eru því tilvalinn kostur – en ef kakan er of freistandi til að sleppa henni, þá má fá sér „Stellusneið” (hugtak notað í minni fjölskyldu yfir litlar kökusneiðar) af köku (glútenlausri fyrir þá sem vilja forðast glúten) með ferskum ávöxtum.

Heimildir: Gluten Free Gigi

mbl.is

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í gær Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í gær Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »