Sykur og sykur ekki það sama

„Ég rakst nýlega á grein á netinu þar sem fjallað er um nokkrar staðhæfingar um sykur og þá staðreynd að sykur og sykur (glúkósi) er ekki það sama. Sjálf hef ég skrifað margra greinar um skaðsemi sykurs og því fannst mér mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri. Þær skipta máli því hitaeiningaríkar og næringarsnauðar fæðutegundir (sykur) hafa ekki einungis slæm áhrif á ástand þarmanna, candida sveppasýkingu og þyngdarstjórnun, heldur valda þær líka bólgum í líkamanum. Sykur úr ávöxtum og grænmeti (kolvetni) hefur allt önnur áhrif á líkamann,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Ef þú vilt fræðast meira um bólgur og bólgusjúkdóma, sem teljast orsök að öllum helstu heilsufarsvandamálum okkar, og náttúrulegar leiðir til að losna við bólgur geturðu fundið fullt af upplýsingum í nýjustu bók minni HREINN LÍFSSTÍLL.

ALLUR SYKUR ER SLÆMUR

Reyndar ekki rétt, því það er munur á sykri og sykri. Glúkósi, sem er einfalt form sykurs í plöntum, er það kolvetni sem frumurnar í líkama okkar nota, sem sína helstu orkuuppsprettu. Án glúkósa gætu heilar okkar ekki starfað eðlilega og sú skerðing gæti komið fram í þáttum eins og ákvarðanatökum, sjálfstjórn og almennri starfsemi hugans (heilaþoku).

Þetta þýðir þó ekki að við þurfum að byrja að raða í okkur sykruðum sætindum. Mun heppilegra er að velja frekar kolvetni (sykur) úr ávöxtum og grænmeti, frekar en úr sykruðum gosdrykkjum og sælgæti, því þannig getum við veitt líkamanum þann glúkósa sem hann þarf á að halda úr náttúrulegum afurðum. Því er frábært að neyta ferska ávaxta og grænmetis eða velja þessar afurðir frosnar, sé ekki annað í boði. Einnig er hægt að borða niðursoðna ávexti, þá soðna niður í vatn eða eigin safa.

ALLUR SYKUR VERÐUR AÐ FITU

Reyndar er það ekki heldur rétt. Sykurinn sjálfur verður ekki samstundis að fitu í líkamanum. Líkaminn býr til fitu úr umfram hitaeiningum, sem við brennum ekki sem orku.

Hér er stutt skýring á því sem gerist:

  • Fæðan brotnar niður í gegnum meltingarferlið í glúkosa og hluti af honum fer beint í gegnum þarmana út í blóðið.
  • Það veldur því að brisið framleiðir insúlín (brisið = líffæri sem er mikilvægt meltingarferlinu og er hluti af innkirtlakerfi líkamans – insúlín = er hormón sem framleitt er af beta-frumum briskirtilsins og sér um að stýra niðurbroti á kolvetnum og fitu í líkamanum og umbreyta í orku).
  • Insúlín gefur frumum líkamans merki um að taka strax á móti glúkósa sem orku eða að geyma hann til síðari tíma.
  • Sá glúkósi sem við fáum í gegnum fæðuna og notum ekki strax sem orku geymist sem glýkógen (glýkógen = helsta aðferð líkamans til að geyma umfram glúkósa; glýkógen er geymt í lifur, vöðvum og fitufrumum í líkamanum til notkunar síðar sem orka).

Jafnvægi á glúkósa í blóði i er nauðsynlegt til að líkaminn starfi sem best. Til að viðhalda þessu jafnvægi, umbreyta líkamar okkar uppsöfnuðu glýkógeni aftur í glúkósa, í hvert sinn sem glúkósamagn í blóði (blóðsykur) fellur niður fyrir ákveðin mörk, og sendir það inn í blóðið til notkunar sem orku.

Aftur á móti er umframmagni af glúkósa í blóði umbreytt í fitu sem safnast saman í fitufrumum víðsvegar í líkamanum.

SYKUR VELDUR ALLTAF SVEIFLUM Í BLÓÐSYKRI

Þessi staðhæfing ræðst af því formi sykurs sem við neytum. Kolvetni hafa mest áhrif á blóðsykurmagnið. Sykur, ásamt sterkju og trefjum, eru kolvetni.

Eins og fram kemur fyrr í greininni umbreytir líkaminn mestu af þeim sykri sem við neytum í glúkósa. Þær afleiðingar sem það hefur á blóðsykurmagnið ráðast þó af því hvers konar kolvetni það eru sem við neytum.

Ferskir ávextir innihalda til dæmis náttúrulegan sykur, en þeir innihalda líka trefjar. Trefjar hægja á meltingunni, sem þýðir að það hægir á losun glúkósa út í blóðið. Þess vegna helst glúkósamagnið í jafnvægi og leiðir ekki til þeirrar hækkunar á blóðsykri sem fylgir neyslu á unninni fæðu eins og kökum og sælgæti.

Ferskir ávextir í eftirrétt eru því tilvalinn kostur – en ef kakan er of freistandi til að sleppa henni, þá má fá sér „Stellusneið” (hugtak notað í minni fjölskyldu yfir litlar kökusneiðar) af köku (glútenlausri fyrir þá sem vilja forðast glúten) með ferskum ávöxtum.

Heimildir: Gluten Free Gigi

mbl.is

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »