Borðar skyndibita oft í viku og fitnar ekki

McDonalds's er ekki alltaf vandamálið.
McDonalds's er ekki alltaf vandamálið. mbl.is/AFP

Í sjónvarpsþættinum The Truth About Slim People sem breska sjónvarpsstöðin Channel 4 sýnir er sagt frá hinni bresku Anne-Marie Martin sem er 42 ára tveggja barna móðir. Martin borðar skyndibita oft í viku en virðist ekki fitna, eiginleiki sem marga dreymir um. 

Daily Mail greinir frá því að Martin sjálf viðurkenni að mataræði hennar sé ekki mjög heilsusamlegt en fyrir utan það að fara á McDonald's þrisvar til fjórum sinnum í viku er hún hrifin af bökum og reynir að gera þær óhollari en þær eru. Hún elskar líka osta og finnst ekkert skrítið að borða ost í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. 

Anne-Marie Martin sem er til vinstri lítur ekki út fyrir …
Anne-Marie Martin sem er til vinstri lítur ekki út fyrir að borða skyndibita oft í viku.

Vinir Martin vita vel að hún borðar ruslfæði en vita einnig að hún hreyfir sig ekki neitt. Þeir segja að hún gangi aldrei neitt og tæki leigubíl á salernið ef hún gæti. Martin virðist því ekki brenna ruslfæðunni í líkamsrækt eins og einhverjir myndu halda. 

Er hún þá ekki bara með hraða brennslu? Nei, það er hún ekki en í þáttunum var brennslan hennar skoðuð og þótti hún brenna á við meðalmanneskju. Hvert er þá leyndarmál Martin? 

Það hjálpar til að hún borðar ekki eftir kvöldmat og ekkert eftir það. En það hefur sýnt sig að súkkulaðiát uppi í sófa á kvöldin geri ekki mikið fyrir línurnar. Í rauninni borðar Martin eiginlega aldrei sætindi, fékk sér ekki einu sinni köku á afmælisdaginn sinn. 

Í þættinum borðaði Martin stóra máltíð af pizzu og frönskum en þá borðaði hún, án þess að pæla í því, minna daginn eftir svo hún virtist vera með innbyggða kaloríustjórn. Þrátt fyrir að stunda ekki skipulagða hreyfingu var hún á fullri hreyfingu allan daginn, sveiflandi höndum og fótum auk þess sem hún sefur vel á nóttinni. 

Það sem stendur þó upp úr er að Martin fer ekki eftir ákveðnu matarplani, hún eyðir ekki of miklum tíma í að skipuleggja mat og undirbúa mat. Martin borðar það sem hana langar til án þess þó að borða yfir sig þar sem hún virðist hafa það sem marga skortir, sjálfsstjórn þegar kemur að mat. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál